Færslur: upplýsingalög

Karlar á bak við 40 sinnum fleiri kærur en konur
Þrefalt fleiri mál voru kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál í fyrra en fyrir þremur árum. Í fyrra kvað nefndin upp fleiri úrskurði en nokkru sinni áður í 24 ára sögu sinni. Karlar sendu inn nærri 40 kærur fyrir hverja eina kæru sem kona sendi inn.
Brýnt að stytta afgreiðslutíma upplýsinganefndar
Bæta þarf starfskilyrði og -aðstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál til að stytta megi afgreiðslutíma mála hjá henni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í bréfi Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Bréfið var sömuleiðis sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til upplýsingar. 
Aðgengi almennings að opinberum skjölum staðfest
Ísland hefur nú staðfest samning Evrópuráðsins um aðgang að opinberum skjölum, kenndan við Tromsö í Noregi. Þeim ríkjum sem staðfesta hann ber að virða samræmdar lágmarksreglur um upplýsingarétt almennings.
Fréttaskýring
RÚV ekki skylt að birta en hafa heimild til þess
„Mér sýnist að RÚV beri ekki lagaskyldu til að birta listann yfir umsækjendur,“ segir ráðgjafi um upplýsingarétt almennings. Starf útvarpsstjóra sé þó þess eðlis að upplýsingaréttur almennings og aðhald að hinu opinbera vegi þyngra en það sjónarmið að færri sæki hugsanlega um stöðuna ef listi yfir umsækjendur er birtur opinberlega. Ákvörðun stjórnar RÚV um að birta ekki listann hefur verið kærð til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem gerir ráð fyrir að taka málið fyrir á fundi á morgun.
03.12.2019 - 19:00
Stjórnvöld treg og ferlið tímafrekt
Upplýsingagjöf stjórnvalda til almennings er verulega ábótavant og langt frá þeim viðmiðum sem gilda annars staðar á Norðurlöndum, að mati umboðsmanns Alþingis sem veltir fyrir sér hvort núverandi kerfi sé komið á endastöð. Borið hefur á því að opinberir aðilar skýla sér á bakvið ný persónuverndarlög til að láta upplýsingar ekki af hendi.
09.10.2019 - 12:18