Færslur: Umhverfisstofnun Evrópusambandsins

Rekja eitt af hverjum átta dauðsföllum til umhverfisins
Eitt af hverjum átta dauðsföllum í Evrópu árið 2012 mátti rekja til umhverfisáhrifa, til dæmis mengunar og lítilla vatnsgæða. Þetta kemur fram í skýrslu sem umhverfisstofnun Evrópusambandsins birti í dag. Þar segir að með því að bæta loftgæði hefði mátt koma í veg fyrir fjölda dauðsfalla. Breska ríkisútvarpið greinir frá.