Færslur: Umhyggja

Með COVID á toppi Everest
Þeir Sigurður B. Sveinsson og Heimir F. Hallgrímsson, sem náðu tindi Everest-fjalls þann 24. maí, hafa greinst með COVID-19. Þeir fundu báðir fyrir einkennum á leiðinni á toppinn en segja heilsuna betri nú, þeir eru komnir í grunnbúðir undir læknishendur og eru þar í einangrun.
27.05.2021 - 10:49
Viðtal
Fatlaðir og foreldrar fatlaðra of aftarlega í röðinni
Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir að fatlað fólk sé of aftarlega í bólusetningarröðinni. Fyrst nú nýlega liggi fyrir listi yfir þá foreldra fatlaðra barna sem fá forgang í bólusetningu. Þroskahjálp, Umhyggja og fleiri félög sem vinna að hagsmunum langveikra barna og fjölskyldna þeirra sendu áskorun til heilbrigðisyfirvalda í febrúar þar sem óskað var eftir forgangi. 
Foreldrar langveikra barna ekki enn bólusettir
Foreldrar langveikra barna hafa lýst yfir óánægju með að ekki hafi verið tekið tillit til stöðu þeirra í bólusetningaráætlun yfirvalda. Umhyggja, félag langveikra barna, sendi áskorun til yfirvalda fyrir tólf vikum, en segir málið vera strand.
Kvíða því að sumarlokanir bresti á eftir COVID-19
Foreldrar langveikra barna kvíða því að loks þegar hillir undir að börnin komist út af heimilinu verði leikskólum lokað vegna sumarfría. Skorað er á sveitarfélögin að koma í veg fyrir sumarlokanir.
26.04.2020 - 18:12