Færslur: Undankeppni EM 2020

Hamrén: „Sögðu allir að ég væri galinn“
Erik Hamrén, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, er í löngu viðtali við heimasíðu Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, í dag. Þar fer hann yfir árin tvö sem hann hefur verið landsliðsþjálfari Íslands og vonir sínar og væntingar.
14.07.2020 - 08:43
Umspilinu við Rúmeníu frestað ótímabundið
Framkvæmdastjórn evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, ákvað í dag að fresta öllum landsleikum sem vera áttu í júní næstkomandu um óákveðinn tíma. Þar á meðal er leikur Íslands og Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2021 og leikir kvennalandsliðsins í undankeppni EM 2021.
01.04.2020 - 14:36
Yfirlýsing FIFA bendir til frestunar umspilsins
Margt bendir til þess að leik Íslands og Rúmeníu í umspili fyrir EM 2020 verði frestað. Leikurinn á að fara fram þann 26. mars á Laugardalsvelli. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hvatti til frestunar á umspilinu í tilkynningu sem sambandið sendi frá sér í gærkvöld.
14.03.2020 - 09:15
Viðtal
Birkir og Emil á leið til landsins
Vonir standa til að Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson, landsliðsmenn í fótbolta sem spila á Ítalíu, komi til landsins á morgun. Þeir fara þá í tveggja vikna sóttkví en losna rétt fyrir leik Íslands og Rúmeníu í umspili EM þann 26. mars. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir sambandið vera búið undir flest í aðdraganda leiksins.
10.03.2020 - 19:45
Uppselt á leik Íslands og Rúmeníu
Knattspyrnusamband Íslands tilkynnti síðdegis að uppselt sé á leik Íslands og Rúmeníu í umspili um sæti á EM karla í fótbolta í sumar. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli 26. mars.
02.03.2020 - 17:00
Miðasala á Ísland-Rúmeníu hefst í lok febrúar
KSÍ hefur upplýst um fyrirkomulag miðasölu fyrir umspilsleik Íslands og Rúmeníu fyrir EM 2020. Miðasala hefst í lok mánaðarins.
19.02.2020 - 13:32
VAR á Laugardalsvelli í mars
Myndbandsdómgæsla, eða VAR, verður nýtt í umspilsleikjum um sæti á EM 2020 sem fara fram í mars. Ísland mætir Rúmeníu í undanúrslitum um sæti á mótinu þann 26. mars næst komandi.
04.12.2019 - 19:00
Viðtal
„Ef tíðin er slæm getur þetta verið mjög erfitt“
Frá því að ákvörðun var tekin um að undanúrslitaleikur Íslands gegn Rúmeníu í umspili um sæti á EM karla í fótbolta fari fram á Laugardalsvelli í mars hefur KSÍ unnið að því að gera ráðstafanir svo völlurinn verði leikfær. Stjórn KSÍ hefur nú samþykkt að festa kaup á nýjum dúk til að leggja yfir grasið í vetur.
03.12.2019 - 20:00
Viðtal
„Þetta verður ný upplifun“
Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta, segist spenntur fyrir umspili Íslands um sæti á EM 2020 í mars. Ísland dróst gegn Rúmeníu í undanúrslitum umspils um sæti á mótinu og mætast liðið á Laugardalsvelli 26. mars.
23.11.2019 - 15:00
Viðtal
„Svipað og þegar gullkynslóðin okkar kom upp“
Í gær var dregið í umspil fyrir Evrópumót karla í fótbolta næsta sumar. Ísland var þar í pottinum og mætir Rúmeníu á Laugardalsvelli þann 26. mars. Vinnist þar sigur bíður úrslitaleikur um EM-sæti fimm dögum síðar.
23.11.2019 - 10:30
Öll úrslit kvöldsins
Ramsey skaut Wales á EM
Fátt var undir er undankeppni EM karla í fótbolta 2020 lauk í kvöld. Eitt sæti var laust á mótinu í E-riðli.
19.11.2019 - 21:40
Kolbeinn frá í 4-6 vikur
Kolbeinn Sigþórsson, framherji AIK í Svíþjóð og íslenska landsliðsins í fótbolta, verður frá í fjórar til sex vikur vegna meiðsla á ökkla. Kolbeinn meiddist í landsleik Íslands og Moldóvu á sunnudag.
19.11.2019 - 21:20
Umspilið skýrist í kvöld
Undankeppni EM 2020 í fótbolta lýkur í kvöld með leikjum í þremur riðlum. Þegar þeim verður lokið verður jafnframt ljóst hvaða lið munu verða með Íslandi í umspilinu fyrir EM í gegnum A-deild Þjóðadeildar Evrópu.
19.11.2019 - 13:43
Skoraði í öllum leikjum undankeppninnar
Enski framherjinn Harry Kane getur svo sannarlega verið ánægður með undankeppni EM 2020 í fótbolta. Ekki bara komst England áfram á EM með sjö sigra í átta leikjum, heldur afrekaði hann líka að skora í öllum átta leikjum undankeppninnar.
19.11.2019 - 10:17
Danir komnir á EM
Danmörk tryggði sig í kvöld áfram í lokakeppni Evrópumóts karla í fótbolta sem haldið verður næsta sumar. Írar fara aftur á móti í umspil. Keppni í riðlum D, F og J lauk í kvöld en undankeppnin klárast annað kvöld.
18.11.2019 - 22:01
Viðtal
„Eiginlega alveg fáránlegt“
„Ég er bara mjög feginn að hafa unnið þetta,“ sagði landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson eftir 2-1 sigur Íslands á Moldóvu í lokaleik sínum í undankeppni EM 2020 í kvöld. Hannes segir Ísland hafa spilað vel í undankeppninni og að liðið sé ákveðið í að fara á EM í gegnum umspil í mars.
17.11.2019 - 22:45
Viðtal
„Því miður ekki nóg“
„Við erum sáttir með að hafa gert þetta almennilega og endað þetta á þremur stigum,“ segir Birkir Bjarnason, annar markaskorara Íslands í 2-1 sigri liðsins á Moldóvu í lokaleik sínum í undankeppni EM 2020 í kvöld.
17.11.2019 - 22:25
Viðtal
Leikir Tyrkja gegn Frökkum örlagavaldar
„Við vildum þrjú stig og við fengum þrjú stig,“ sagði landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén eftir 2-1 sigur Ísland á Moldóvu í lokaleik sínum í H-riðli í undankeppni EM.
17.11.2019 - 22:15
Myndskeið
Gylfi skoraði sigurmarkið og klúðraði víti
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Íslands í 2-1 sigri á Moldóvu í leik liðanna í undankeppni EM í fótbolta í kvöld. Í kjölfarið fékk hann tækifæri til að tvöfalda forskot Íslands af vítapunktinum en hann lét verja frá sér.
17.11.2019 - 21:45
Sjáðu mörkin
Meiðsli og vítaklúður í sigri á Moldóvu
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann 2-1 sigur á Moldóvu í Kísíná í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2020 í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark leiksins og klúðraði vítaspyrnu.
17.11.2019 - 21:40
Myndskeið
Sjáðu markið: Birkir kom Íslandi yfir
Birkir Bjarnason skoraði sitt þrettánda landsliðsmark fyrir Ísland er hann kom liðinu 1-0 yfir gegn Moldóvu í Kísíná í kvöld. Markið var ansi laglegt.
17.11.2019 - 20:35
Myndskeið
Moldóvskur stúlknakór flutti Lofsöng með glæsibrag
Moldóvar fóru nýstárlegar leiðir við að flytja þjóðsöngva Íslands og Moldóvu fyrir leik liðanna í undankeppni EM 2020 í fótbolta í kvöld. Moldóvskur stúlknakór fór vel með Lofsöng fyrir leik.
17.11.2019 - 19:55
Viðtal
Freyr: Mikael búinn að standa sig mjög vel
Mikael Neville Anderson, leikmaður Midtjylland í Danmörku, byrjar sinn fyrsta leik fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta er liðið mætir Moldóvu klukkan 19:45 í kvöld. Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, segir að um spennandi leikmann sé að ræða.
17.11.2019 - 19:00
Byrjunarlið Íslands: Fyrsti byrjunarliðsleikur Mikaels
Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir leik liðsins við Moldóvu í undankeppni EM 2020 klukkan 19:45 í kvöld. Mikael Neville Anderson byrjar sinn fyrsta leik fyrir A-landsliðið í leiknum.
17.11.2019 - 18:25
Ronaldo skoraði 99. markið er Portúgal fór á EM
Portúgal varð í dag átjánda liðið til að tryggja sæti sitt á Evrópumóti karla í fótbolta næsta sumar. Liðið hafði betur gegn Lúxemborg á útivelli í lokaumferð B-riðils undankeppninnar.
17.11.2019 - 16:00