Færslur: UNICEF

Jóladagatal
Gott að vera góður um jólin
Það hafa ansi margir þann sið að gera góðverk um jólin. Það er af nógu að velja í þeim efnum og góðgerðarfélögin mörg, bæði sem aðstoða hér á landi eða erlendis.
17.12.2019 - 10:55
Þriðjungur barna glímir við næringarvanda
Þriðjungur þeirra 700 milljón barna í heiminum sem eru undir fimm ára aldri er annað hvort vannærður eða of þungur, sem getur valdið þeim heilsufarsvandamálum langt fram á fullorðinsár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálparsjóði Sameinuðu þjóðanna. 
15.10.2019 - 03:33
Sjónarhóll barnsins í forgrunni HEIMA
Þreyta, hungur og kuldi er raunveruleiki fyrstu sólarhringa fylgdarlausra barna og ungmenna sem leita að alþjóðlegri vernd hér á landi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtölum UNICEF á Íslandi við 31 barn sem kom hingað til lands á árunum 2016 til 2018 í leit að alþjóðlegri vernd. Viðtölin voru tekin vegna verkefnisins HEIMA, þar sem UNICEF skoðar móttöku barna út frá sjónarhorni barnanna sjálfra. Rætt var við börn á aldrinum 7 til 18 ára, auk ungmenna á aldrinum 18 til 21 árs.
Fagnar boðuðum aðgerðum ráðherra í þágu barna
Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi fagnar boðuðum aðgerðum félags- og barnamálaráðherra vegna þeirrar tölfræði sem UNICEF birti í síðustu viku. Þar kom fram að um 13 þúsund barna verði fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára afmælisdaginn sinn, eða um 16,4 prósent.
29.05.2019 - 11:40
Rúm 16% barna hafa verið beitt ofbeldi
Eitt af hverjum fimm börnum á Íslandi hefur verið beitt líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Þetta eru niðurstöður samantektar sem Rannsókn og greining og Stígamót unnu fyrir Unicef. Samtökin telja að ofbeldi sé ein helsta ógnin sem steðjar að börnum hér á landi.
22.05.2019 - 07:58
Allt að 250.000 börn í klóm vígasveita
Tugir og jafnvel hundruð þúsunda barna, drengja og stúlkna, eru þvinguð til hermennsku á hinum fjölmörgu átakasvæðum heimsins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Unicef, sem gefin er út í tilefni Dags rauðu handarinnar hinn 12. febrúar, sem tileinkaður er baráttunni gegn notkun barna í hernaði.
11.02.2019 - 03:04
Viðtal
Óvenjustór hluti fylgdarlaus börn
Erna Kristín Blöndal, stjórnarformaður UNICEF á Íslandi segir meirihluta þeirra Róhinga sem hafa flúið ofsóknir í Mjanmar börn. Þá sé óvenjustór hluti þeirra fylgdarlaus börn. Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að að sex herforingjar í mjanmarska hernum verði sóttir til saka.
28.08.2018 - 09:54
Erlent · Asía · Bangladess · Róhingjar · Mjanmar · UNICEF
Strangt landamæraeftirlit eykur þjáningu
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur gefið út nýja skýrslu um málefni flóttabarna í Mið-Ameríku og Mexíkó þar sem fram kemur að ofbeldi, glæpir og fátækt eru jafnt orsök sem afleiðing fólksflótta. Kallað er eftir tafarlausum aðgerðum og segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi að strangt landamæraeftirlit sé ekki lausnin.
16.08.2018 - 10:52
Stríð gegn börnum
Í Jemen, einu fátækasta ríki heims, ríkir gífurleg neyð, þá sérstaklega meðal barna. Nýjasta söfnunarátak UNICEF á Íslandi mun hefjast með einskonar gjörningi í Listasafni Reykjavíkur þar sem að sögur barnanna munu fá að heyrast.
09.05.2018 - 09:00
„Erum þakklát og hrærð“
Yfir 1.850 ákváðu að gerast heimsforeldrar UNICEF í dag, á degi rauða nefsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu UNICEF. Auk þeirra hækkaði fjöldi núverandi heimsforeldra mánaðarlegt framlag sitt til verkefnisins. Auk þess söfnuðust um fimm og hálf milljón króna í stökum framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum.
10.06.2017 - 01:12
Börn og konur í mikilli hættu
Leið flóttamanna frá Norður Afríku yfir Miðjarðarhafið til Evrópu er ein sú hættulegasta í heimi fyrir konur og börn, samkvæmt nýrri skýrslu sem UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna birti í dag. Helmingur þeirra sem rætt var við í skýrslunni segist hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun á leiðinni frá heimahögum sínum í Afríku í leit að betra lífi í Evrópu. Næstum 26 þúsund börn fóru fylgdarlaus yfir Miðjarðarhafið í fyrra; helmingi fleiri en árið 2015.
28.02.2017 - 11:40
Þúsundir barna deyja vegna loftmengunar
Um 300 milljón börn búa við svo hættulega mengun að hún getur valdið alvarlegum líkamlegum skaða. Þar á meðal getur mengunin haft áhrif á þróun heilans. Þetta kemur fram í skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF.
Unicef óttast um afdrif barna í Mosul
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, Unicef, óttast að fjöldi barna gæti þurft að flýja heimili sín, orðið innlyksa í víglínu eða orðið fyrir skotárásum í Mosul. Peter Hawkins, starfsmaður Unicef í Írak, segir í fréttatilkynningu Unicef að börn í Mosul hafa þurft að þola nóg síðustu tvö ár. Kallað er eftir því að allir hlutaðeigandi virði mannréttindalög og verndi börn.
18.10.2016 - 02:13
Helmingur allra flóttamanna eru börn
Nærri 50 milljónir barna hafa þurft að yfirgefa heimili sín, ýmist vegna stríðsátaka eða í leit að betra og öruggara lífi af öðrum ástæðum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF um stöðu barna á flótta á heimsvísu.
07.09.2016 - 01:50
Um milljón börn alvarlega vannærð í Afríku
Nærri ein milljón barna í suður- og austurhluta Afríku þjást af alvarlegri vannæringu vegna þurrka og veðurfyrirbærisins El Nino að sögn Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Matar- og vatnsskortur blasir við börnum á svæðinu. Fjölskyldur sleppa máltíðum og selja eigur sínar vegna hækkandi verðs.
17.02.2016 - 06:20
Erlent · Afríka · UNICEF
Kallað eftir samstöðu gegn umskurði kvenna
Að minnsta kosti 200 milljónir kvenna og stúlkna í 30 löndum eru umskornar samkvæmt nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Helmingur þeirra kemur frá þremur löndum, Egyptalandi, Eþíópíu og Indónesíu. Á morgun er alþjóðlegur dagur umburðarleysis gegn umskurn kvenna.
05.02.2016 - 04:47
Ungmennum sem deyja úr eyðni fjölgar
Þrefalt fleiri ungmenni láta lífið vegna eyðni í dag en fyrir fimmtán árum síðan. Flest þeirra smituðust sem ungabörn.
27.11.2015 - 02:47
Sýndarveruleiki flóttamanna
Getur sýndarveruleiki hjálpað okkur við að nálgast reynslu flóttamanna út frá okkar eigin mennsku — og nálgast þá þannig sem manneskjur?
08.10.2015 - 17:37
  •