Færslur: Undankeppni HM 2023

Myndskeið
Ísland á toppinn eftir sterkan útisigur á Tékkum
Ísland er komið á topp C-riðils í undankeppni HM kvenna í fótbolta eftir góðan 0-1 sigur á Tékklandi ytra. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði eina mark leiksins á 36. mínútu.
12.04.2022 - 15:10
„Gerum okkur grein fyrir mikilvægi leiksins“
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, segir alla leikmenn íslenska liðsins gera sér vel grein fyrir mikilvægi leiksins gegn Tékklandi í undankeppni HM 2023 á morgun. Sigur kemur íslenska liðinu í lykilstöðu í riðlinum.
11.04.2022 - 10:45
Myndskeið
„Þarf hugmyndaauðgi og kraft gegn Hvít-Rússum“
Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta á morgun. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, segir alveg ljóst að ekki megi vanmeta Hvít-Rússa, þó hann telji íslenska liðið sterkara.
06.04.2022 - 13:26
Sjónvarpsfrétt
Bjóst ekki við því að koma svona fljótt til baka
Kvennalandslið Íslands í fótbolta mætir Hvíta-Rússlandi á fimmtudag í undankeppninni fyrir HM á næsta ári. Sara Björk Gunnarsdóttir er komin aftur í landsliðshópinn og segir að það hafi komið henni á óvart hversu vel gekk að snúa aftur á völlinn eftir barnsburð.
05.04.2022 - 15:23
Viðtöl
Jón Axel: 85 stig úti gegn Ítalíu ætti að duga
Þrátt fyrir átta stiga tap gegn Ítalíu í undankeppni HM karla í körfubolta í kvöld voru leikmenn og þjálfarar íslenska landsliðsins ánægðir með flest í leik liðsins.
27.02.2022 - 22:25
8 stiga tap fyrir Ítölum
Karlalandslið Íslands í körfubolta tapaði með átta stiga mun fyrir Ítalíu í undankeppni HM í kvöld, 95-87. Ítalir náðu þar með 2. sæti riðilsins aftur af Íslandi en bæði lið eru þó nokkuð örugg með að fara áfram á næsta stig undankeppninnar.
27.02.2022 - 21:32
Martin býst við árásargjörnum Ítölum í kvöld
Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, býst við árásargjörnum mótherjum þegar Ísland sækir Ítalíu heim í undankeppni HM í kvöld. Ítalir eiga harma að hefna eftir tapið á Íslandi á fimmtudag og þurfa nauðsynlega á sigri að halda.
27.02.2022 - 13:48
Sjónvarpsfrétt
Ísland mætir Ítalíu - Jón Arnór: „Það verða læti"
Karlalandsliðið í körfubolta tekst á við Ítalíu í Bologna í undankeppni HM 2023 í kvöld. Goðsögnin Jón Arnór Stefánsson er óvænt í þjálfarateymi landsliðsins og hann býst við látum í leiknum.
27.02.2022 - 08:55
Hannes: Flestir vilja Rússa dæmda úr leik
„Tónninn í körfuboltasamfélaginu er á þann veg að flestir vilja að Rússar verðir dæmdir úr leik," sagði Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands í samtali við RÚV í dag. Ef Rússar halda keppnisrétti sínum í undankeppni HM lenda þeir að öllum líkindum í milliriðli með Úkraínu.
Viðtal
„Brjálaðir að vera ekki löngu búnir að klára þetta“
Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, segir liðið hafa verið brjálað að vera ekki löngu búinn að klára leikinn gegn Ítalíu sem endaði í tvöfaldri framlengingu. Liðið uppskar þó sigur á endanum, 107-105, og hefur nú unnið tvo af fyrstu þremur leikjunum í undankeppninni.
24.02.2022 - 23:23
Viðtal
Pavel: Fyrst fékk Haukur sjokk og svo ég
Pavel Ermolinskij, landsliðsmaður í körfubolta, lék stærra hlutverk en hann bjóst við í sigurleiknum gegn Ítalíu í undankeppni HM. Eftir að Haukur Helgi Pálsson greindist með Covid fékk Pavel stærra hlutverk.
24.02.2022 - 23:09
Viðtal
„Maður vinnur ekki Ítalíu á hverjum degi“
Tryggvi Snær Hlinason var stórkostlegur í sigri Íslands á Ítalíu í kvöld. Hann var ánægður með sigurinn í viðtali eftir leik enda er Ítalía í níunda sæti styrkleikalista FIBA.
24.02.2022 - 22:53
Frækinn sigur Íslands á Ítalíu í tvíframlengdum leik
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frækinn sigur á Ítalíu í tvíframlengdum leik í undankeppni HM 2023 á Ásvöllum í kvöld, 107-105. Ísland komst upp fyrir Ítalíu í 2. sæti riðilsins en liðin mætast aftur á Ítalíu á sunnudaginn.
24.02.2022 - 22:30
Viðtal
Tryggvi: „Við þurfum bara að berjast og sigra“
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætir Ítalíu í undankeppni HM 2023 á morgun. Í fyrsta sinn í langan tíma eru flestir lykilmenn og atvinnumenn liðsins með og Tryggvi Snær Hlinason segist spenntur að sjá liðið aftur allt saman.
23.02.2022 - 14:05
Viðtal
„Hrikalega gaman að vera kominn aftur“
Martin Hermannsson skoraði 27 stig í sigri Íslands á Hollandi í undankeppni HM karla í körfubolta í kvöld. Martin sneri þá aftur eftir rúmlega tveggja ára fjarveru frá landsliðinu.
26.11.2021 - 20:48
Íslenskur sigur í fyrsta leik undankeppninnar
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætti Hollendingum nú í kvöld í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2023. Martin Hermannsson kom aftur inn í liðið eftir rúmlega tveggja ára fjarveru.
26.11.2021 - 20:31
Viðtal
Amanda: „Geggjað að fá tækifærið“
Amanda Jacobsen Andradóttir spilaði sinn fyrsta byrjunarliðslandsleik í sigurleiknum gegn Kýpur í kvöld. Þetta var auk þess aðeins annar landsleikur Amöndu en hún spilaði vel og lagði meðal annars upp eitt mark.
26.10.2021 - 22:22
Myndband
Sjáðu mörkin fimm úr leik Íslands og Kýpur
Ísland vann góðan 5-0 sigur á Kýpur á Laugardalsvelli í kvöld. Fimm íslensk mörk litu dagsins ljós en þau má sjá hér í spilaranum fyrir ofan.
26.10.2021 - 22:11
Viðtal
„Alveg ótrúleg framtíð í íslenska kvennalandsliðinu“
Sif Atladóttir kom aftur inn í íslenska kvennalandsliðið eftir tveggja ára hlé þegar hún leiddi liðið inn á völlinn í 5-0 sigri gegn Kýpur í kvöld. Sif segir ótrúlega framtíð búa í íslenska liðinu.
26.10.2021 - 21:41
Viðtal
„Höfum spilað betur en erum ekki fúl yfir 5-0 sigri“
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var sáttur með 5-0 sigurinn gegn Kýpur í kvöld þó hann segi að liðið hafi oft spilað betur.
26.10.2021 - 21:24
Öruggur fimm marka sigur á Kýpur
Ísland mætti Kýpur á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn var þriðji leikur liðsins í undankeppni HM 2023. Ísland hafði öruggan sigur, 5-0, og er nú í öðru sæti C-riðils með sex stig eftir þrjá leiki.
26.10.2021 - 20:50
Fjórar úr byrjunarliðinu gegn Tékkum byrja gegn Kýpur
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur kynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Kýpur á Laugardalsvelli í kvöld. Aðeins fjórir leikmenn sem byrjuðu leikinn gegn Tékkum síðastliðinn föstudag byrja leikinn í kvöld.
26.10.2021 - 17:20
Viðtal
Lakari andstæðingur en alveg jafn mikilvægur leikur
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Kýpur á Laugardalsvelli í kvöld í þriðja leik liðsins í undankeppni HM 2023. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari liðsins, segir mikilvægi leiksins alveg jafn mikið og í síðasta leik þó svo að andstæðingurinn sé lakari.
26.10.2021 - 10:05
Viðtal
Karólína: „Erum allar vanar að vinna leiki“
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu segir liðið vera vant að vinna leiki og ekkert spennufall hafi verið í hópnum eftir sigurinn á Tékkum á föstudag. Leikurinn við Kýpur á morgun snúist um að halda áfram að byggja ofan á þá frammistöðu.
25.10.2021 - 15:46
Blaðamannafundur
Leikmönnum sem gera tilkall til hópsins fer fjölgandi
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Kýpur í undankeppni HM á Laugardalsvelli á morgun. Þorsteinn Halldórsson og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í dag.
25.10.2021 - 12:00