Færslur: Umhverfisstofnun

Lokað við Skógafoss vegna stígagerðar
Búið er að loka fyrir aðgengi að Skógafossi þar sem verið er að vinna að lagfæringum stíga. Lokað er vegna öryggis þar sem þyrla er notuð til verksins til að flytja hráefni. Á meðan þyrlan er nýtt við verkið, frá morgni og fram eftir degi er lokað. Opið verður seinni part dags og á kvöldin, að sögn Daníels Freys Jónssonar, sérfræðings í náttúruverndarteymi hjá Umhverfisstofnun.
22.05.2020 - 11:29
Ekki allir ferðalangar sem virða lokun Reykjadals
Dæmi eru um að ferðalangar fari framhjá lokunarskiltum í Reykjadal í Ölfusi, en dalurinn hefur verið lokaður fyrir göngufólki af öryggisástæðum og til að hlífa gróðri síðan um miðjan apríl. Vonast er til að hægt verði að opna dalinn sem fyrst.
11.05.2020 - 13:17
Vinnusamir skólanemar bættu fyrir gjörðir sínar
Framhaldsskólanemendur á höfuðborgarsvæðinu gáfu sig fram við Umhverfisstofnun og viðurkenndu að hafa unnið skemmdir á klöpp í Helgafelli í Hafnarfirði með því að krota á hann. Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir að nemendurnir hafi boðist til þess að lagfæra skemmdirnar. 
05.05.2020 - 11:53
Umferð um Dyrhólaey takmörkuð næstu vikurnar
Umferð um Dyrhólaey verður takmörkuð fram til 25. júní til að gefa fuglum frið á meðan varptíma stendur. Sú hugmynd hefur kviknað að koma fyrir niðurgröfnu skoðunarhúsi svo að ferðamenn geti notið lundavarpsins enn betur.
03.05.2020 - 07:08
Vegagerðin lokar vegum á hálendinu
„Ferðamannastaðir á hálendinu eru sérstaklega viðkvæmir á þessum árstíma. Því er mjög mikilvægt að þau svæði fái frið fyrir allri umferð á meðan frost er að fara úr jörðu, jarðvegur að þorna og gróður að vakna til lífsins,“ segir í frétt á vef Umhverfisstofnunar, en Vegagerðin er byrjuð að loka vegum á hálendinu til að koma í veg fyrir skemmdir og til þess að vernda náttúruna. Akstur inn á lokað svæði er óheimill og varðar sektum, að því fram kemur í fréttinni.
27.04.2020 - 22:56
Reykjadalur lokaður vegna aðstæðna
Umhverfisstofnun vekur athygli á því að búið er að loka gönguleiðinni um Reykjadal í Ölfusi, sem er einn vinsælasti ferðamannastaðurinn í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Annars vegar er það gert af öryggisástæðum og hins vegar til að hlífa gróðri í dalnum.
21.04.2020 - 10:48
Hvert heimili sóar um 90 kílóum af mat og drykk á ári
Niðurstöður nýrrar rannsóknar Umhverfisstofnunar benda til að íslensk heimili hendi að meðaltali um 20 kílóum af nýtanlegum mat, 25 kílóum af ónýtanlegum matarafgöngum, 5 kílóum af matarolíu og fitu og 40 lítrum af drykkjum á ári, eða samtal ríflega 90 kílóum.
02.04.2020 - 10:27
Þyrluskíðaferðir eðlilegur hluti af starfseminni
Fulltrúi Vinstri grænna á Akureyri segir þyrluskíðaferðir á Glerárdal ganga gegn markmiðum með friðlýsingu dalsins. Formaður Skipulagsráðs segir skíðamennsku eðlilegan hluta starfsemi í fólkvanginum.
01.03.2020 - 14:06
Sigrún Ágústsdóttir nýr forstjóri Umhverfisstofnunar
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað Sigrúnu Ágústsdóttur í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar. Sigrún hefur gegnt stöðu forstjóra frá því að Kristín Linda Árnadóttir, fyrrverandi forstjóri, lét af störfum í október.
07.02.2020 - 13:53
Svifryk vegna flugelda varasamt og heilsuspillandi
Afar mikið svifryk mældist í loftinu um síðustu áramót og svifryksmengun jókst verulega þá. Ljóst er að aukningin er af völdum flugelda. „Mengun frá flugeldum er raunverulegt vandamál hér á landi. Flugeldar eru aldrei umhverfisvænir eða skaðlausir,“ segir í skýrslu Umhverfisstofnunar. Björgunarsveitirnar selja nú svokölluð rótarskot auk flugelda.
23.12.2019 - 12:10
Hnúfubakur strandaði á Gálmaströnd
Hnúfubakur strandaði á Gálmaströnd við Stekkjanes á Ströndum í gær, sunnan við Hólmavík. Tilkynning barst lögreglu um þrú og hvalurinn drapst í fjörunni tveimur tímum síðar.
28.11.2019 - 12:49
Spegillinn
Svifryksmengun farið minnkandi þrátt fyrir aukna umferð
Síðastliðna áratugi hefur dregið jafnt og þétt úr bæði svifryks- og köfnunarefnisdíoxíðsmengun á höfuðborgarsvæðinu. Þetta skrifast helst á breytt veðurfar, betri mengunarvarnarbúnað í bílum og ný nagladekk sem síður tæta upp malbikið. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að þrátt fyrir endurbætur séu nagladekkin einn helsti skaðvaldurinn. Hann fagnar því að sveitarfélög og Vegagerðin hafi fengið heimild til þess að takmarka umferð vegna mengunar.
27.11.2019 - 17:34
Spegillinn
UST hyggst taka á brotalömum í kælibransanum
Ef kostnaður fyrirtækja við að framfylgja reglum er hvati til lögbrota þá eru slíkir hvatar ansi víða í kerfinu. Þetta er mat Umhverfisstofnunar. Stofnunin vísar því á bug að það það sé hvati til þess hjá þeim sem vinna með kælikerfi að hleypa svokölluðum F-gösum, út í andrúmsloftið. Stofnunin viðurkennir að reglum um að þeir sem vinna með kælikerfi séu vottaðir hafi ekki verið fylgt en segir að úr því verði bætt á næstunni, þá hafi eftirlit verið hert. Skilum í förgun virðist ábótavant.
Viðtal
Glufur og brotalamir: „Við erum úti á túni“
Ástandið í kælibransanum minnir á villta vestrið, eftirliti er ábótavant og hvati til að láta fílsterkar gróðurhúsalofttegundir gossa út í andrúmsloftið í stað þess að skila þeim í förgun. Þetta segja starfsmenn Kælitækni, fyrirtækis sem flytur inn um helming flúoraðra gróðurhúsalofttegunda sem notaðar eru sem kælimiðlar hér á landi. Það séu glufur í regluverkinu og brotalamir í kerfinu. 
Fréttaskýring
Björguðum ósonlaginu og bjuggum til nýjan vanda
Það skiptir ekki máli hvernig veðrið er úti það er hægt að kæla það sem þarf að kæla og frysta það sem þarf að frysta. Þetta er gert með kælikerfum og í flest þeirra eru notaðar flúoraðar gastegundir, svokölluð F-gös. Þjóðum heims tókst með Montreal-bókuninni frá árinu 1987 að stoppa í gatið í ósonlaginu og þessi F-gös voru lykillinn að þeim árangri, komu í stað freons og annarra ósoneyðandi efna. F-gösin kærkomnu reyndust þó ekki gallalaus, það lá fyrir frá upphafi að þau væru vandræðagemsar.
Víkur vegna fyrri starfa hjá Landvernd
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra verður staðgengill Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, vegna ákvörðunar um friðlýsingu landslagsverndarsvæðis í Kerlingarfjöllum. Friðlýsingin hefur lengi staðið til. Ráðherra víkur sæti þar sem hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra Landverndar á þeim tíma sem samtökin sendu Umhverfisstofnun umsögn um málið.
Tólf sóttu um forstjórastöðu hjá UST
Tólf umsækjendur sóttu um stöðu forstjóra Umhverfisstofnunar. Embættið var auglýst laust til umsóknar 12. október og umsóknarfrestur rann út 28. október. Valnefnd metur hæfni og hæfi umsækjenda og skilar greinargerð þess efnis til umhverfis- og auðlindaráðherra.
Myndband
Segja upp samkomulagi um leyfisveitingu
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur ákveðið að segja upp samkomulagi við Umhverfisstofnun um útgáfu byggingarleyfa í Hornstrandafriðlandi. Misskilningur og framkvæmdir í óleyfi hafa átt sér stað vegna mistúlkunar á samkomulaginu.
16.10.2019 - 22:20
Fréttaskýring
Stór farþegaskip í þokunni: Óljóst hvað má hér
Það hefur orðið sprenging í komum svokallaðra leiðangursskipa, þau eru minni en hefðbundin skemmtiferðaskip, gera út á það að kanna framandi slóðir og fræða farþega um náttúru og menningu norðurslóða. Þessi skip hafa viðkomu víðar en stærstu skemmtiferðaskipin, geta siglt inn á þrönga firði og hleypt farþegum í land á afskekktum svæðum. Það er engin tilkynningarskylda, ekkert eftirlit með því hvar þau taka land og regluverkið óskýrt. Jökulfirðir eru vinsælir, Vigur sömuleiðis. 
Telja að tilmælum UST hafi verið fylgt
Árneshreppur og Vesturverk bera ábyrgð á því að friðuðum steingervingum og náttúruminjum verði ekki raskað við fyrirhugaðar framkvæmdir í hreppnum. Friðaðar trjáholur uppgötvuðust á vegstæði þar sem á að leggja veg vegna Hvalárvirkjunar. Umhverfisstofnun óskaði eftir nákvæmri kortlagningu á svæðinu áður en til framkvæmda kæmi, til að tryggja að steingervingunum verði ekki raskað. Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir að þegar hafi verið farið að tilmælum Umhverfisstofnunar.
Færri ferðamenn í sumar eftir fjölgun í vetur
Ferðamönnum við Gullfoss fækkaði í sumar, annað árið í röð, eftir því sem tölur yfir þróun á fjölda ferðamanna á svæðinu leiða í ljós.
02.09.2019 - 15:09
Útgáfa starfsleyfis tók 300 klukkustundir
Langanesbyggð vill að hafin verði sérstök rannsókn á lagaheimildum Umhverfisstofnunar fyrir gjaldtöku vegna starfsleyfis fyrir urðunarstað í sveitarfélaginu. Það sé vandséð að nærri 300 klukkustundir hafi tekið starfsmenn stofnunarinnar að vinna umsókn um leyfið og innheimta fyrir það á fjórðu milljón króna.
Umhverfisstofnun rannsakar umfang matarsóunar
Umhverfisstofnun mun framkvæma ítarlega rannsókn á matarsóun hér á landi. Rúmlega 1000 heimili verða í slembiúrtaki sem hefst í næstu viku.
14.08.2019 - 09:49
Viðtal
Herskáir risamaurar á leið í Húsdýragarðinn
„Þetta eru stærstu maurar sem finnast í náttúrunni,“ segir Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum en risamaurar frá Brasilíu munu fljótlega þramma um garðinn eftir að Umhverfisstofnun heimilaði innflutninginn.
07.08.2019 - 13:34
Leyfa innflutning á ránmítlum en synja ostrum
Umhverfisstofnun hefur synjað beiðni ostruræktarfyrirtækisins Víkurskeljar um að flytja inn spænskar ostrur. Stofnunin samþykkti beiðni um leyfi til að flytja allt að 20 milljón ránmítla á ári til 10 ára auk þess sem veitt var leyfi til að flytja inn risamaura frá Brasilíu.
07.08.2019 - 07:11