Færslur: UNICEF

Allt að 250.000 börn í klóm vígasveita
Tugir og jafnvel hundruð þúsunda barna, drengja og stúlkna, eru þvinguð til hermennsku á hinum fjölmörgu átakasvæðum heimsins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Unicef, sem gefin er út í tilefni Dags rauðu handarinnar hinn 12. febrúar, sem tileinkaður er baráttunni gegn notkun barna í hernaði.
11.02.2019 - 03:04
Viðtal
Óvenjustór hluti fylgdarlaus börn
Erna Kristín Blöndal, stjórnarformaður UNICEF á Íslandi segir meirihluta þeirra Róhinga sem hafa flúið ofsóknir í Mjanmar börn. Þá sé óvenjustór hluti þeirra fylgdarlaus börn. Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að að sex herforingjar í mjanmarska hernum verði sóttir til saka.
28.08.2018 - 09:54
Erlent · Asía · Bangladess · Róhingjar · Mjanmar · UNICEF
Strangt landamæraeftirlit eykur þjáningu
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur gefið út nýja skýrslu um málefni flóttabarna í Mið-Ameríku og Mexíkó þar sem fram kemur að ofbeldi, glæpir og fátækt eru jafnt orsök sem afleiðing fólksflótta. Kallað er eftir tafarlausum aðgerðum og segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi að strangt landamæraeftirlit sé ekki lausnin.
16.08.2018 - 10:52
Stríð gegn börnum
Í Jemen, einu fátækasta ríki heims, ríkir gífurleg neyð, þá sérstaklega meðal barna. Nýjasta söfnunarátak UNICEF á Íslandi mun hefjast með einskonar gjörningi í Listasafni Reykjavíkur þar sem að sögur barnanna munu fá að heyrast.
09.05.2018 - 09:00
„Erum þakklát og hrærð“
Yfir 1.850 ákváðu að gerast heimsforeldrar UNICEF í dag, á degi rauða nefsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu UNICEF. Auk þeirra hækkaði fjöldi núverandi heimsforeldra mánaðarlegt framlag sitt til verkefnisins. Auk þess söfnuðust um fimm og hálf milljón króna í stökum framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum.
10.06.2017 - 01:12
Börn og konur í mikilli hættu
Leið flóttamanna frá Norður Afríku yfir Miðjarðarhafið til Evrópu er ein sú hættulegasta í heimi fyrir konur og börn, samkvæmt nýrri skýrslu sem UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna birti í dag. Helmingur þeirra sem rætt var við í skýrslunni segist hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun á leiðinni frá heimahögum sínum í Afríku í leit að betra lífi í Evrópu. Næstum 26 þúsund börn fóru fylgdarlaus yfir Miðjarðarhafið í fyrra; helmingi fleiri en árið 2015.
28.02.2017 - 11:40
Þúsundir barna deyja vegna loftmengunar
Um 300 milljón börn búa við svo hættulega mengun að hún getur valdið alvarlegum líkamlegum skaða. Þar á meðal getur mengunin haft áhrif á þróun heilans. Þetta kemur fram í skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF.
Unicef óttast um afdrif barna í Mosul
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, Unicef, óttast að fjöldi barna gæti þurft að flýja heimili sín, orðið innlyksa í víglínu eða orðið fyrir skotárásum í Mosul. Peter Hawkins, starfsmaður Unicef í Írak, segir í fréttatilkynningu Unicef að börn í Mosul hafa þurft að þola nóg síðustu tvö ár. Kallað er eftir því að allir hlutaðeigandi virði mannréttindalög og verndi börn.
18.10.2016 - 02:13
Helmingur allra flóttamanna eru börn
Nærri 50 milljónir barna hafa þurft að yfirgefa heimili sín, ýmist vegna stríðsátaka eða í leit að betra og öruggara lífi af öðrum ástæðum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF um stöðu barna á flótta á heimsvísu.
07.09.2016 - 01:50
Um milljón börn alvarlega vannærð í Afríku
Nærri ein milljón barna í suður- og austurhluta Afríku þjást af alvarlegri vannæringu vegna þurrka og veðurfyrirbærisins El Nino að sögn Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Matar- og vatnsskortur blasir við börnum á svæðinu. Fjölskyldur sleppa máltíðum og selja eigur sínar vegna hækkandi verðs.
17.02.2016 - 06:20
Erlent · Afríka · UNICEF
Kallað eftir samstöðu gegn umskurði kvenna
Að minnsta kosti 200 milljónir kvenna og stúlkna í 30 löndum eru umskornar samkvæmt nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Helmingur þeirra kemur frá þremur löndum, Egyptalandi, Eþíópíu og Indónesíu. Á morgun er alþjóðlegur dagur umburðarleysis gegn umskurn kvenna.
05.02.2016 - 04:47
Ungmennum sem deyja úr eyðni fjölgar
Þrefalt fleiri ungmenni láta lífið vegna eyðni í dag en fyrir fimmtán árum síðan. Flest þeirra smituðust sem ungabörn.
27.11.2015 - 02:47
Sýndarveruleiki flóttamanna
Getur sýndarveruleiki hjálpað okkur við að nálgast reynslu flóttamanna út frá okkar eigin mennsku — og nálgast þá þannig sem manneskjur?
08.10.2015 - 17:37
  •