Færslur: Umhverfisstofnun

Enn olíumengun á Hofsósi
Enn hefur ekki verið bundinn endi á olíumengunina frá bensínstöð N1 á Hofsósi. Fyrirtækið hefur lagt fram drög að úrbótaáætlun til Umhverfisstofnunar en ekki verður farið af stað í framkvæmdir fyrr en skýr áætlun er tilbúin.
06.09.2021 - 10:29
Blýbensínbirgðir heims uppurnar
Birgðir heimsins af blýbensíni eru uppurnar. Umhverfisstofnun Sameinuðu Þjóðanna segir þetta verða til þess að koma í veg fyrir 1,2 milljónir ótímabærra dauðsfalla og heimsbyggðin muni spara 2,4 billjónir Bandaríkjadala árlega.
30.08.2021 - 15:27
Plast aðaluppistaða rusls á ströndum landsins
Á ströndum Íslands er plastúrgangur mikið vandamál og virðist ekki á undanhaldi. Markmiðið með vöktunarátaki Umhverfisstofnunar á ströndum landsins er að koma í veg fyrir að úrgangur lendi í hafinu.
29.08.2021 - 17:40
Sjónvarpsfrétt
Loftslagsbreytingar - stutt í heljarþröm
Forstjóri Umhverfisstofnunar og formaður Loftslagsráðs segja að strax þurfi að grípa til aðgerða til að sporna við loftslagsbreytingum. Sá síðarnefndi segir mjög mikilvægt að valdhafar og stjórnvöld rísi upp og axli ábyrgð sem þau undirgöngust með Parísarsamkomulaginu. „Við erum ekki alveg komin á heljarþröm en það er mjög stutt í það.“
Gasmengun frá Vogum til Borgarfjarðar
Möguleiki er á að gasmengun frá eldgosinu við Fagradalsfjall dreifist allt frá Vogum yfir Borgarfjörð og Borgarnes í dag. Þetta má sjá á gasmengunarspá frá Veðurstofu Íslands til miðnættis í kvöld.
Sandspyrnukeppni á Hjörleifshöfða sögð óheimil
Kvartmíluklúbburinn stendur fyrir sandspyrnukeppni á Hjörleifshöfða sem hófst á hádegi í dag. Keppnin er hluti af kvikmyndatökuverkefni fyrir breska sjónvarpsþáttinn Top Gear sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni BBC. Daníel Freyr Jónsson, sérfræðingur hjá náttúruverndarteymi Umhverfisstofnunar, segir hlutaðeigandi ekki hafa fengið leyfi til keppninnar en allar leyfisveitingar til utanvegaaksturs verði að fara í gegnum Umhverfisstofnun.
27.07.2021 - 14:34
Fyrstu einkenni COVID geta líkst ertingu frá gosmóðu
Sérfræðingur í loftgæðum segir að fyrstu einkenni COVID-19 geti líkst þeim óþægindum sem skapast geta af völdum gosmóðu. Mökkurinn sem legið hefur yfir suðvesturhluta landsins er nokkurra daga gamall.
Viðkvæmt fólk og börn vöruð við loftmengun frá gosinu
Veðurstofa Íslands og Reykjavíkurborg hvetja fólk sem viðkvæmt er fyrir loftmengun til að fara varlega og vara við því að ung börn sofi utandyra. Gosmóða liggur yfir höfuðborgarsvæðinu og fréttastofa fékk í morgun fregnir af mengun austan úr Gnúpverjahreppi.
Móða frá gosinu mældist í Færeyjum í gær
Slæm loftgæði eru á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt mælingum Umhverfisstofnunar. Náttúruvársérfræðingur telur rétt að vara viðkvæma við loftmengun. Gosmóða mældist í Færeyjum í gær.
Varað við gosmengun á höfuðborgarsvæðinu
Nú mælist nokkur gosmengun á höfuðborgarsvæðinu. Það eru bæði SO2 og súlfatagnir (SO4) sem valda gosmóðunni. Gildin eru ekki svo há að almenningur eigi að halda sig innandyra en sé fólk viðkvæmt fyrir loftmengun geti það fundið fyrir einkennum á borð við sviða í hálsi og auknum astmaeinkennum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands.
18.07.2021 - 15:13
Mengunarmistur yfir borginni
Mengunarmistur hefur legið yfir höfuðborginni í dag svo skyggni hefur verið takmarkað. Fréttastofu hafa ennfremur borist fregnir af því að fólk með viðkvæm öndunarfæri hafi fundi fyrir óþægindum.
05.07.2021 - 18:54
Hvalshræinu leyft að rotna þar sem það liggur
Hvalshræi sem rekið hefur á land í Hestfirði í Ísafjarðardjúpi verður leyft að rotna á náttúrulegan hátt þar sem það nú liggur, þetta kemur fram í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn fréttastofu.
29.06.2021 - 10:30
Kosið um nafn fyrir fyrirhugaðan þjóðgarð á Vestfjörðum
Dynjandisþjóðgarður og Vesturgarður eru meðal þeirra nafna sem hægt er að kjósa um fyrir fyrirhugaðan þjóðgarð á sunnanverðum Vestfjörðum. Fimm nöfn koma til greina en stefnt er að því að þjóðgarðurinn verði stofnaður eftir þrjár vikur.
Spegillinn
Meiri gosmóða í góðu veðri
Þorsteinn Jóhannson, loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að gera megi ráð fyrir meiri gosmóðu í andrúmsloftinu ef eldgosið heldur áfram og veður er gott í sumar. Við þær aðstæður verða ákveðin efnahvörf í brennisteinsgasinu sem veldur gosmóðunni.   
21.05.2021 - 15:55
Minnsta losun frá flugi síðan 2013
Losun gróðurhúsalofttegunda frá íslenskum flugrekendum innan ETS, viðskiptakerfis Evrópusambandsins, á árinu 2020 hefur ekki verið minni frá því mælingar hófust árið 2013. Losun dróst saman um 69 prósent milli áranna 2019 og 2020.
Spegillinn
3 þúsund gosferðamenn á dag
Ferðamálastjóri segir að ef allt gangi eftir megi búast við að um þrjú þúsund erlendir ferðamenn leggi leið sína í haust daglega að gosinu í Geldingadölum. Undirbúningur við að bæta aðgengi að gosstað er í fullum gangi.
Krefjast upplýsinga og aðgerða vegna mengunar á Hofsósi
Byggðarráð Skagafjarðar gagnrýnir Umhverfisstofnun harðlega fyrir seinagang við rannsókn á bensínmengun á Hofósi. Brátt eru liðin tvö ár frá því mikill bensínleki uppgötvaðist úr birgðatanki N1 á Hofsósi.
Spegillinn
Byrjað að bera í stíga að gosinu
Byrjað var í dag að bera ofan í fyrsta kafla gönguleiðarinnar upp að gosinu í Geldingadölum. Til stendur að gera endurbætur á öllum stígunum á næstunni til að bæta öryggi og draga úr frekari skemmdum á náttúrunni. Þá er stefnt að því að leggja rafmagn upp að gosstaðnum og bæta fjarskipti. Loks verða ráðnir landverðir eða starfsmenn til að taka við af björgunarsveitarmönnum.
Vakt verður við gosstöðvarnar til miðnættis
Lögregla og Björgunarsveitir vakta gosstöðvarnar í Geldingadölum miðnættis en þar verður lokað klukkan 21 í kvöld. Rýming svæðisins hefst tveimur tímum síðar og ætlað að henni verði lokið um miðnætti.
Lokað fyrir aðgengi að gosstöðvunum klukkan níu í kvöld
Lokað verður fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum klukkan níu í kvöld og búist við að rýmingu verði lokið um miðnætti. Opnað verður að nýju um hádegi á morgun. 
Gasmengun frá gosinu berst til höfuðborgarsvæðisins
Gasmengun frá gosstöðvunum nær nú yfir höfuðborgarsvæðið. Á fimm mælingastöðvum Umhverfisstofnunar mælist staða loftmengunar slæm eða miðlungsslæm.
Mengun af gosinu leggur yfir Voga á Vatnsleysuströnd
Íbúar Voga á Vatnsleysuströnd eru hvattir til að loka gluggum og kynda hús sín en þar mælist nú mengun frá gosinu í Geldingadölum. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands hvetur í raun alla íbúa á Reykjanesskaganum að fylgjast vel með veðurspá, vindaspá og gasmengunarspá.
Ráðið frá að taka lítil börn og hunda með sér að gosinu
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum brýnir fyrir þeim sem ætla að ganga að gosstöðvunum í Geldingadölum að taka ekki lítil börn með sér á svæðið. Það sé erfitt yfirferðar og eins þurfi að hafa mögulega gasmengun í huga.
Ekkert bendir til að kvika sé á leið upp á yfirborð
Jarðskjálftamælingar, GPS gögn, gasmælingar og úrvinnsla úr gervitunglamyndum gefa engar vísbendingar um að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið.
Heimilt að fella 1220 hreindýr í sumar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra gaf í dag út hreindýrakvóta fyrir árið 2021. Heimilt er að fella allt að 1220 hreindýr á árinu 2021 sem er um hundrað dýrum færri en í fyrra. Umhverfisráðherra ákvað kvótann að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun.