Færslur: Upplýsingafundur Almannvarna

Landlæknir segir næstu vikur ráða úrslitum
Níutíu og sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, hið minnsta. Á fimmta þúsund sýni voru tekin og enn ekki búið að greina þau öll. Landlæknir segir aðgerðirnar sem nú eru í gildi til komnar vegna óvissu um hversu illa Delta-afbrigðið eigi eftir að leika samfélagið.
27.07.2021 - 12:17
Boða til upplýsingafundar á ný vegna fjölgunar smita
Í ljósi COVID-19 smita nú í vikunni má segja að blikur séu á lofti í baráttunni gegn kórónuveirunni. Hafa almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis því ákveðið að boða til upplýsingafundar á morgun klukkan 11:00, fimmtudaginn 15. júlí.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Alma, Þórólfur og Rögnvaldur á fundi dagsins 25.1.2021
Alma D. Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn fræða okkur um stöðu mála á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Fundurinn hefst venju samkvæmt klukkan rétt rúmlega 11 og verður í beinni útsendingu á RÚV, Rás 2 og hér á vefnum. Fyrir neðan er hægt að lesa beina textalýsingu frá fundinum.
Alma, Þórólfur, Rögnvaldur og Gylfi á upplýsingafundi
Upplýsingafundur almannavarna og landlæknis vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar verður haldinn í dag. Fundurinn hefst, venju samkvæmt, klukkan 11 og honum verður sjónvarpað beint á RÚV og vefnum ruv.is.
COVID-19
Upplýsingafundur Almannavarna 21. desember 2020
Upplýsingafundur Almannavarna hefst klukkan 11:03. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, snýr aftur í dag eftir að hafa náð sér af COVID-19. Alma Möller landlæknir og Víðir ræða stöðu faraldursins hér á landi.
Þurfum að vera undirbúin fyrir að bíða eftir bóluefninu
Kórónuveirufaraldurinn er nú á góðri niðurleið og framhaldið er í okkar höndum. Óvíst er hversu hratt bóluefnið mun berast til landsins, gera má ráð fyrir að það geti tekið langan tíma. Ávísunum á þunglyndislyf hefur fjölgað um 8% núna í þriðju bylgju faraldursins. Þetta er meðal þess sem fram kom á upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og landlæknis í morgun.
Þórólfur: Ísland með lægstu tíðni COVID í Evrópu
Kórónuveirufaraldurinn hefur verið í línulegum vexti að undanförnu, hann er nú á viðkvæmum stað og ekkert má út af bregða. Væntingar um bóluefni mega ekki verða til þess að fólk slaki á í sóttvörnum. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í morgun. Hann sagði þar að Ísland væri nú með lægstu tíðni COVID-19 í Evrópu. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn var einnig til svara á fundinum.
Myndskeið
Huga þarf að líðan og atvinnutækifærum ungs fólks
Huga þarf sérstaklega að líðan og hagsmunum ungs fólk í kórónuveirufaraldrinum. Þetta sagði Una Hildardóttir, forseti Landssambands ungmennafélaga á fundinum. Tryggja þarf atvinnutækifæri fyrir ungt fólk, þannig mætti sporna við kosnaðarsömum félagslegum afleiðingum til framtíðar. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sagði á fundinum að meirihluti eigenda fyrirtækja telji að þau verði enn starfandi að ári. 
Mynd með færslu
Í BEINNI
Upplýsingafundur Almannavarna 5. nóvember
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11:00 í dag. Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ræða framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni.
05.11.2020 - 10:47