Færslur: Umhverfisráðuneyti

Nokkrir plastpokar í Kringlunni þvert á nýtt bann
Plastpokabann umhverfisráðherra tók gildi um áramótin. Þrátt fyrir bannið mátti finna plastpoka í Kringlunni í dag. 
05.01.2021 - 21:01
Ekkert verður af urðunarskatti
Ríkisstjórnin hefur ákveðið í samráði við sveitarfélögin að falla frá áformum um urðunarskatt. Þetta kom fram í máli Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra á Alþingi á morgun í umræðu um fjármálaáætlun til næstu fjögurra ára.
Útgáfa starfsleyfis tók 300 klukkustundir
Langanesbyggð vill að hafin verði sérstök rannsókn á lagaheimildum Umhverfisstofnunar fyrir gjaldtöku vegna starfsleyfis fyrir urðunarstað í sveitarfélaginu. Það sé vandséð að nærri 300 klukkustundir hafi tekið starfsmenn stofnunarinnar að vinna umsókn um leyfið og innheimta fyrir það á fjórðu milljón króna.
Hyggjast friðlýsa tvö vinsæl ferðamannasvæði
Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um friðlýsingu tveggja svæða, Háafoss og Gjárinnar í Þjórsárdal og Reykjatorfunnar sem liggur upp af Hveragerði í Ölfusi. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Á báðum stöðunum er ágangur ferðamanna sagður mikill. 
22.12.2018 - 13:33
Losun koltvísýrings eykst sennilega um 60%
Heildarlosun Íslands hefur aukist undanfarin ár og heldur áfram að aukast. Útlit er fyrri að ný kísilver og önnur stóriðja geri það að verkum að hún verði á næstu árum 60% meiri en hún var árið 1990. Önnur losun virðist líka vera að aukast. Einungis tvö Evrópuríki hafa aukið losun sína meira en Ísland, síðastliðna þrjá áratugi.
09.01.2017 - 17:46
Ný reglugerð um olíu, lýsi og grút í smíðum
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur óskað eftir umsögnum um drög að reglugerð um varnir gegn olíumengun frá starfsemi í landi, svo sem frá eldsneytisstöðvum og mannvirkjum á borð við lýsisgeyma. Markmiðið með reglugerðinni er að tryggja að ítrustu mengunarvarna sé gætt vð meðhöndlun og geymslu efnanna.
12.07.2016 - 12:28