Færslur: Uppsagnastyrkir

Nokkrir endurráðnir hjá Bláa lóninu
Bláa lónið hefur ákveðið að opna baðstaðinn og hótel að nýju um helgar. Þá hafa verið endurráðnir nokkrir starfsmenn, sem sagt var upp eftir að faraldurinn braust út. Lítið sem ekkert er að gera hjá öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum.
Kynnisferðir fengu hátt í 200 milljónir í stuðning
Kynnisferðir eru í hópi þeirra fyrirtækja sem fengið hafa mestan stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Fyrirtækið er í eigu föðurfjölskyldu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem lagði fram frumvarpið um niðurgreiðslu uppsagnakostnaðar sem samþykkt var á Alþingi 29. maí síðastliðinn.
Hálfur milljarður til fyrirtækja vegna uppsagna
Skatturinn hefur greitt rúmlega hálfan milljarð króna í stuðning vegna hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Opnað var fyrir umsóknir á föstudaginn fyrir viku og nú hefur Skattinum borist umsóknir frá 57 félögum.