Færslur: United Airlines

United heimilt að senda óbólusetta í ólaunað leyfi
Dómari í Texasríki í Bandaríkjunum telur réttlætlanlegt að flugfélagið United Airlines skyldi það starfsfólk í ólaunað leyfi sem ekki þiggur bólusetningu af trúarlegum eða heilsufarsástæðum.
Forstjóri segir réttlætanlegt að segja óbólusettum upp
Scott Kirby forstjóri bandaríska flugfélagsins United Airlines segir fullkomlega réttlætanlegt að segja því starfsfólki upp störfum sem hafnar bólusetningum við COVID-19. Á sjö vikum er nánast allt starfsfólk fyrirtækisins bólusett.
United Airlines hefur áætlunarflug til tveggja borga
Daglegt áætlunarflug bandaríska flugfélagsins United Airlines til Íslands hefst að nýju 3. júní næstkomandi. Þann dag verður flogið milli New York og Íslands líkt og félagið gerði áður. Skömmu síðar hefst áætlunarflug milli Íslands og Chicago í Illinois.
Farþeginn jafnar sig á sjúkrahúsi
David Dao, læknir sem dreginn var með valdi úr flugvél  bandaríska flugfélagsins United Airlines liggur á sjúkrahúsi í Chicago til að ná sér eftir átökin.
12.04.2017 - 11:06