Færslur: Ungbarnaleikskólar

Áttundi tími barna í dagvistun mögulega niðurgreiddur
Öll börn á Akureyri ættu að komast á leikskóla við 12 mánaða aldur haustið 2021. Formaður fræðsluráðs segir mögulegt að áttundi tími allra barna í dagvistun verði niðurgreiddur eftir áramót.
26.11.2019 - 13:43
Reynsla
Gjá sem grefur undan fjölskyldum
Það að eignast barn veldur straumhvörfum í lífi fólks. Það hefst nýr kafli. Sá veruleiki sem tekur á móti foreldrum fyrstu árin eftir fæðingu barns getur þó líka valdið straumhvörfum. Leitt til þess að foreldrar séu heima án tekna mánuðum saman, missi jafnvel vinnuna .Ef kerfið væri fullkomið væri í því samfella; fyrst færu foreldrar í fæðingarorlof og að því loknu tæki eitthvað annað við, dagforeldrar eða leikskóli. Því er ekki alltaf fyrir að fara.