Færslur: Undanúrslit

Stuðið heldur áfram
Næsta laugardagskvöld, 13. febrúar, heldur Söngvakeppnin áfram á RÚV, en þá verða seinni 6 lögin sem taka þátt í keppninni flutt í beinni útsendingu frá Háskólabíói. Keppnin er með óvenju glæsilegu sniði í ár af því tilefni að nú eru 30 ár liðin síðan Íslendingar tóku fyrst þátt í Eurovision og margt verður um dýrðir. Enn eru nokkrir lausir miðar á viðburðinn. Síðasta laugardag var uppselt í Háskólabíó og stemmningin frábær.