Færslur: Undirbúningskjörbréfanefnd

Karl Gauti kærir niðurstöðuna til ríkissaksóknara
Karl Gauti Hjaltason fyrrverandi alþingismaður ætlar að kæra til ríkissaksóknara niðurfellingu á máli gegn yfirkjörstjórn Norðurlands vestra
Mál yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis fellt niður
Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur fellt niður mál Inga Tryggvasonar, fyrrverandi formanns yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis. Þetta staðfestir Ingi í samtali við fréttastofu. Fullvíst má telja að aðrir í yfirkjörstjórninni fái sambærilegt bréf á næstu dögum. „Það var ekki talið líklegt til sakfellis. Það eru svo sem engin sérstök viðbrögð við þessari niðurstöðu, ég átti alltaf von á þessu,“ segir Ingi í samtali við fréttastofu.
Funduðu samtals í 125 klukkustundir
Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa fundaði í rúmlega 125 klukkustundir áður en hún skilaði niðurstöðu sinni. Að formanninum undanskildum fengu nefndarmenn ekki sérstaklega greitt fyrir störf sín.
Má ætla að annmarkar hafi haft áhrif á niðurstöðu?
Fundur stendur nú á þingi, þar sem til stendur að afgreiða útgáfu kjörbréfa og um leið leiða til lykta talningarmál í Norðvesturkjördæmi.
„Grundvallaratriði að við getum treyst kosningum“
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem var í hópi fimm frambjóðenda sem kærði framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi segir það vera vonbrigði ef Alþingi samþykkir að láta seinni talninguna í kjördæminu standa.
Viðtal
Býst við að Samfylkingin velji uppkosningu
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar ætlar að gera tillögu um uppkosningu því kjörgagna hafi ekki verið gætt með fullnægjandi hætti. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar vill ekki gefa upp hvernig hún muni kjósa á fimmtudaginn.