Færslur: Upplýsingafundur almannavarna

Sóttvarnalæknir segir enga þörf á að loka landamærum
Sóttvarnalæknir segir enga ástæðu til að fylgja fordæmi nágrannaþjóða og herða aðgerðir á landamærum hér. Tvöfalda skimunin hafi sannað gildi sitt, þó hún sé ekki alveg óbrigðul. Frekari aflétting takmarkana kemur til greina á næstunni.
Myndskeið
Upplýsingafundur Almannavarna 28. janúar 2021
Upplýsingafundur almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og embættis landlæknis hefst klukkan 11:00. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn verða á fundinum.
Þórólfur og Rögnvaldur á upplýsingafundi í dag
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar um kórónuveirufaraldurinn klukkan 11:00 í dag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn verða á fundinum.
Myndskeið
Upplýsingafundur Almannavarna og landlæknis 18. janúar
Upplýsingafundur Almannavarna hefst klukkan 11:00. Þar verða Alma D. Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Alma, Þórólfur og Rögnvaldur á upplýsingafundi í dag
Upplýsingafundur Almannavarna verður haldinn í dag klukkan 11:00. Þar verða Alma D. Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Myndskeið
Upplýsingafundur almannavarna 7. janúar 2021
Upplýsingafundur almannavarna og embættis landlæknis hefst klukkan rúmlega 11 í dag. Sýnt verður beint frá fundinum á RÚV, Rás 2 og hér á Rúv.is. Þau Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, fara yfir stöðu mála. Vísbendingar voru í morgun um að innanlandssmitum sé að fjölga en staðfestar tölur verða birtar klukkan 11 á covid.is og hér á RÚV.
Fyrsti upplýsingafundur ársins klukkan 11 í dag
Fyrsti upplýsingafundur ársins á vegum almannavarna og landlæknis verður haldinn klukkan 11 í dag. Á sama tíma birtast fyrstu yfirfarnar tölur ársins yfir fjölda smita og tölfræði á vefnum COVID.is.
Upplýsingafundi frestað til morguns vegna komu bóluefna
Upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Embættis landlæknis, sem fyrirhugaður var í dag, hefur verið frestað til morguns vegna komu bóluefnis Pfizer/BioNTech til landsins.
Víðir stýrir upplýsingafundi í dag
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, snýr aftur á upplýsingafund Almannavarna í dag eftir að hafa náð sér af COVID-19. Alma Möller landlæknir og Víðir ræða stöðu faraldursins hér á landi.
Myndskeið
Upplýsingafundur almannavarna 14. desember 2020
Alma D. Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn sitja fyrir svörum á upplýsingafundi Almannavarna og embættis landlæknis í dag. Þar verður farið yfir stöðu kórónuveirufaraldursins hér landi.
Rannsókn á líðan fólks í COVID kynnt á upplýsingafundi
Alma D. Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn sitja fyrir svörum á upplýsingafundi Almannavarna og embættis landlæknis í dag. Þar verður farið yfir stöðu kórónuveirufaraldursins hér landi.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Upplýsingafundur almannavarna 10. desember 2020
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis halda upplýsingafund í dag klukkan 11 þar sem farið verður yfir stöðu mála vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Fundurinn verður í beinni útsendingu í sjónvarpinu, hér á vefnum og honum útvarpað á Rás 2. Fundurinn er túlkaður á pólsku á RÚV2 og hér á vefnum.
Þórólfur og Rögnvaldur á upplýsingafundi í dag
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn verða til svara á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Fundurinn hefst sem fyrr klukkan 11:03 og verður sýndur í sjónvarpinu, á vefnum og honum útvarpað á Rás 2.
Áfram margt bannað en við megum föndra „jólakúlur”
Íslendingar eru hvattir til þess að búa sér til sínar eigin „jólakúlur” yfir hátíðarnar, sem er heiti almannavarna yfir þá þröngu hópa sem fólk má hitta á aðventunni. Þetta er í takti við það sem tíðkast víða erlendis, eins og í Danmörku og á Bretlandi. Ekki er hægt að búast við miklum tilslökunum á sóttvörnum á næstunni, samkvæmt sóttvarnarlækni. Þó er ekki verið að segja fólki að sitja inni og hitta engan, því það væri „lockdown”, sagði hann á upplýsingafundi nú fyrir hádegi.
Myndskeið
Upplýsingafundur almannavarna 30. nóvember
Almannavarnir og embætti landlæknis halda upplýsingafund í dag vegna heimsfaraldurs COVID-19. Fundurinn hefst klukkan 11 og verður sýndur í Sjónvarpinu og í spilaranum hér að ofan, auk þess sem honum verður útvarpað á Rás 2. Hér fyrir neðan verður beint textastreymi frá fundinum.
Myndskeið
Upplýsingafundur almannavarna 12. nóvember 2020
Sigurður Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri, er gestur almannavarna og landlæknis á upplýsingafundi í dag. Fundurinn hefst klukkan 11 og er sýndur í beinni útsendingu í Sjónvarpinu, á vefnum og útvarpað frá honum á Rás 2.
Myndskeið
Hlutfall látinna hærra en í fyrstu bylgju
Þrettán hafa látist af völdum COVID-19 í þriðju bylgju faraldursins og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hlutfall látinna sé orðið hærra en það var í fyrstu bylgjunni. Fimm létust nú um helgina.
Myndskeið
Þungaðar konur gætu veikst verr en aðrar
Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingarþjónustu Landspítalans, sagði á upplýsingafundi Almannavarna í dag að þungaðar konur væru ekki líklegri til að smitast en aðrar konur, en að þær gætu veikst verr en jafnaldrar sínir. Um 50 barnshafandi konur á Íslandi hafa greinst með COVID-19.
Myndskeið
Foreldrar varist að verða leiðinlegir
Anna Steinsen, fyrirlesari og tómstunda- og félagsmálafræðingur, hvetur foreldra til að gæta þess að skipta sér ekki of mikið af börnum sínum á tímum heimavinnu og fjarnáms. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í dag.
Myndskeið
Upplýsingafundur almannavarna 15. október 2020
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar klukkan 11 í dag vegna heimsfaraldurs kórónuveiru og stöðu faraldursins hér á landi. Fundurinn verður í beinni útsendingu hjá RÚV.
Upplýsingafundur Almannavarna 5. október
Alma Möller, landlæknir, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni, á upplýsingafundi Almannavarna í dag sem hefst í dag klukkan 11 og verður framvegis á þeim tíma.
Myndskeið
Ekki fylgst með því hvort ferðamenn stoppi stutt
Ekki er sérstaklega fylgst með því hvort fólk sem kemur hingað til lands ætlar sér að stoppa stutt, jafnvel í færri daga en það á að vera í sóttkví við komuna til landsins. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Myndskeið
Svara spurningum sem brenna á börnunum
Áhrifa kórónuveirufaraldursins gætir víða og börnin eru þar engin undantekning. Ýmsar spurningar brenna á þeim, sem þau leituðust við að fá svör við hjá þríeykinu á sérstökum upplýsingafundi í síðustu viku.
Myndskeið
Fólk hafi í huga að lækka róminn á opnum skemmtistöðum
Sóttvarnalæknir ætlar að leggja til við heilbrigðisráðherra að barir fái að opna á ný sunnudaginn 27. september. Þeir fá þá aftur að vera opnir til klukkan ellefu á kvöldin. Þetta sagði Alma D. Möller landlæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Myndskeið
Upplýsingafundur almannavarna 24. september 2020
Almannavarnir og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar í dag þar sem staðan á kórónuveirufaraldrinum hér á landi verður rædd. Fundurinn hefst klukkan 14 og er sýndur beint í spilaranum hér að ofan. Hér má svo fylgjast með beinni textalýsingu frá fundinum.