Færslur: Upplýsingafundur

COVID-19
Upplýsingafundur Almannavarna 13. ágúst
Alma D. Möller, landlæknir, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fara yfir stöðu mála, varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni, á 103. upplýsingafundi Almannavarna í Katrínartúni. Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, er gestur fundarins sem hefst klukkan þrjár mínútur yfir tvö.
Myndskeið
Áframhaldandi skimun og sóttkví í einhverri mynd
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að áfram þurfi að beita skimun og sóttkví í einhverri mynd á landamærum ef stjórnvöld vilja lágmarka áhættuna á að veiran berist til landsins. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Hann segir tillögurnar sem hann afhenti heilbrigðisráðherra í morgun snúast um það.