Færslur: Unglingar

1.193 börn bíða eftir sálfræðigreiningu eða -meðferð
1.193 börn um allt land bíða eftir greiningu eða meðferð við geðrænum og sálrænum vanda. Fjölmennastur er biðlistinn á Þroska- og hegðunarstöð þar sem 584 börn bíða greiningar. 107 börn bíða eftir greiningu og meðferð á barna- og unglingageðdeild Landspítala, BUGL og níu börn eru á biðlista eftir innlögn á deildina.
Þetta er áskorun, segir bæjarstjórinn í Reykjanesbæ
Eitt af hverjum tíu ungmennum á Suðurnesjum var hvorki í vinnu né skóla árið 2018 og mældist það hæsta hlutfallið á landinu. Þetta kom fram í tölum sem Hagstofa Íslands birti í morgun. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ segir að gripið hafi verið til fjölbreyttra aðgerða til að efla stöðu ungs fólks á svæðinu og er bjartsýnn á árangurinn.
06.08.2020 - 17:41
Meira en tíundi hver 19 ára hvorki í vinnu né skóla
Fleiri íslensk ungmenni voru hvorki í námi né vinnu árið 2018 en árið áður. Mesta aukningin varð hjá 19 ára ungmennum, en meira en tíundi hver á þeim aldri var í þessum hópi. Hæsta hlutfallið var á Suðurnesjum og leita þarf aftur til ársins 2009 til að finna sambærilegar tölur.
06.08.2020 - 10:40
Vinnuskólinn rúmum 200 milljónum dýrari en áætlað var
Talsvert meiri aðsókn var í Vinnuskóla Reykjavíkur í sumar en búist hafði verið við, starfstími ungmennanna var lengdur og fjölga þurfti starfsfóki Vinnuskólans. Kostnaðurinn jókst talsvert vegna þessa.
24.07.2020 - 15:03
Sjaldan leitað eins margra barna og í júní
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 25 beiðnir í júní um að leita að týndum ungmennum. Það er talsvert yfir meðaltali og sjaldan hafa svo margar beiðnir borist um leit að ungmenni í einum og sama mánuðinum. Ekki er óalgengt að leita þurfi sömu ungmennanna ítrekað og hefur lögregla til dæmis þurft að leita hátt í 60 sinnum að sama unglingnum.
Tíu prósent 10. bekkinga segjast aldrei sofa nóg
Íslensk ungmenni sofa ekki nóg og rétt um helmingi þeirra finnst þau ekki fá nægan svefn. Um 10% nemenda í 10. bekk leggja sig í meira en klukkutíma á dag og eftir því sem þau sofa meira meta þau andlega og líkamlega heilsu sína betri. Unglingar sem drekka orkudrykki eru líklegri til að sofa of lítið. Tíu prósent 10. bekkinga segjast aldrei sofa nóg
28.05.2020 - 14:26
Fátækum unglingum líður verr
Fjárhagur foreldra hefur mikil áhrif á hvernig íslenskum unglingum líður. Þetta er á meðal helstu niðurstaðna alþjóðlegrar könnunar um heilsu og líðan ellefu, þrettán og fimmtán ára barna.
21.05.2020 - 14:29
SamFestingi Samfés frestað fram í maí
Stjórn Samfés, samtaka félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi hefur tekið þá ákvörðun að fresta SamFestingnum 2020 vegna COVID-19. SamFestingurinn átti að fara fram 20.-21. mars í Laugardalshöll en mun fara fram 22.- 23. maí.
09.03.2020 - 16:06
 · Innlent · Samfés · Unglingar
Myndband
Takkasímarnir sækja í sig veðrið á ný
Aldurshópurinn 18 til 24 ára er sá hópur þar sem fæstir eiga snallsíma samkvæmt nýrri norrænni könnun. Ungt fólk í nágrannalöndum kýs í auknum mæli minna áreiti og salan á gamla góða takkasímanum hefur aukist.
15.12.2019 - 20:43
Kastljós
Gömul brot en ný birtingamynd
„Við sjáum að það er talsverð umferð á Íslandi af þeim sem eru að skoða kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum hefur aukist með stórauknu aðgengi barna og unglinga að netinu. Bent er á að auka þurfi forvarnir og fræðslu stórlega. 
09.12.2019 - 21:04
Viðtal
Vanlíðanin mest meðal pólskra og asískra ungmenna
Ungmenni af erlendum uppruna njóta síður stuðnings foreldra, vina og bekkjarfélaga, en ungmenni af íslenskum uppruna. Það skýrir að hluta verri líðan og minni lífsánægju þeirra. Önnur atriði, svo sem bágari efnahagur fjölskyldu, að búa ekki hjá báðum foreldrum eða að foreldrar séu án atvinnu, tengjast einnig verri líðan og minni lífsánægju ungmenna. 
Fréttabörn segja vel hafa tekist til
Börn ganga í hlutverk fréttafólks á barnaþingi sem haldið er í Hörpu í dag. Unga fréttafólkið sér um að miðla upplýsingum til almennings af þinginu. Þau taka myndir, viðtöl við þátttakendur þingsins, og halda umræðunni lifandi á samfélagsmiðlum. Eiður Axelsson, einn þeirra sem sinnir hlutverkinu, segir mikla ábyrgð fylgja fjölmiðlahlutverkinu. Þingið hafi verið frábært í alla staði.
22.11.2019 - 18:08
Viðtal
Boðvald ekki árangursríkt við forvarnir
Lögð verður sérstök áhersla á fræðslu um rafrettunotkun, neyslu orkudrykkja og svefn á forvarnadegi forseta Íslands sem haldinn verður á miðvikudag í flestum grunn- og framhaldsskólum landsins. Forseti Íslands segir að brýnt að beita ekki óttastjórnun við forvarnir. Sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis segir að horfast þurfi í augu við það að rafrettunotkun sé ekki hættulaus.
30.09.2019 - 16:24
Börn ekki nægilega meðvituð um sín réttindi
Alfa Dröfn Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri Barnvæns sveit­ar­fé­lags á Akureyri, segir börn í bænum ekki nægilega meðvituð um réttindi sín. Hún sagði á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun að fræðsla væri lykilinn að því að breyta því.
11.09.2019 - 11:36
Slakað á í eineltismálum í kjölfar uppsveiflu
Einelti virðist hafa aukist við uppsveiflu í efnahagslífinu. „Í kjölfar hrunsins, frá 2008-2011, lækkaði einelti hjá okkur. Síðan hefur þetta heldur farið upp á við. Eitthvað hefur slakað á í samfélaginu og það er kannski í kjölfar þess að efnahagurinn batnar,“ segir Þorlákur Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Olweusaráætlunarinnar. Skólar og starfsfólk hafi verið sérstaklega meðvitað um að einelti gæti aukist í kreppunni. Fleira spili þó inni í en staða efnahagsmála.
04.09.2019 - 12:40
Útivistartími barna breytist í dag
Útivistartími barna tekur breytingum í dag. Börn, tólf ára og yngri, mega vera úti til klukkan átta. Þrettán til sextán ára unglingar mega vera úti til klukkan tíu. Aldur miðast við fæðingarár. Útivistarreglurnar eru samkvæmt barnaverndarlögum og þeim er meðal annars ætlað að tryggja nægan svefn barna og unglinga.
01.09.2019 - 11:25
Lægra hlutfall innflytjenda útskrifast
Lægra hlutfall innflytjenda en innfæddra útskrifast úr framhaldsskólum hér á landi, samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Skólaárið 2016 til 2017 útskrifuðust 24 prósent fólks á aldrinum 18 til 22 ára með íslenskan bakgrunn. Sé litið til fjölda fólks á þessum aldri sem er fætt erlendis og á eitt erlent foreldri er hlutfall útskrifaðra af mannfjölda 16,5 prósent. Meðal innflytjenda er hlutfallið töluvert lægra, eða 8 prósent.
04.04.2019 - 11:04
Ásmundur Einar vill lágþröskuldaúrræði
Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra segir að fyrsta verk ráðuneytis hans, í framhaldi af niðurstöðum rannsóknar á líðan barna og ungmenna um vaxandi vanlíðan ungmenna hér, sé að kalla til fundar fulltrúa annarra ráðuneyta, sveitarfélaga og skólanna. Þar þurfi að ræða hvort hægt sé að koma hér upp svonefndu lágþröskuldaúrræði, eins og gert hafi verið í Danmörku.
14.01.2019 - 08:11
Myndskeið
„Depurð meðal íslenskra unglinga er meiri“
Íslenskir unglingar eru daprari en áður, samkvæmt nýrri rannsókn. Um fjörutíu prósent nemenda í 10. bekk fundu fyrir depurð vikulega eða oftar. Rannsakandi telur skjátíma hafa mikil áhrif. Einungis í Svíþjóð líður unglingum verr.
13.01.2019 - 20:35
Skjánotkun veldur unglingum streitu og verkjum
Streita og álag og verkir tengdir því eru að aukast meðal norskra unglinga samkvæmt nýrri rannsókn sem Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Þrándheimi, birti nýlega. Stelpur virðast samkvæmt rannsókninni frekar upplifa álag og verki og vill Hermundur tengja það við veika sjálfsmynd sem aftur má svo tengja við notkun samfélagsmiðla.
05.07.2018 - 15:43
Ellefu prósent tíundubekkinga notað róandi lyf
Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur. Fréttablaðið segir frá þessu í dag og vitnar í nýja könnun Rannsókna og greiningar, sem kannar reglulega vímuefnaneyslu unglinga. Haft er eftir Álfgeiri Kristjánssyni, dósent í sálfræði, að neysla slíkra lyfja hafi aukist mikið á undanförnum árum. Neysla annarra vímuefna, svo sem áfengis og kannabisefna, hafi hins vegar dregist talsvert saman.
26.06.2018 - 04:13
Táningar sofa of lítið
Sænskir unglingar sofa of lítið og mun minna en jafnaldrar þeirra gerðu fyrir 30 árum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerð var við háskólann í Karlstad í Svíþjóð. Samkvæmt rannsókninni fær aðeins helmingur 13 ára barna nægilegan svefn á virkum dögum. Fimmtán ára unglingar sofa jafnvel enn minna. Ekki er slegið föstu hverju um er að kenna en grunurinn beinist að snjalltækjum.
17.02.2017 - 10:03