Færslur: UNICEF

Viðtal
Vinnuveitendur hvattir til að sýna starfsfólki skilning
UNICEF á Íslandi hvetur vinnuveitendur til að sýna foreldrum skilning í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða. Jafnframt að senda skýr skilaboð til starfsmanna um að hægt sé að forgangsraða verkefnum. Hætt sé við að fólk sem vinnur heima hjá sér sinni börnum sínum yfir daginn og öll vinna sitji eftir.
Spegillinn
Stærsta bólusetningarverkefni sögunnar
Framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi segir verkefni Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna að bólusetja íbúa um 90 fátækra landa í heiminum gegn COVID-19 sé tvímælalaust stærsta bólusetningarverkefni sögunnar. Fyrstu bólusetningarnar hófust í dag á Fílabeinsströndinni í Vestur-Afríku.
01.03.2021 - 17:03
Vilja koma börnum úr flóttamannabúðum á Sýrlandi
Barnahjálparsjóður Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, kallar eftir því að börn og ungmenni sem eru í flóttamannabúðum eða fangelsum í norðaustanverðu Sýrlandi verði hleypt heim. Ákallið kemur eftir að fjögur börn fórust í eldsvoða í yfirfullum flóttamannabúðum í Al-Hol í gær. 
01.03.2021 - 02:30
Myndskeið
Bráðavannæring blasir við helmingi barna undir 5 ára
Bráðavannæring blasir við helmingi allra barna yngri en fimm ára í Jemen. Þau telja um 2,3 milljónir. Fiskverð í landinu hefur hækkað um allt að 80 prósent síðastliðinn mánuðinn vegna stöðugra stríðsátaka.
14.02.2021 - 18:37
Myndskeið
Ævar Þór fyrsti sendiherra UNICEF á Íslandi
Ævar Þór Benediktsson, Ævar vísindamaður, tók í dag við hlutverki sendiherra barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Ævar Þór er fyrsti Íslendingurinn sem hlýtur þessa nafnbót, en af öðrum sendiherrum landsnenfnda víðar um heim má nefna sönkonuna Pink, leikarann Evan McGregor og knattspyrnumanninn Sergio Ramos.
24.01.2021 - 14:28
Bandaríkjamenn skilgreina Húta nú sem hryðjuverkasamtök
Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna lýsti því yfir síðdegis í gær að Hútar, samtök síja-múslíma, sem löngum hafa herjað á Jemen verði skilgreind sem hryðjuverkasamtök.
myndskeið
Unicef hjálpar fátækum börnum í Bretlandi
Unicef í Bretlandi ætlar að gefa efnalitlum barnafjölskyldum í landinu mat. Leiðtogi neðri deildar breska þingsins er ekki sáttur við framtakið. Framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi, Birna Þórarinsdóttir, segir að efnahagsþrengingar vegna COVID-19 ýti milljónum fjölskyldna yfir lífshættulegan þröskuld sárafátæktar.
18.12.2020 - 19:30
Myndskeið
Segja mikilvægt að öll börn í heiminum fái sama rétt
„Það er sumt sem fullorðið fólk fattar ekki en börn geta fattað," segir níu ára nemandi í Giljaskóla á Akureyri. Skólinn fékk í dag viðurkenningu sem Réttindaskóli UNICEF. Þá fékk Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður, viðurkenningu Barnaheilla.
Viðtal
Barnasáttmálinn hefur áhrif á snjómokstur og samgöngur
Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir að stjórnvöld hafði gert mikið til að bæta réttindi íslenskra barna. Alþjóðadagur barna og afmælisdagur Barnasáttmálans er í dag. Birna segir unnið sé að því með fjölmörgum sveitarfélögum að innleiða Barnasáttmálann í starfsemi þeirra, eins og skóla- og íþróttastarf, snjómokstur og almenningssamgöngur.
Hressingarhæli nýtt í þágu lýðheilsu og geðræktar
Hressingarhælið í Kópavogi verður nýtt í þágu lýðheilsu og geðræktar. Kópavogsbær tilkynnti þessi áform í dag 10. október í tilefni Alþjóða geðheilbrigðisdagsins. Húsið, sem teiknað var af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins, hefur alla tíð tengst heilbrigðismálum í Kópavogi.
Barnadauði gæti aukist vegna COVID-19
Sameinuðu þjóðirnar óttast að áhrif COVID-19 á heilbrigðiskerfið eigi eftir að stofna lífi milljóna barna á heimsvísu í hættu. Mikil framfaraskref hafa verið stigin til þess að koma í veg fyrir og meðhöndla sjúkdóma sem valda dauða ungra barna síðustu þrjá áratugi.
09.09.2020 - 03:28
Velferð íslenskra barna í meðallagi
Ísland er í 24. sæti af 41 landi Evrópusambandsins og OECD þegar borin er saman velferð barna í efnameiri ríkjum heims. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu í ritröð rannsóknarmiðstöðvar UNICEF. Ísland er í öðru sæti þegar kemur að lögum og reglum sem settar hafa verið til að gæta að velferð barna, en árangur í að tryggja félagslega færni dregur Ísland töluvert neðar á listanum.
03.09.2020 - 10:13
Sex ára safna fé til aðstoðar Jemenum
Tveir ungir breskir drengir hafa náð að safna sem nemur 6,5 milljónum íslenskra króna með því að selja límonaði úti á götu.
03.08.2020 - 02:43
Þriðja hvert barn mælist með blýeitrun
Eitt af hverjum þremur börnum mælist með blý í hættulegu magni blóði sínu, sem líklegt er til að valda verulegum, langtíma heilsufarsskaða.
30.07.2020 - 09:33
Börn síður bólusett í faraldrinum
Milljónir barna á heimsvísu fengu ekki lífsnauðsynlegar bólusetningar á árinu. Ástæðan er rakin til COVID-nítján faraldursins. Í 68 löndum, hið minnsta, höfðu takmarkanir tengdar faraldrinum þær afleiðingar að ekki var farið með ungabörn í bólusetningu við sjúkdómum eins og barnaveiki, mislingum, stífkrampa og kíghósta.
Fjölskyldumeðlimir Marleys syngja One Love gegn COVID
Nokkrir fjölskyldumeðlimir Bobs Marley ætla að syngja saman lagið One Love til styrktar barna sem standa höllum fæti vegna kórónuveirufaraldursins. Styrktarátakið er að frumkvæði Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF).
10.07.2020 - 08:56
Umskurn stúlkna gerð refsiverð í Súdan
Stjórnvöld í Súdan samþykktu í vikunni að banna umskurn stúlkubarna. Skal slík limlesting hér eftir teljast refsivert athæfi og falla undir hegningarlög. Viðurlög við broti gegn banninu eru þriggja ára fangelsi og sektir. Baráttusamtök gegn umskurn og limlestingu stúlkna og kvenna fagna lögunum og á vef Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna segir að þau marki tímamót í réttindamálum stúlkna í landinu.
01.05.2020 - 06:55
Svikahrappur herjar á UNICEF og segir starfsfólk látið
Óprúttinn einstaklingur herjar nú á UNIFEC á Íslandi, en viðkomandi sendir fólki skilaboð á samfélagsmiðlinum LinkedIn. Hann villir á sér heimildir sem yfirmaður ráðningamála og segist vera í leit að fjármálastjóra fyrir samtökin á Íslandi.
21.04.2020 - 09:14
Jóladagatal
Gott að vera góður um jólin
Það hafa ansi margir þann sið að gera góðverk um jólin. Það er af nógu að velja í þeim efnum og góðgerðarfélögin mörg, bæði sem aðstoða hér á landi eða erlendis.
17.12.2019 - 10:55
Þriðjungur barna glímir við næringarvanda
Þriðjungur þeirra 700 milljón barna í heiminum sem eru undir fimm ára aldri er annað hvort vannærður eða of þungur, sem getur valdið þeim heilsufarsvandamálum langt fram á fullorðinsár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálparsjóði Sameinuðu þjóðanna. 
15.10.2019 - 03:33
Sjónarhóll barnsins í forgrunni HEIMA
Þreyta, hungur og kuldi er raunveruleiki fyrstu sólarhringa fylgdarlausra barna og ungmenna sem leita að alþjóðlegri vernd hér á landi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtölum UNICEF á Íslandi við 31 barn sem kom hingað til lands á árunum 2016 til 2018 í leit að alþjóðlegri vernd. Viðtölin voru tekin vegna verkefnisins HEIMA, þar sem UNICEF skoðar móttöku barna út frá sjónarhorni barnanna sjálfra. Rætt var við börn á aldrinum 7 til 18 ára, auk ungmenna á aldrinum 18 til 21 árs.
Fagnar boðuðum aðgerðum ráðherra í þágu barna
Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi fagnar boðuðum aðgerðum félags- og barnamálaráðherra vegna þeirrar tölfræði sem UNICEF birti í síðustu viku. Þar kom fram að um 13 þúsund barna verði fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára afmælisdaginn sinn, eða um 16,4 prósent.
29.05.2019 - 11:40
Rúm 16% barna hafa verið beitt ofbeldi
Eitt af hverjum fimm börnum á Íslandi hefur verið beitt líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Þetta eru niðurstöður samantektar sem Rannsókn og greining og Stígamót unnu fyrir Unicef. Samtökin telja að ofbeldi sé ein helsta ógnin sem steðjar að börnum hér á landi.
22.05.2019 - 07:58
Allt að 250.000 börn í klóm vígasveita
Tugir og jafnvel hundruð þúsunda barna, drengja og stúlkna, eru þvinguð til hermennsku á hinum fjölmörgu átakasvæðum heimsins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Unicef, sem gefin er út í tilefni Dags rauðu handarinnar hinn 12. febrúar, sem tileinkaður er baráttunni gegn notkun barna í hernaði.
11.02.2019 - 03:04
Viðtal
Óvenjustór hluti fylgdarlaus börn
Erna Kristín Blöndal, stjórnarformaður UNICEF á Íslandi segir meirihluta þeirra Róhinga sem hafa flúið ofsóknir í Mjanmar börn. Þá sé óvenjustór hluti þeirra fylgdarlaus börn. Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að að sex herforingjar í mjanmarska hernum verði sóttir til saka.
28.08.2018 - 09:54
Erlent · Asía · Bangladess · Róhingjar · Mjanmar · UNICEF