Færslur: Uppreist æru

Birting gagna um uppreist æru ekki lögbrot
Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðuneytið hafi mátt birta gögn um uppreist æru. Kvörtun vegna birtingu gagnanna barst daginn sem dómsmálaráðuneytið tilkynnti að það myndi birta gögn allra þeirra sem hefðu fengið uppreist æru frá árinu 1995. Viðkomandi byggði kvörtun sína meðal annars á því að það varðaði við lög að yfirleitt ræða mál einstaklings opinberlega sem hefði fengið æru sína uppreista
31.01.2019 - 17:31
Frumvarp um endurheimt réttinda lagt fram
Frumvarp Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um endurheimt borgararéttinda vegna dóma sem fólk hefur hlotið var lagt fram á Alþingi í gær. Sigríður boðaði frumvarpið sumarið 2017 þegar lög um uppreist æru voru afnumin í aðdraganda þingkosninga. Það var gert eftir háværar deilur um uppreist æru dæmdra barnaníðinga og hvernig staðið hafði verið að þeim gjörðum.
12.10.2018 - 07:25
Rannsókn á minnisbók Roberts Downeys hætt
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hætt rannsókn á minnisbók Roberts Downeys. Minnisbókin var til rannsóknar í kjölfar ábendinga um að hún innihéldi upplýsingar sem gætu varpað ljósi á möguleg kynferðisbrot.
10.09.2018 - 10:25
Náðanir framvegis á fjölmiðladagskrá
Tillaga um að veita einstaklingi skilorðsbundna náðun rataði í fyrsta sinn á fjölmiðladagskrá ríkisstjórnarinnar í gær. Dómsmálaráðherra segir að það auki gagnsæi og að náðanir sem ræddar eru á ríkisstjórnarfundum verði framvegis á fjölmiðladagskrá. Umræðan um uppreist æru hafi leitt til vangaveltna um fyrirkomulag við veitingu náðana.
Vilja herða kröfur til mannorðs lögmanna
Dregið verður úr kröfum til þeirra sem vilja bjóða sig fram til Alþingis en kröfur til mannorðs lögmanna hertar. Þetta verður raunin ef frumvarp dómsmálaráðherra um heildarendurskoðun laga vegna afnáms laga um uppreist æru nær fram að ganga. 
03.07.2018 - 12:19
Frásögn um brot Roberts Downey metin trúverðug
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu metur frásögn Önnu Katrínar Snorradóttur, sem í fyrrasumar kærði Robert Downey fyrir kynferðisbrot, trúverðuga. Málið var látið niður falla þar sem meint brot voru fyrnd. Samkvæmt niðurstöðu lögreglunnar kynnu þau að varða allt að sex ára fangelsi.
09.05.2018 - 12:05
Skoða hvort hefja megi rannsókn á ný
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til skoðunar hvort hægt sé að hefja rannsókn á nýjan leik á málum kynferðisbrotamannsins Roberts Downeys, á grundvelli minnisbókar sem hann hélt. Í henni voru nöfn og aðrar persónuupplýsingar um 335 konur, flestar mjög ungar. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, staðgengill lögreglustjóra, staðfestir við fréttastofu að málið sé til skoðunar og sé tekið mjög alvarlega. Á meðal þess sem sé verið að skoða sé hvort hugsanleg brot væru fyrnd, kæmu þau í ljós.
25.01.2018 - 12:38
Gögnum um mál Roberts hafi verið eytt
Anna Katrín Snorradóttir, sem kærði Robert Downey í sumar, hefur verið upplýst um að gögnum sem tengjast máli hennar hafi verið eytt. Það hafi verið bókað hjá lögreglunni á Suðurnesjum í febrúar 2015. Fréttablaðið greinir frá þessu. Mál hennar sé komið á borð ákærusviðs þar sem meðal annars er skoðað hvort það sé fyrnt.
14.12.2017 - 08:40
Engin gögn um endurskoðun á uppreist æru
Engin skrifleg gögn eru til um þá ákvörðun dómsmálaráðherra að endurskoða meðferð uppreistar æru í ráðuneytinu í vor. Símtal ráðherrans til forsætisráðherra, þar sem honum var tjáð að faðir hans væri meðal meðmælenda uppreistar æru dæmds barnaníðings, var ekki skráð, þar sem símtöl ráðherrans eru almennt ekki skráð.
25.10.2017 - 12:54
Endurskoðar ekki ákvarðanir um uppreist æru
Dómsmálaráðuneytið ætlar ekki að fyrra bragði að skipta sér af málum þar sem menn hafa fengið uppreist æru, meðal annars með meðmælum fólks sem taldi sig ekki vera að mæla með slíku. Meðmælendur geta ekki krafist afturköllunar á ákvörðun ráðuneytisins.
15.10.2017 - 15:52
Undanþága átti ekki að eiga við alvarleg brot
Undanþágu til að fá uppreist æru áður en fimm ár eru liðin frá afplánun var ekki ætlað að beita vegna alvarlegra brota og átti að nota af varúð. Miðað við lista yfir uppreist æru frá árinu 1995 var undanþágunni fyrst beitt hjá brotamanni sem hlaut dóm fyrir ofbeldisverknað í máli Atla Helgasonar árið 2015. Áður hafði undanþágan verið veitt í fíkniefna- og auðgunarbrotamálum.
30.09.2017 - 18:23
Áttuðu sig ekki á að faðir Bjarna gaf meðmæli
Starfsmenn innanríkisráðuneytisins, sem afgreiddu umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru í fyrra, gerðu sér ekki grein fyrir því við afgreiðslu þess að einn meðmælenda Hjalta væri faðir þáverandi fjármálaráðherra. Þetta kemur fram í svari þáverandi ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu.
26.09.2017 - 13:30
Vill nánari upplýsingar um uppreist æru
Þingmaður Pírata í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur óskað eftir viðbótar upplýsingum varðandi málsmeðferð uppreist æru hjá dómsmálaráðuneytinu. Meðal annars vill þingmaðurinn sjá gögn um símtal dómsmálaráðherra við forsætisráðherra, þegar hún greindi honum frá því að faðir hans væri meðal meðmælenda með uppreist æru dæmds barnaníðings.
25.09.2017 - 10:54
Myndskeið
Aðeins samkomulag um uppreist æru
Engin niðurstaða liggur fyrir um framhald þingstarfa og hefur nýr formannafundur verið boðaður. Forsætisráðherra segist vilja klára strax í næstu viku og er ekki vongóður um að samkomulag náist um endurskoðun stjórnarskrár. Samkomulag er í augsýn um uppreist æru, önnur mál sitja föst.
22.09.2017 - 20:21
Frumvarp um að afnema uppreist æru
Frumvarp dómsmálaráðherra um uppreist æru gengur út á að hún verði afnumin, en jafnframt verði endurskoðað hvernig fólk geti fengið borgaraleg réttindi sín aftur að lokinni afplánun dóms. Ráðherrann bindur vonir við að samstaða náist um að afgreiða frumvarpið fyrir þinglok.
21.09.2017 - 22:09
Viðtal
„Loksins er haldið með okkur, fórnarlömbunum“
Með því að veita barnaníðingi uppreist æru er verið að segja að hann sé með hreinan skjöld, segir kona sem níðst var á þegar hún var barn. Það var henni mikið áfall að heyra á dögunum að maðurinn sem braut á henni hefði fengið uppreist æru fyrir sjö árum.
21.09.2017 - 20:28
„Þessi fundur er bara toppurinn á ísjakanum“
„Það er bara vont þegar það koma vond skilaboð frá Íslandi,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um fund sinn með erlendum sendiherrum hér á landi fyrr í dag þar sem þeir voru upplýstir um stjórnarslitin og atburðina sem leiddu til þeirra, meðal annars fyrirbærið uppreist æru.
21.09.2017 - 20:17
„Málefnalegar ástæður“ fyrir að segja Bjarna
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis taldi að málefnaleg ástæða hefði verið fyrir því að Sigríður Andersen,dómsmálaráðherra, upplýsti Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, um trúnaðargögn úr stjórnsýslumáli sem tengdust aðila nákomnum honum. Tilefnið hafi verið að þá hafi verið uppi vangaveltur um að Bjarni hefði komið að afgreiðslu þessa tiltekna máls. Slíkt geti skipt máli og því hafi verið eðlilegt að taka afstöðu til hæfis í viðkomandi máli.
21.09.2017 - 19:33
Kynnir frumvarp um uppreist æru á morgun
Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, ætlar á morgun að kynna frumvarp um breytingu á uppreist æru fyrir formönnum þeirra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi. Hún vonar að samstaða náist um það meðal þingmanna að samþykkja frumvarpið fyrir þinglok en engin sátt hefur náðst um hvernig þingstörfum skuli hagað fram að kosningum.
21.09.2017 - 18:34
Viðtal
„Þögnin er hans sterkasta vopn“
„Mér líður eins og það sé búið að þurrka dóminn hans út. Ég þurfti að lesa fréttina þrisvar áður en ég trúði þessu.“ Þetta segir Anna Signý Guðbjörnsdóttir um viðbrögð sín þegar hún frétti að mágur hennar hefði fengið uppreist æru fyrir sjö árum. Maðurinn var lögreglumaður. Haustið 2003 var hann dæmdur til 18 mánaða fangelsisvistar og greiðslu miskabóta fyrir að brjóta kynferðislega gegn henni og tveimur öðrum stúlkum. Allar voru þær tengdar honum fjölskylduböndum.
21.09.2017 - 15:37
Sigríður: „Kemur mér ekki á óvart“
Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segir að niðurstaða umboðsmanns Alþingis, komi sér ekki á óvart og sé í samræmi við það sem hún hafi lýst, meðal annars á opnum nefndarfundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar. Umboðsmaður greindi þingnefndinni frá því á lokuðum fundi í morgun að Sigríður hefði ekki brotið trúnaðareglur þegar hún greindi forsætisráðherra frá því að faðir hans hefði skrifað undir meðmælabréf til stuðnings því að dæmdum barnaníðing yrði veitt uppreist æra.
21.09.2017 - 14:51
Engin stríðsyfirlýsing að setja Brynjar af
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar og nýr formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðismanna hefði átt að hafa frumkvæði að því að láta af formennsku í nefndinni. Það sé engin stríðsyfirlýsing að setja hann af.  
20.09.2017 - 08:14
Flestir hlynntir stjórnarslitum og kosningum
Nærri tveir af hverjum þremur kjósendum eru hlynntir stjórnarslitum og enn fleiri því að þing hafi verið rofið og boðað til kosninga. Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi.
19.09.2017 - 22:00
Finnur styrk í umræðu um kynferðisbrot
Thelma Ásdísardóttir segist upplifa kraft og styrk í því að nú sé talað en ekki þagað um kynferðisbrot gegn börnum. Slíkt ofbeldi þrífist í þögn og í skúmaskotum. Kynjafræðingur segir að nú séu brotaþolar kannski að fá uppreist æru.
19.09.2017 - 19:48
Óttast að þingstörfin verði að sirkus
Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, segist óttast að þingstörf núna í aðdraganda kosninga verði einhvers konar sirkus en ekki málefnaleg afgreiðsla mála. Þetta segir hann í kjölfar þess að Brynjar Níelsson var settur af sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, var felldur eftir að nýr meirihluti var myndaður. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna segir þessa atburðarás ekki hafa átt að koma neinum á óvart.
19.09.2017 - 18:12