Færslur: Upplýsingafundur almannavarna

Myndskeið
Svara spurningum sem brenna á börnunum
Áhrifa kórónuveirufaraldursins gætir víða og börnin eru þar engin undantekning. Ýmsar spurningar brenna á þeim, sem þau leituðust við að fá svör við hjá þríeykinu á sérstökum upplýsingafundi í síðustu viku.
Myndskeið
Fólk hafi í huga að lækka róminn á opnum skemmtistöðum
Sóttvarnalæknir ætlar að leggja til við heilbrigðisráðherra að barir fái að opna á ný sunnudaginn 27. september. Þeir fá þá aftur að vera opnir til klukkan ellefu á kvöldin. Þetta sagði Alma D. Möller landlæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Myndskeið
Upplýsingafundur almannavarna 24. september 2020
Almannavarnir og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar í dag þar sem staðan á kórónuveirufaraldrinum hér á landi verður rædd. Fundurinn hefst klukkan 14 og er sýndur beint í spilaranum hér að ofan. Hér má svo fylgjast með beinni textalýsingu frá fundinum.
Upplýsingafundur
Upplýsingafundur almannavarna 21. september 2020
Almannavarnir og embættis landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar um kórónuveirufaraldurinn hér á landi klukkan tvö í dag. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á vefnum ruv.is, í Sjónvarpinu og í útvarpi á Rás 2.
Upplýsingafundur almannavarna í dag kl. 14:00
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar klukkan 14:00 í dag. Á fundinum verða Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.
Upplýsingafundur almannavarna í dag vegna fjölda smita
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til upplýsingafundar í dag klukkan 14:00 vegna mikils fjölda smita. Á fundinum verða Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
19.09.2020 - 10:50
COVID-19
Upplýsingafundur almannavarna 17. september
Almannavarnir og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag þar sem farið er yfir stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn verða til svara á fundinum sem hefst klukkan 14:03.
COVID-19
Upplýsingafundur Almannavarna 13. ágúst
Alma D. Möller, landlæknir, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fara yfir stöðu mála, varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni, á 103. upplýsingafundi Almannavarna í Katrínartúni. Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, er gestur fundarins sem hefst klukkan þrjár mínútur yfir tvö.
Í BEINNI
Upplýsingafundur Almannavarna 11. ágúst
Alma Möller, landlæknir og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fara yfir stöðu mála, varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni á 101. fundi Almannavarna í Katrínartúni klukkan tvö. Gestur fundarins er Una Hildardóttir, formaður Landssambands ungmennafélaga. Sýnt er beint frá fundinum á ruv.is, í sjónvarpi og honum útvarpað á Rás 2.
Í BEINNI
Almannavarnir boða til upplýsingafundar í dag
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14:00 í dag. Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu í sjónvarpinu og ruv.is. Auk þess verður honum útvarpað á Rás 2.
Myndskeið
Upplýsingafundur Almannavarna 2. ágúst
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Alma D. Möller, landlæknir fara yfir stöðu mála, varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi, ásamt Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Myndskeið
Ef ekkert heyrist í sólarhring er sýnið neikvætt
Á næstu dögum verður upplýsingagjöf til þeirra sem fara í skimun á landamærum breytt. Þá verða upplýsingar um fjölda smita uppfærðar sjaldnar en áður. Þessi áform voru kynnt á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þeim síðasta sem fram fer í bili. Einn greindist með virkt smit á landamærunum í gær. Ekkert smit hefur greinst í seinni skimun hjá Íslendingum sem hafa viðhaft heimkomusmitgát.
COVID-19
Upplýsingafundur almannavarna
Upplýsingafundur almannavarna hefst klukkan 14:00. Fundurinn er sýndur í sjónvarpinu, hér á vefnum og honum er útvarpað á Rás 2. Fylgjast má með beinu textrastreymi hér að neðan. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Páll Þórhallsson, verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu, ræða stöðuna á landamærunum, sýnatöku og framgang Covid-19 faraldursins hér á landi ásamt Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni. Gestur fundarins er Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
  •