Færslur: UNESCO

Vill fleiri handrit að láni í lengri tíma
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, vill að breytingar verði gerðar á handritasáttmálanum við dönsk stjórnvöld svo Íslendingar geti fengið fleiri handrit lánuð til lengri tíma. 
Fjöldi menningarminja eyðilagðar í Úkraínu
Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að minnst 53 sögulega verðmætar byggingar hafa verið eyðilagðar í Úkraínu, síðan Rússar gerði innrás í landið fyrir rúmum mánuði síðan. Þar á meðal eru söfn, kirkjur og aðrar menningarminjar.
02.04.2022 - 02:45
Súðbyrðingurinn á skrá yfir óáþreifanlegan menningararf
UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, samþykkti í dag að skrá smíði og notkun súðbyrðinga á skrá sína yfir óáþreifanlegan menningararf. Súðbyrðingar eru bátar sem hafa verið notaðir á Norðurlöndum í um tvö þúsund ár og eru sérstök norræn gerð báta.
Endurreisn skólakerfis Haítí er kapphlaup við tímann
Stjórnvöld á Haítí keppast nú við að koma nemendum aftur að skólaborðinu eftir að harður jarðskjálfti reið yfir í síðasta mánuði. Allt kapp er lagt á að skólaárið fari ekki til spillis.
05.09.2021 - 03:24
Vilja síðdegisspjallið á heimsminjaskrá UNESCO
Það er alþekkt hefð á Spáni að færa stóla út fyrir hússins dyr er degi tekur að halla og taka upp hjal við nágrannana um heimsins gagn og nauðsynjar. Nú hefur bæjarstjórinn í spænska smábænum Algar lagt inn umsókn um að spjallið verði fært á heimsminjaskrá menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Þar er skoðun á málinu hafin.
10.08.2021 - 11:45
Dómstóll stöðvar gangagerð við Stonehenge
Breskur dómstóll hefur snúið ákvörðun bresku ríkisstjórnarinnar, sem veitt hafði leyfi til byggingar jarðganga skammt frá Stonehenge, einum helstu menningarminjum landsins
03.08.2021 - 13:00
Sjónvarpsfrétt
Liverpool ekki lengur á heimsminjaskrá UNESCO
Íbúar bresku borgarinnar Liverpool eru margir ósáttir við að borgin teljist ekki lengur til heimsminja. Þrjátíu og fjórir aðrir staðir bættust á heimsminjaskrá UNESCO í vikunni.
01.08.2021 - 07:30
Heimsminjum á skrá fjölgar um 34
Um það bil sexhundruð kílómetra langur kafli meðfram Dóná var settur á heimsminjaskrá Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna UNESCO. Alls fjölgaði um 34 minjar á skránni þetta árið.
31.07.2021 - 23:56
Múmíur, strandbær og dómkirkja bætast á heimsminjaskrá
Fjölgað hefur nokkuð á heimsminjaskrá UNESCO, Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Meðal þess sem heimsminjanefndin ákvað að skyldi bætast á skrána eru dómkirkja í Mexíkó, forn stjörnuathugunarstöð í Perú og múmíur í Síle.
Stonehenge í hættu ef jarðgöng verða að veruleika
Einar merkustu fornminjar Bretlands, Stonehenge, eiga á hættu að vera fjarlægðar af heimsminjaskrá Unesco.
25.07.2021 - 22:20
UNESCO hyggst breyta minjaskráningu kóralrifsins mikla
Menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hyggst breyta heimsminjaskráningu Kóralrifsins mikla undan austurströnd Ástralíu. Umhverfisráðherra Ástralíu segist ætla að berjast af krafti gegn ákvörðuninni.
Bókmenntaborgin fagnar afmæli með bókagjöf til barna
Á árinu verða tíu ár liðin síðan Reykjavík gekk í hóp bókmenntaborga UNESCO. Afmælinu er fagnað með því að færa öllum eins árs börnum í Reykjavík bók að gjöf.
21.04.2021 - 14:58
Katti Frederiksen hlýtur Vigdísarverðlaunin í ár
Alþjóðlegu menningarverðlaunin sem kennd eru við Vigdísi Finnbogadóttur féllu grænlenska ljóðskáldinu og málvísindakonunni Katti Frederiksen í skaut í gær. Hún er 38 ára og núverandi  núverandi mennta- og menningarmálaráðherra Grænlands. Verðlaunin hlýtur hún fyrir lofsvert framlag í þágu tungumála. 
Myndskeið
Skoða að koma Snæfellsnesi á lista hjá UNESCO
Kanna á kosti þess að koma Snæfellsnesi á lista hjá UNESCO yfir svokölluð mann- og lífhvolfssvæði. Þetta yrði fyrsta slíka svæðið hér á landi. Man and biosphere, eða maður og lífhvolf er heiti áætlunar á vegum UNESCO með það að markmiði að efla samband íbúa og umhverfis. 714 slík svæði eru þegar til í 129 löndum.
Leyndardómsfull málmsúla birtist og hvarf í Tyrklandi
Þriggja metra há málmsúla sem birtist með óútskýrðum hætti á akri í Şanlıurfa-sýslu í suðuausturhluta Tyrklands á föstudaginn er nú horfin. Tyrkneska fréttastofan Anadolu hefur eftir Fuat Demirdil, eiganda akursins, að hann hafi verið furðu lostinn yfir atburðunum öllum.
11.02.2021 - 11:59
Myndskeið
„Mjög stór dagur í sögu náttúruverndar“
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir mikilvægt skref hafa verið stigið í umhverfisvernd á Íslandi með því að fá Vatnajökulsþjóðgarð skráðan á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO.
05.07.2019 - 19:46
Vatnajökulsþjóðgarður á heimsminjaskrá
Heimsminjaráðstefna UNESCO, Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, samþykkti rétt í þessu umsókn Íslands um að bæta Vatnajökulsþjóðgarði á heimsminjaskrá stofnunarinnar.
05.07.2019 - 11:42
Bandaríkin og Ísrael yfirgefa UNESCO
Í gær, nýársdag, varð mennta-, menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, tveimur ríkjum fátækara, þegar Bandaríkin og Ísrael hættu í samstarfinu. Meira en ár er síðan ríkin greindu frá ákvörðun sinni, en Bandaríkin eru eitt stofnríkja UNESCO.
02.01.2019 - 06:15
Þjóðgarður í Kólumbíu á heimsminjaskrá
Chiribiquete-þjóðgarðurinn í Kólumbíu er nú á heimsminjaskrá UNESCO. Óvíða má finna eins mikinn fjölbreytileika plöntulífs en garðurinn er níunda svæðið í Kólumbíu sem fer á lista UNESCO. Juan Manuel Santos, forseti landsins, sagði fyrr á árinu að garðurinn yrði stækkaður um eina og hálfa milljón hektara frá og með gærdeginum. Chiribiquete varð fyrst að þjóðgarði árið 1989.
03.07.2018 - 04:56
Grænlenskar veiðilendur á heimsminjaskrá
Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hefur sett veiðilendur inúíta við Aasivissuit-Nipisat á Grænlandi á heimsminjaskrá. Svæðið er talið hafa mikla sögulega þýðingu hvað varðar veiðar og menningu inúíta í landinu.
01.07.2018 - 14:31
Vilja landnám Eiríks rauða á heimsminjaskrá
Bertel Haarder, menningarmálaráðherra Dana, leggur til að landið sem Eiríkur rauði nam á Grænlandi verði sett á heimsminjaskrá UNESCO, menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þetta eru fimm svæði í Eystribyggð á Suður-Grænlandi
27.01.2016 - 13:09