Færslur: Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa

Karl Gauti kærir niðurstöðuna til ríkissaksóknara
Karl Gauti Hjaltason fyrrverandi alþingismaður ætlar að kæra til ríkissaksóknara niðurfellingu á máli gegn yfirkjörstjórn Norðurlands vestra
Mál yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis fellt niður
Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur fellt niður mál Inga Tryggvasonar, fyrrverandi formanns yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis. Þetta staðfestir Ingi í samtali við fréttastofu. Fullvíst má telja að aðrir í yfirkjörstjórninni fái sambærilegt bréf á næstu dögum. „Það var ekki talið líklegt til sakfellis. Það eru svo sem engin sérstök viðbrögð við þessari niðurstöðu, ég átti alltaf von á þessu,“ segir Ingi í samtali við fréttastofu.
Funduðu samtals í 125 klukkustundir
Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa fundaði í rúmlega 125 klukkustundir áður en hún skilaði niðurstöðu sinni. Að formanninum undanskildum fengu nefndarmenn ekki sérstaklega greitt fyrir störf sín.
Kærir oddvita yfirkjörstjórnar til lögreglu
Jón Þór Ólafsson, fyrrverandi Alþingismaður og umboðsmaður Pírata í nýafstöðnum þingkosningum, hefur lagt fram kæru gegn oddvita yfirkjörstjórnar norðvesturkjördæmis til lögreglu fyrir mögulegt kosningasvindl. Hann segir oddvitann meðal annars hafa með lögbroti skapað sér tækifæri til að svindla á atkvæðunum í Alþingiskosningunum.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Setning Alþingis og niðurstaða kjörbréfanefndar
Forseti Íslands setur Alþingi í dag. Vegna kórónuveirufaraldursins verður aðeins örfáum gestum boðið til þingsetningarinnar. Fljótlega eftir þingsetningu verður greinargerð undirbúningskjörbréfanefndar birt á vef Alþingis.
Fer til MDE ef seinni talningin verður látin gilda
Frambjóðandi sem kærði framkvæmd alþingiskosninganna í Norðvesturkjördæmi segir útilokað að sætta sig við að seinni talning í kjördæminu fái að standa. Málinu verði vísað til Mannréttindadómstóls Evrópu ef Alþingi staðfestir þessa niðurstöðu.
Leggur til uppkosningu eða að seinni talningin gildi
Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa leggur til tvo kosti varðandi niðurstöðuna í Norðvesturkjördæmi. Annað hvort fari fram uppkosning í kjördæminu eða að seinni talningin verði látin gilda. Þetta hefur fréttastofa eftir heimildum sínum. Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar, vildi ekki tjá sig um gögn sem væru í vinnslu innan nefndarinnar.
Úrslit kosninga ráðast á fimmtudag
Næstkomandi fimmtudag ræðst hvort ráðist verður í uppkosningu vegna endurtalningar í Norðvesturkjördæmi eða hvort niðurstöður endurtalningarinnar fái að standa. Þann dag kýs Alþingi um niðurstöður kjörbréfanefndar sem kosin verður strax eftir þingsetningu á þriðjudaginn kemur.
„Brot ekki aðeins staðfest heldur hefur þeim fjölgað“
Karl Gauti Hjaltason, oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, og Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður þriggja frambjóðenda sem misstu sæti sitt þegar atkvæði voru endurtalin í Norðvesturkjördæmi, gera margvíslegar athugasemdir við drög að málsatvikalýsingu sem undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa birti fyrir helgi. Karl Gauti segir að þau brot á kosningalögum sem hann hafi talið upp í kæru sinni hafi ekki aðeins verið staðfest með rannsókn nefndarinnar heldur hafi þeim fjölgað.
Kjörgögn rangt flokkuð við talningu í NV-kjördæmi
Undirbúningskjörbréfanefnd uppgötvaði í vettvangsferð sinni í Borgarnes í dag að einhver kjörgögn höfu verið rangt flokkuð við talningu. Formaður nefndarinnar segir ekki hægt að skera úr um alvarleika þessa fyrr en nefndin hefur fundað.
Nefndin fer mögulega aftur í vettvangsferð
Birgir Ármannsson, formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis, gerir sér vonir um að nefndin geti skilað niðurstöðu í næstu viku. Mögulegt er að nefndin fari aftur í vettvangsferð í Borgarnes til að skoða enn betur flokkun kjörgagna. 
Undirbúningsnefnd á minnst viku eftir
Gert er ráð fyrir að undirbúningskjörbréfanefnd muni starfa út næstu viku hið minnsta. Þetta segir Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar. Nefndin er langt á veg komin með gagnaöflun, sem snýst að mestu um að varpa ljósi á talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi.
Samstaða í störfum undirbúningskjörbréfanefndar
Stíf fundahöld eru enn hjá undirbúningskjörbréfanefnd vegna talningar í Norðvesturkjördæmi. Formaður nefndarinnar segir enn of snemmt að segja til um hvenær störfum nefndarinnar lýkur. Formenn stjórnarflokkanna stefna á að kynna nýja ríkisstjórn í lok næstu viku.
B-seðill í auðum bunka seinkar ekki niðurstöðu
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og fulltrúi í undirbúningskjörbréfanefnd, segir að allt kapp sé lagt á að nefndin ljúki störfum í lok næstu viku. Fundur á atkvæði merktu Framsóknarflokki í röngum bunka breyti engu þar um. Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í nefndinni, fann á miðvikudag í bunka auðra seðla og ógildra, atkvæðaseðil þar sem merkt hafði verið við B-lista Framsóknarflokks.
Atkvæði greitt Framsókn í bunka með auðum seðlum
Undirbúnings kjörbréfanefnd Alþingis fann á miðvikudag, í ferð sinni til Borganess, kjörseðil með gildu atkvæði í bunka sem átti að vera fyrir auða seðla.
Sextán kærur borist vegna þingkosninganna
Sextán kærur hafa borist undirbúningskjörbréfanefnd, langflestar vegna talningar í Norðvesturkjördæmi eftir alþingiskosningarnar í lok september. Kærufrestur rennur út á morgun. Formaður nefndarinnar segir ótímabært að segja til um hvenær málsmeðferð ljúki.
Enn óútséð með þingsetningu
Ekki er enn farið að sjá til lands í vinnu undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa. Kærufrestur rennur út á föstudaginn og ljóst að þing verður ekki kallað saman fyrir þann tíma.
Sjónvarpsfrétt
„Enginn kostur góður í stöðunni“
Frambjóðandi sem kærði kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til Alþingis segir ekki saknæmt að benda á mistök. Annar segir að enginn kostur sé góður í stöðunni. Þrettándi fundur undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa var í dag.
Sjónvarpsfrétt
Nefndin fundaði í 12. sinn - flókið mál segir formaður
Birgir Ármannsson, formaður undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa, segir flókið þegar framkvæmd kosningar er kærð af mörgum aðilum.
Vonast til að lögreglugögn varpi ljósi á talningarmálið
Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa hefur nú fengið gögn frá lögreglunni á Vesturlandi sem varða endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Formaður nefndarinnar vonast til að gögnin varpi ljósi á atburðarásina.