Færslur: Umhverfisstofnun

Vara við skaðlegu efni í útivistarvörum
Margir landsmenn eru á leið í sumarfrí og íhuga ef til vill í kaup á nýjum útivistarfatnaði eða útivistarvörum. Umhverfisstofnun hefur hins vegar varað við efni sem leynist í mörgum þessum vörum og getur reynst skaðlegt heilsu fólks.
23.06.2022 - 14:03
Björn hafði betur gegn ríkinu
Björn Þorláksson, blaðamaður á Fréttablaðinu, hafði betur gegn íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann stefndi ríkinu fyrir ólögmæta niðurlagningu á starfi sínu sem upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar á síðasta ári. Björn fær greiddar 6,8 milljónir í miskabætur og 2,5 milljónir í málskostnað.
20.06.2022 - 16:33
Loftgæði lítil í höfuðborginni vegna sandfoks
Mikið svifryk hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðan í gærkvöldi. Samkvæmt Veðurstofu Íslands berst ryk inn á höfuðborgarsvæðið frá söndunum á Suðurlandi.
10.06.2022 - 10:45
Tjónaskýrsla af Ingólfsfjalli verður send lögreglu
Töluverð náttúruspjöll voru unnin á Ingólfsfjalli í Ölfusi á mánudag. Hákon Ásgeirsson, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir jákvætt að almenningur sé orðinn meðvitaðri um slíkt.  
20.04.2022 - 20:30
Búið að hreinsa upp eftir olíuleka á Suðureyri
Búið er að hreinsa dísilolíu, sem lak úr tanki Orkubús Vestfjarða, upp úr tjörninni og höfninni á Suðureyri í Súgandafirði. Fylgst verður með hvort mengunar gætir aftur þegar snjóa leysir.
21.03.2022 - 18:00
Dagar og jafnvel vikur af hreinsunarstörfum framundan
Vel gengur að hreinsa díselolíu sem lak úr olíutanki Orkubús Vestfjarða upp úr tjörninni og höfninni á Suðureyri. Minni jarðvegsmengun varð af lekanum en leit út fyrir.
10.03.2022 - 20:18
Færri áfangastaðir á friðlýstum svæðum í hættu
Þeim áfangastöðum sem finna má innan friðlýstra svæða og teljast í góðu ástandi fjölgaði nokkuð árið 2021. Alls voru 64 staðir metnir í góðu ástandi samanborið við 60 ári fyrr. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunnar.
17.02.2022 - 15:40
Hvetja borgarbúa til að hvíla bílinn vegna loftmengunar
Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs mældist 175,5 mikrógrömm á rúmmetra í höfuðborginni í morgun við Grensásveg, Laugarnes og Bústaðaveg/Háaleitisbraut, en það magn telst óhollt fyrir þá sem eru viðkvæmir í öndunarfærum. Borgarbúar eru af þessum sökum hvattir til þess að hvíla bílinn og nota umhverfisvænni ferðamáta.
Sjónvarpsfrétt
Hreinsunarbúnaður settur í jörð og hús á Hofsósi
Umfangsmiklar aðgerðir standa nú yfir á Hofsósi, í þeim tilgangi að hreinsa bensínmengun úr jarðvegi í þorpinu. Sérstakur hreinsibúnaður verður settur ofan í jörðina og inn í hús. Á þriðja ár eru síðan mörg þúsund lítrar láku úr birgðatanki bensínstöðvar N1 á Hofsósi.
Gefur ekkert fyrir endurbætur á kísilverksmiðjunni
Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar er vonsvikinn með ákvörðun Skipulagsstofnunar að veita starfsleyfi fyrir fyrsta áfanga kísilverksmiðjunnar í Helguvík. Hann gefur lítið fyrir fyrirhugaðar endurbætur og ætlar að gera allt sem hann getur til að koma í veg fyrir verksmiðjan fari aftur í gang.
Óttast skyndiákvarðanir sem ógni velferð blóðmera
Forstjóri Matvælastofnunar telur mikilvægt að dýravelferð verði höfð í huga hver sem ákvörðunin verður um framtíð blóðmerahalds á Íslandi. Ef ákveðið verði að hætta þessum rekstri í einu vetfangi gæti það þýtt slátrun þúsunda fylfullra hryssna og það væri ótækt.
25.12.2021 - 15:49
Sveitarstjórn Skagafjarðar gagnrýnir Umhverfisstofnun
Umhverfisstofnun hefur sent frá sér fyrirmæli um úrbætur vegna bensínmengunar á Hofsósi. Sveitarstjóri Skagafjarðar segir það valda vonbrigðum að ekki hafi verið tekið tillit til athugasemda sveitarfélagsins.
30.11.2021 - 12:34
Telur styrk í því að hafa orku- og loftslagsmálin saman
Það heyrir til tíðinda að búið sé að splæsa orku-, loftslags-, og umhverfismálum saman í eitt ráðuneyti. Því stýrir Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki. Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hafa gagnrýnt ráðahaginn en Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri segir í þessu felast dýrmæt tækifæri. 
Heimilar töku allt að 600 tonna af merarblóði á ári
Umhverfisstofnun hefur auglýst tillögu að nýju starfsleyfi fyrir líftæknifyrirtækið Ísteka, sem framleiðir hráefni í frjósemislyf úr blóði fylfullra hryssa. Í tillögunni er gert ráð fyrir að Ísteka fái heimild til að framleiða allt að 20 kílógrömm af lyfjaefni á ári úr allt að 600 tonnum - nær 600.000 lítrum - af blóði úr hryssum. Litlar sem engar líkur eru á að þetta verði nýtt að fullu þar sem íslenski hrossastofninn er einfaldlega of lítill til að standa undir svo mikilli blóðtöku.
29.11.2021 - 06:44
Veit ekki hvað réttlætir fleiri fundi um rjúpnaveiðar
Formaður Skotveiðifélags Íslands segist ekki vita hvað réttlæti fleiri fundi til að ákveða fyrirkomulag rjúpnaveiða í ár. Fulltrúar félagsins hafa verið boðaðir á fund í Umhverfisráðuneytinu á morgun. Hann segir að Umhverfisstofnun hafi lagt til óbreytt fyrirkomulag veiða frá síðasta ári og Náttúrufræðistofnun ekki sett sig upp á móti því.
Jafnlítil losun og í covid og Parísarmarkmið næst
Ef losun Íslands helst jafn lítil og hún var í faraldrinum í fyrra ætti árið í ár að verða innan þeirra marka sem Ísland setti sér samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst í Skotlandi í lok mánaðarins. 
Ekki óhætt að veiða meira en 20.000 rjúpur í haust
Náttúrufræðistofnun leggur til að aðeins megi veiða 20.000 rjúpur í haust. Aldrei í 16 ára sögu veiðiráðgjafar rjúpu hefur hauststofn verið minni en í ár. Fuglafræðingur segir að rjúpnastofninum hafi hnignað, til lengri tíma litið.
Hreinsun á Hofsósi gæti tekið um 2 ár
Verkís hefur skilað inn úrbótaáætlun vegna olíumengunar frá bensínstöð N1 á Hofsósi. Þar eru lagðar til umtalsverðar aðgerðir og er gert ráð fyrir að hreinsunarstarf taki allt að tvö ár.
13.10.2021 - 13:34
Enn olíumengun á Hofsósi
Enn hefur ekki verið bundinn endi á olíumengunina frá bensínstöð N1 á Hofsósi. Fyrirtækið hefur lagt fram drög að úrbótaáætlun til Umhverfisstofnunar en ekki verður farið af stað í framkvæmdir fyrr en skýr áætlun er tilbúin.
06.09.2021 - 10:29
Blýbensínbirgðir heims uppurnar
Birgðir heimsins af blýbensíni eru uppurnar. Umhverfisstofnun Sameinuðu Þjóðanna segir þetta verða til þess að koma í veg fyrir 1,2 milljónir ótímabærra dauðsfalla og heimsbyggðin muni spara 2,4 billjónir Bandaríkjadala árlega.
30.08.2021 - 15:27
Plast aðaluppistaða rusls á ströndum landsins
Á ströndum Íslands er plastúrgangur mikið vandamál og virðist ekki á undanhaldi. Markmiðið með vöktunarátaki Umhverfisstofnunar á ströndum landsins er að koma í veg fyrir að úrgangur lendi í hafinu.
29.08.2021 - 17:40
Sjónvarpsfrétt
Loftslagsbreytingar - stutt í heljarþröm
Forstjóri Umhverfisstofnunar og formaður Loftslagsráðs segja að strax þurfi að grípa til aðgerða til að sporna við loftslagsbreytingum. Sá síðarnefndi segir mjög mikilvægt að valdhafar og stjórnvöld rísi upp og axli ábyrgð sem þau undirgöngust með Parísarsamkomulaginu. „Við erum ekki alveg komin á heljarþröm en það er mjög stutt í það.“
Gasmengun frá Vogum til Borgarfjarðar
Möguleiki er á að gasmengun frá eldgosinu við Fagradalsfjall dreifist allt frá Vogum yfir Borgarfjörð og Borgarnes í dag. Þetta má sjá á gasmengunarspá frá Veðurstofu Íslands til miðnættis í kvöld.
Sandspyrnukeppni á Hjörleifshöfða sögð óheimil
Kvartmíluklúbburinn stendur fyrir sandspyrnukeppni á Hjörleifshöfða sem hófst á hádegi í dag. Keppnin er hluti af kvikmyndatökuverkefni fyrir breska sjónvarpsþáttinn Top Gear sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni BBC. Daníel Freyr Jónsson, sérfræðingur hjá náttúruverndarteymi Umhverfisstofnunar, segir hlutaðeigandi ekki hafa fengið leyfi til keppninnar en allar leyfisveitingar til utanvegaaksturs verði að fara í gegnum Umhverfisstofnun.
27.07.2021 - 14:34
Fyrstu einkenni COVID geta líkst ertingu frá gosmóðu
Sérfræðingur í loftgæðum segir að fyrstu einkenni COVID-19 geti líkst þeim óþægindum sem skapast geta af völdum gosmóðu. Mökkurinn sem legið hefur yfir suðvesturhluta landsins er nokkurra daga gamall.