Færslur: Umhverfisráðherra

Móta ber skýra framtíðarsýn í loftslagsmálum
Búa þarf Ísland undir þátttöku í kolefnishlutlausu hagkerfi framtíðarinnar. Fyrsta skrefið til þess er að styrkja umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Þetta kemur fram í nýlegri úttekt sem ráðgjafarfyrirtækið Capacent vann í samstarfi við Loftslagsráð.
Verði liður í að Ísland nái loftslagsmarkmiðum sínum
Stefnt er að því að draga úr losun frá sjávarútvegi og auka eftirspurn eftir heilnæmum íslenskum fiski með samstarfi stjórnvalda og sjávarútvegsfyrirtækja. 
Fáninn á of stuttri stöng við friðlýsingu Geysis
Athöfn um friðlýsingu Geysissvæðisins fór fram í gær þegar umhverfisráðherra skrifaði formlega undir friðlýsinguna. Íslenska þjóðfánanum var stillt upp á stöng við tilefnið. Svo virðist sem ekki hafi verið farið að fánareglum við athöfnina. Þjóðfáninn var á of stuttri stöng miðað við stærð fánans. 
Kanna tækifæri og ávinning af friðlýsingu landsvæða
Hjá SSNE er hafin vinna við að greina tækifæri sem felast í friðlýsingu landsvæða og áhrifin á nærsvæði þeirra. Einblínt verður á friðlýst svæði við Mývatn og Laxá.
14.05.2020 - 15:50
Telur ákveðin tækifæri liggja í frestun Hvalárvirkjunar
Umhverfisráðherra vill nota tækifærið, nú þegar undirbúningi Hvalárvirkjunar hefur verið frestað, og kanna möguleika á annars konar landnotkun en til rafmagnsframleiðslu. Hann minnir á það mat Náttúrufræðistofnunar að friða skuli virkjunarsvæðið.
14.05.2020 - 12:32
Viðtal
Leggjast yfir áætlanir og reyna að flýta uppbyggingu
Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, og Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra, finnst skjóta skökku við að gjald sé innheimt í ákveðnum tilgangi en hluti þess svo notaður í eitthvað annað. Þeir ætla að fara yfir áætlanir um uppbyggingu snjóflóðavarna með það að markmiði að reyna að flýta framkvæmdum. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Vonar að flugeldahópur skili í janúar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir að það fjölgi í hópi þeirra sem telji að grípa þurfi til aðgerða vegna mikillar mengunar af völdum flugelda.
Víkur vegna fyrri starfa hjá Landvernd
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra verður staðgengill Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, vegna ákvörðunar um friðlýsingu landslagsverndarsvæðis í Kerlingarfjöllum. Friðlýsingin hefur lengi staðið til. Ráðherra víkur sæti þar sem hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra Landverndar á þeim tíma sem samtökin sendu Umhverfisstofnun umsögn um málið.
Kastljós
Hendum þriðjungi af öllum mat
Þriðjungur af öllum mat sem er framleiddur í heiminum lendir í ruslinu. Hægt væri að fæða þrjá milljarða manna með þeim matvælum sem er hent, segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Með aukinni fólksfjölgun í heiminum gengur þetta ekki upp, segir Rakel Garðarsdóttir aðgerðasinni.
Myndband
Flothylki sýnir hvernig rusl hefur ferðast
Umhverfis- og auðlindaráðherra, sjósetti í dag flothylki úti fyrir Garðskaga af varðskipinu Þór til að sýna hvernig rusl í hafi ferðast til og frá norðurslóðum. Verkefnið tengist formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu og er ætlað að auka meðvitund og þekkingu fólks á rusli í hafi.
12.09.2019 - 23:27
Ráðherra gróðursetti með grunnskólabörnum
Í tilefni samstarfsyfirlýsingar Yrkjusjóðs, Skógræktarinnar og Landgræðslunnar gróðursetti Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindarráðherra, trjáplöntur í Þorláksskógum á Suðurlandi í dag ásamt hópi grunnskólabarna.  Yfirlýsingin erum aukna gróðursetningu grunnskólabarna og fræðslu fyrir þau um samspil kolefnisbindingar, landnotkunar og loftslagsmála, segir á vef Stjórnarráðs Íslands. Verkefnið er liður í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.
Viðtal
Verkefni ráðstefnunnar frekar tæknilegt
„Verkefni þessarar ráðstefnu er í sjálfu sér frekar tæknilegt. Það er að búa til reglur um hvernig við gerum grein fyrir árangri af aðgerðum þjóða, svona reka smiðshöggið á Parísarsamninginn," sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun um Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi.
Vill skýrari leikreglur í ráðstöfun bújarða
„Vel ræktanlegar jarðir eiga að vera í notkun til matvælaframleiðslu“, segir í svari Sigrúnar Magnúsdóttur Umhverfisráðherra við fyrirspurn Fréttastofu vegna eyðijarða í Meðallandi. Hún segir að skipun starfshóps ráðuneyta vegna ríkisjarða gæti orðið til bóta og að hlutverk Landgræðslunnar sé að græða land, en ekki safna bújörðum.
01.12.2015 - 17:36