Færslur: upplýsingaréttur

Brýnt að stytta afgreiðslutíma upplýsinganefndar
Bæta þarf starfskilyrði og -aðstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál til að stytta megi afgreiðslutíma mála hjá henni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í bréfi Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Bréfið var sömuleiðis sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til upplýsingar. 
Þorvaldur þótti of pólitískur til að ritstýra fræðiriti
Sérfærðingur í fjármála og efnahagsráðuneytinu mælti gegn því að Þorvaldur Gylfason, prófessor við Háskóla Íslands yrði ráðinn sem ritstjóri fræða­tíma­rits­ins Nor­dic Economic Policy Revi­ew. Ástæðan var sögð pólitísk afskipti Þorvaldar og þátttaka hans í stjórnmálum.
09.06.2020 - 16:20
Fékk 8 milljónir og 60 prósent af launum
Seðlabanki Íslands hefur birt samkomulag sem gert var við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, í tengslum við námsstyrk sem bankinn greiddi henni.