Færslur: Undankeppni HM 2023

Viðtal
„Hrikalega gaman að vera kominn aftur“
Martin Hermannsson skoraði 27 stig í sigri Íslands á Hollandi í undankeppni HM karla í körfubolta í kvöld. Martin sneri þá aftur eftir rúmlega tveggja ára fjarveru frá landsliðinu.
26.11.2021 - 20:48
Íslenskur sigur í fyrsta leik undankeppninnar
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætti Hollendingum nú í kvöld í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2023. Martin Hermannsson kom aftur inn í liðið eftir rúmlega tveggja ára fjarveru.
26.11.2021 - 20:31
Viðtal
Amanda: „Geggjað að fá tækifærið“
Amanda Jacobsen Andradóttir spilaði sinn fyrsta byrjunarliðslandsleik í sigurleiknum gegn Kýpur í kvöld. Þetta var auk þess aðeins annar landsleikur Amöndu en hún spilaði vel og lagði meðal annars upp eitt mark.
26.10.2021 - 22:22
Myndband
Sjáðu mörkin fimm úr leik Íslands og Kýpur
Ísland vann góðan 5-0 sigur á Kýpur á Laugardalsvelli í kvöld. Fimm íslensk mörk litu dagsins ljós en þau má sjá hér í spilaranum fyrir ofan.
26.10.2021 - 22:11
Viðtal
„Alveg ótrúleg framtíð í íslenska kvennalandsliðinu“
Sif Atladóttir kom aftur inn í íslenska kvennalandsliðið eftir tveggja ára hlé þegar hún leiddi liðið inn á völlinn í 5-0 sigri gegn Kýpur í kvöld. Sif segir ótrúlega framtíð búa í íslenska liðinu.
26.10.2021 - 21:41
Viðtal
„Höfum spilað betur en erum ekki fúl yfir 5-0 sigri“
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var sáttur með 5-0 sigurinn gegn Kýpur í kvöld þó hann segi að liðið hafi oft spilað betur.
26.10.2021 - 21:24
Öruggur fimm marka sigur á Kýpur
Ísland mætti Kýpur á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn var þriðji leikur liðsins í undankeppni HM 2023. Ísland hafði öruggan sigur, 5-0, og er nú í öðru sæti C-riðils með sex stig eftir þrjá leiki.
26.10.2021 - 20:50
Fjórar úr byrjunarliðinu gegn Tékkum byrja gegn Kýpur
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur kynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Kýpur á Laugardalsvelli í kvöld. Aðeins fjórir leikmenn sem byrjuðu leikinn gegn Tékkum síðastliðinn föstudag byrja leikinn í kvöld.
26.10.2021 - 17:20
Viðtal
Lakari andstæðingur en alveg jafn mikilvægur leikur
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Kýpur á Laugardalsvelli í kvöld í þriðja leik liðsins í undankeppni HM 2023. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari liðsins, segir mikilvægi leiksins alveg jafn mikið og í síðasta leik þó svo að andstæðingurinn sé lakari.
26.10.2021 - 10:05
Viðtal
Karólína: „Erum allar vanar að vinna leiki“
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu segir liðið vera vant að vinna leiki og ekkert spennufall hafi verið í hópnum eftir sigurinn á Tékkum á föstudag. Leikurinn við Kýpur á morgun snúist um að halda áfram að byggja ofan á þá frammistöðu.
25.10.2021 - 15:46
Blaðamannafundur
Leikmönnum sem gera tilkall til hópsins fer fjölgandi
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Kýpur í undankeppni HM á Laugardalsvelli á morgun. Þorsteinn Halldórsson og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í dag.
25.10.2021 - 12:00
„Akkúrat svona leikur til að ná markatölunni upp"
Kvennalandslið Íslands í fótbolta býr sig nú undir þriðja leikinn í undankeppni HM 2023 en á þriðjudag tekur Ísland á móti Kýpur á Laugardalsvelli. Kýpverjar hafa tapað 8-0 fyrir bæði Hollandi og Tékklandi í riðlinum og ætlun íslenska liðsins gegn Kýpur er að skerpa á sóknarleiknum, segir Sveindís Jane Jónsdóttir.
24.10.2021 - 20:45
Viðtöl
Guðrún: Ekki sjálfsagt að komast í svona sterkt lið
Guðrún Arnardóttir, nýkrýndur Svíþjóðarmeistari í fótbolta með Rosengård, fékk sjaldgæft tækifæri í byrjunarliði íslenska landsliðsins í 4-0 sigrinum á Tékkum í gær.
23.10.2021 - 17:00
Myndband
Sjáðu mörkin fjögur úr leiknum gegn Tékklandi
Ísland vann góðan 4-0 sigur á Tékklandi á Laugardalsvelli í dag og er komið með sín fyrstu stig í undankeppni HM 2023. Mörkin fjögur má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
22.10.2021 - 21:49
Viðtal
Dagný: „Fannst við bara gera þetta fagmannlega“
Dagný Brynjarsdóttir skoraði annað mark Íslands í leiknum gegn Tékklandi í kvöld. Henni fannst liðið afgreiða leikinn fagmannlega þrátt fyrir erfiðar aðstæður í Laugardalnum.
22.10.2021 - 21:42
Viðtal
Gunnhildur: „Vorum hugrakkar og vildum vinna“
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins og einn markaskorara liðsins í 4-0 sigrinum gegn Tékklandi í kvöld, var ánægð með hvernig Ísland mætti sterku liði Tékka.
22.10.2021 - 21:29
Viðtal
Þorsteinn: „Ef við vinnum rest förum við beint á HM“
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins, var að vonum sáttur með 4-0 sigur liðsins á móti Tékkum í kvöld. Liðið sé enn í bílstjórasætinu og vinni það alla leikina sem eftir eru í undankeppninni fari það beint á HM.
22.10.2021 - 21:06
Sannfærandi íslenskur sigur á Tékklandi
Íslenska kvennalandsliði í knattspyrnu mætti Tékklandi í öðrum leik liðsins í undankeppni HM 2023. Ísland vann sannfærandi 4-0 sigur og sótti þar með sín fyrstu stig í undankeppninni.
22.10.2021 - 20:40
Viðtal
Okkur í hag þegar það er kalt og blautt
Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að liðið hugsi yfirleitt að það sé því í hag þegar kalt og blautt er á Laugardalsvelli. Ísland mætir Tékklandi þar í kvöld en leikurinn hefst klukkan 18:45.
22.10.2021 - 17:50
Tvær breytingar í byrjunarliðinu sem mætir Tékkum
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu frá því í síðasta leik gegn Hollandi fyrir leikinn gegn Tékklandi í kvöld. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Guðrún Arnardóttir koma inn fyrir Alexöndru Jóhannsdóttur og Ingibjörgu Sigurðardóttur.
22.10.2021 - 17:21
Viðtal
Þurfum að vera tilbúin í allar útgáfur af fótboltaleik
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir liðið þurfa að vera tilbúið í allar útgáfur af fótboltaleik á morgun þegar Tékkar mæta í heimsókn á Laugardalsvöll.
Viðtal
Dagný: „Hver leikur er að mörgu leyti úrslitaleikur“
Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, segir alla leikina í undankeppni HM 2023 vera jafn stóra og að hver leikur sé að mörgu leiti úrslitaleikur. Liðið mætir Tékklandi á Laugardalsvelli á morgun.
Blaðamannafundur
Skiptir máli að lenda ekki undir gegn Tékkunum
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, og Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir annan leik liðsins í undankeppni HM 2023 sem fram fer á morgun.
21.10.2021 - 12:28
„Stolt af því að geta hjálpað þessum stelpum“
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Tékklandi í undankeppni HM 2023 á föstudag. Sif Atladóttir sagðist á blaðamannafundi fyrir leikinn í dag, vera stolt af því að geta miðlað reynslu sinni til þeirra ungu leikmanna sem komið hafa inn í landsliðið enda sé mikilvægt að hugsa vel um yngri leikmenn.
20.10.2021 - 15:56
Viðtal
„Hefðum getað skorað nokkur mörk“
Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var einn öflugasti leikmaður liðsins í leiknum gegn Hollandi í kvöld. Sveindís sagðist ánægð með fyrri hálfleik en liðið hefði þó getað skorað nokkur mörk. Leiknum lauk með 2-0 sigri Hollendinga.
21.09.2021 - 21:12