Færslur: upplýsingaréttur
Brýnt að stytta afgreiðslutíma upplýsinganefndar
Bæta þarf starfskilyrði og -aðstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál til að stytta megi afgreiðslutíma mála hjá henni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í bréfi Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Bréfið var sömuleiðis sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til upplýsingar.
01.05.2021 - 09:17
Þorvaldur þótti of pólitískur til að ritstýra fræðiriti
Sérfærðingur í fjármála og efnahagsráðuneytinu mælti gegn því að Þorvaldur Gylfason, prófessor við Háskóla Íslands yrði ráðinn sem ritstjóri fræðatímaritsins Nordic Economic Policy Review. Ástæðan var sögð pólitísk afskipti Þorvaldar og þátttaka hans í stjórnmálum.
09.06.2020 - 16:20
Fékk 8 milljónir og 60 prósent af launum
Seðlabanki Íslands hefur birt samkomulag sem gert var við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, í tengslum við námsstyrk sem bankinn greiddi henni.
22.10.2019 - 16:28