Færslur: Upplýsingafundir almannavarna

Mynd með færslu
Í BEINNI
Upplýsingafundir Landspítala og almannavarna
Hér er bein textalýsing af upplýsingafundi Landspítala kl. 15:00 sem haldinn er vegna þess að spítalinn starfar nú á neyðarstigi vegna COVID-19. Fundurinn verður í formi fjarfundar og verður haldinn á undan upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og embættis landlæknis sem á að hefjast klukkan 15:30.
Landspítali á neyðarstigi - fundir vegna stöðunnar
Landspítali boðar til fréttamannafundar í dag kl. 15:00 vegna þess að spítalinn starfar nú á neyðarstigi vegna COVID-19. Fundurinn verður í formi fjarfundar og verður haldinn á undan upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og embættis landlæknis sem á að hefjast klukkan 15:30.
Þórólfur: Of snemmt að hrósa happi
Faraldurinn er hægt og bítandi að ganga niður. Þótt megi hrósa happi núna er sigurinn í baráttunni við kórónuveiruna ekki í höfn og áfram þarf að viðhalda sóttvarnaaðgerðum og lítið má út af bregða til að hér komi upp hópsýkingar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi Almannavarna og ríkislögreglustjóra í morgun. 
22.10.2020 - 11:42
Þríeykið og Ingibjörg Lilja verða á fundinum í dag
Almannavarnir ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Á fundinum mun þríeykið; þau Alma D. Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sitja fyrir svörum. Að auki verður þar Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, sérfræðingur hjá Almannavörnum og ritstjóri covid.is.
Þórólfur, Víðir og Páll á fundinum í dag
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn munu fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins á upplýsingafundi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og embættis landlæknis klukkan 11:00 í dag. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala verður gestur fundarins sem verður sendur út í sjónvarpi, á ruv. is og á facebook-síðu ruv.is. Þá verður hann í beinni textalýsingu á vefnum okkar.
Enginn þeirra sem greindust í sóttkví
Enginn þeirra fjögurra sem greindust með COVID-19 við skimun í gær var í sóttkví, en smitin voru öll staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. 
Beita sektum og lokunum frá og með deginum í dag
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun frá og með deginum í dag beita sektum og jafnvel lokunum á þeim skemmti- og veitingastöðum sem ekki virða fjölda- og fjarlægðartakmarkanir. Þetta sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag.
Sýndu tveggja metra regluna
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra sýndu gestum upplýsingafundar Almannavarna í dag hvernig mæla má tvo metra á milli fólks. Á fundinum fór Alma D. Möller landlæknir yfir smitleiðir og aðgerðir til að forðast smit.
Þríeykið og Óskar verða á fundinum í dag
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14:00 í dag. Þar munu þau Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Alma D. Möller, landlæknir og Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu fara yfir stöðu COVID-19 faraldursins hér á landi. Fundinum verður streymt beint á ruv.is og hann sýndur í sjónvarpinu.
Staðan tekin þegar niðurstaða greininga liggur fyrir
Samráðshópur Almannavarna, fulltrúa heilbrigðisráðherra, sóttvarnalæknis og landlæknis kemur saman til fundar í dag þegar niðurstöður smitrakningar og raðgreiningar sýna, sem tekin voru í kjölfar innanlandssmita, liggja fyrir. Þetta segir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri Almannavarna.
29.07.2020 - 08:00
Óvissa og áform um að endurráða starfsfólk í uppnámi
Forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækja segja fjölgun kórónuveirusmita í Evrópu og bakslag hér mikið áhyggjuefni. Staðan setji áform fyrirtækja sem hugðust endurráða starfsmenn í haust í uppnám. 
Almannavarnir íhuga upplýsingafund
Til skoðunar er hjá stjórn Almannavarna að halda upplýsingafund fyrir fjölmiðla á morgun vegna stöðunnar sem upp er komin í útbreiðslu COVID-19 smita hér á landi og þess, að stærsta ferðahelgi ársins er nú framundan.
Framtíðarhöfuðverkur að velja hverjir fái bóluefni
Stefnt er að því að fimmtungur þjóðarinnar verði bólusettur gegn Covid-19 fyrir lok næsta árs. Þetta sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna. Reiknað er með því að kostnaður vegna þessa nemi um 700 milljónum króna. 
Myndskeið
Mikil óvissa með bóluefni við veirunni
Sóttvarnalæknir segir margt enn á huldu með bóluefni gegn kórónuveirunni. Ekki sé ljóst hvort það sé öruggt og hvort unnt verði að fjöldaframleiða það svo allir fái. Þess þurfi líklega að bíða í eitt til tvö ár.
COVID-19
Upplýsingafundur Almannavarna
Upplýsingafundur Almannavarna fer fram klukkan 14:00 í dag í Katrínartúni 2. Sýnt er frá fundinum í beinni útsendingu í sjónvarpinu, á rás 2 og á vefnum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, fara yfir stöðu mála varðandi opnun landamæra, sýnatöku og framgang Covid-19 faraldursins hér á landi ásamt Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni á þessum 87. fundi Almannavarnadeildar.
Skoða að hætta að skima ferðamenn frá ákveðnum löndum
„Það er mögulegt í samræmi við aukna vitneskju að við gætum hætt að skima frá ákveðnum löndum eða þjóðernum,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Enn er mest hægt að skima tvö þúsund á dag en ljóst er að sætaframboð verður langt umfram það um mánaðamótin. 
22.06.2020 - 15:58
Myndskeið
Tveir ferðamenn með virkt smit á viku — 20 í sóttkví
Ekkert innlent smit hefur greinst á síðustu viku eða síðan slakað var á ferðatakmörkunum. Síðan þá hafa fimm þúsund og fimm hundruð verið skimaðir á landamærunum. Ellefu af þeim hafa greinst með smit en aðeins tveir eru með virkt smit og eru þess vegna í einangrun. Níu eru með mótefni og því ekki smitandi. „Þannig ég held við getum sagt að hlutfallið er enn sem komið er mjög lágt,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi Almannavarna í dag.
Boða til upplýsingafundar vegna COVID-19 í dag
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna kórónaveirufaraldursins klukkan 14 í dag. Fundurinn verður haldinn í Katrínartúni eins og þriðjudag, þar sem samhæfingarmiðstöð almannavarna vegna COVID-19 er til húsa.
Spegillinn
„Ákveðin hætta á því að það dragi úr gegnsæi“
Það hvernig stjórnvöld hafa tekist á við COVID-faraldurinn hefur verið eins og kennslustund í stefnumótun. Þetta segir Kristján Vigfússon, aðjúnkt við viðskiptadeild HR, sem hefur sérhæft sig í stefnumótun. Hann segir að það hafi verið rétt ákvörðun að hafa sérfræðingana í forgrunni en að nú þegar úrlausnarefnin eru orðin pólitískari og álitamálin fleiri reyni á að viðhalda gagnsæi.