Færslur: Upplýsingafundur almannavarna

Upplýsingafundur um COVID-19 í dag
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur ásamt landlækni boðað til upplýsingafundar um stöðuna í COVID-19 faraldrinum hérlendis. Fundurinn verður klukkan 11 og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV og á RÚV.is.
Sjónvarpsfrétt
Gefur von um að faraldurinn sé á undanhaldi
Sóttvarnalæknir gaf landsmönnum von um að þjóðin kæmist brátt út úr faraldrinum og gæti horfið til eðlilegs lífs á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Hann leggur þó ekki til breytingar á sóttkví eða einangrun að svo stöddu.
Leggur til hertar aðgerðir skapist neyð á Landspítala
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir óljóst hvort núverandi sóttvarnaráðstafanir duga til að forða Landspítala frá neyðarástandi. Ef spítalinn telur neyð vera yfirvofandi og ef núverandi fjöldi smita yfirkeyrir spítalakerfið leggur Þórólfur til hertar aðgerðir innanlands fyrr en síðar. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna.
Gjörgæslurými gætu fyllst og smitrakning orðið ómöguleg
Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, segir ljóst að kerfin okkar muni bresta, haldi faraldurinn áfram í veldisvexti. Rakning yrði til dæmis ómöguleg með núverandi aðferðum, þar af leiðandi muni smitum fjölga því ekki verði hægt að setja þá sem þess þurfa í sóttkví.
05.08.2021 - 12:33
Mynd með færslu
Í BEINNI
Upplýsingafundur almannavarna vegna COVID-19
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar um stöðu kórónuveirufaraldursins klukkan ellefu.
29.07.2021 - 10:12
Boða til upplýsingafundar á morgun
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ásamt embætti landlæknis boða til upplýsingafundar á morgun, þriðjudaginn 27.júlí, klukkan 11.
Sjúkrastofnanir fylgjast grannt með og meta framhaldið
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála á upplýsingafundi Almannavarna klukkan 11 í dag vegna fjölgunar kórónuveirusmita undanfarna daga. Þórólfur hvatti hjúkrunarheimili og sjúkrastofnanir til að skerpa á umgengisreglum meðan á uppsveiflunni stendur.
Víðir bjartsýnn á að slaka megi á sóttvarnareglum
Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir ástæðu til bjartsýni á að enn megi slaka á sóttvarnareglum um miðjan mánuð, enda minnki líkur á stórum hópsmitum. Núgildandi reglugerð um takmarkanir innanlands gildir til 16. júní.
Uppfærslan auðveldar rakningu þegar tengsl eru óþekkt
Smitrakningarapp embættis landlæknis og almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, Rakning C-19, hefur verið uppfært og nýtir nú Bluetooth-virkni snjalltækja til að styðja við rakningu smita.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Upplýsingafundur almannavarna - 10 smit innanlands
Upplýsingafundur almannavarna vegna COVID faraldursins hefst klukkan 11, eins og vant er á fimmtudögum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir gang mála. Tíu innanlandssmit greindust í gær, þar af voru þrír utan sóttkvíar.
29.04.2021 - 10:42
Ekki verður látið af notkun AstraZeneca hér á landi
Ekki stendur til að láta af notkun bóluefnis AstraZeneca hér á landi líkt og Danir hafa ákveðið. Norðmenn tilkynna ákvörðun sína um áframhaldandi notkun efnisins í dag. Áhyggjur hafa verið uppi um blóðtappamyndun af völdum þess og eins bóluefnis Janssen. 
Mynd með færslu
Í BEINNI
Upplýsingafundur almannavarna 11. mars 2021
Almannavarnir og landlæknir boða til reglulegs upplýsingafundar um COVID-19 faraldurinn. Fundurinn hefst klukkan 11:03. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fer yfir stöðu mála og Víðir Reynisson stýrir fundi.
Upplýsingafundur
Upplýsingafundur almannavarna 4. mars 2021
Almannavarnir og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar klukkan 11 í dag. Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir svara spurningum fjölmiðlamanna í dag.
Sóttvarnalæknir segir enga þörf á að loka landamærum
Sóttvarnalæknir segir enga ástæðu til að fylgja fordæmi nágrannaþjóða og herða aðgerðir á landamærum hér. Tvöfalda skimunin hafi sannað gildi sitt, þó hún sé ekki alveg óbrigðul. Frekari aflétting takmarkana kemur til greina á næstunni.
Myndskeið
Upplýsingafundur Almannavarna 28. janúar 2021
Upplýsingafundur almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og embættis landlæknis hefst klukkan 11:00. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn verða á fundinum.
Þórólfur og Rögnvaldur á upplýsingafundi í dag
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar um kórónuveirufaraldurinn klukkan 11:00 í dag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn verða á fundinum.
Myndskeið
Upplýsingafundur Almannavarna og landlæknis 18. janúar
Upplýsingafundur Almannavarna hefst klukkan 11:00. Þar verða Alma D. Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Alma, Þórólfur og Rögnvaldur á upplýsingafundi í dag
Upplýsingafundur Almannavarna verður haldinn í dag klukkan 11:00. Þar verða Alma D. Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Myndskeið
Upplýsingafundur almannavarna 7. janúar 2021
Upplýsingafundur almannavarna og embættis landlæknis hefst klukkan rúmlega 11 í dag. Sýnt verður beint frá fundinum á RÚV, Rás 2 og hér á Rúv.is. Þau Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, fara yfir stöðu mála. Vísbendingar voru í morgun um að innanlandssmitum sé að fjölga en staðfestar tölur verða birtar klukkan 11 á covid.is og hér á RÚV.
Fyrsti upplýsingafundur ársins klukkan 11 í dag
Fyrsti upplýsingafundur ársins á vegum almannavarna og landlæknis verður haldinn klukkan 11 í dag. Á sama tíma birtast fyrstu yfirfarnar tölur ársins yfir fjölda smita og tölfræði á vefnum COVID.is.
Upplýsingafundi frestað til morguns vegna komu bóluefna
Upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Embættis landlæknis, sem fyrirhugaður var í dag, hefur verið frestað til morguns vegna komu bóluefnis Pfizer/BioNTech til landsins.
Víðir stýrir upplýsingafundi í dag
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, snýr aftur á upplýsingafund Almannavarna í dag eftir að hafa náð sér af COVID-19. Alma Möller landlæknir og Víðir ræða stöðu faraldursins hér á landi.
Myndskeið
Upplýsingafundur almannavarna 14. desember 2020
Alma D. Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn sitja fyrir svörum á upplýsingafundi Almannavarna og embættis landlæknis í dag. Þar verður farið yfir stöðu kórónuveirufaraldursins hér landi.
Rannsókn á líðan fólks í COVID kynnt á upplýsingafundi
Alma D. Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn sitja fyrir svörum á upplýsingafundi Almannavarna og embættis landlæknis í dag. Þar verður farið yfir stöðu kórónuveirufaraldursins hér landi.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Upplýsingafundur almannavarna 10. desember 2020
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis halda upplýsingafund í dag klukkan 11 þar sem farið verður yfir stöðu mála vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Fundurinn verður í beinni útsendingu í sjónvarpinu, hér á vefnum og honum útvarpað á Rás 2. Fundurinn er túlkaður á pólsku á RÚV2 og hér á vefnum.