Færslur: umhverfismat

Vilja að leyfi til eldis í sjó verði afturkölluð
Landssamband Veiðifélaga vill að rekstrarleyfi fiskeldis í sjó verði afturkölluð eða ógild eftir að Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu að mat á lífrænum áhrifum sjókvíaeldis skuli háð ákvæðum laga um umhverfsimat.
Þrjú sveitarfélög hafa samþykkt Suðurnesjalínu tvö
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2, milli Hafnarfjarðar og Rauðamels í landi Grindavíkur, í gær. Nú er beðið eftir því að Vogar ljúki umfjöllun sinni en þegar hefur borist samþykki frá bæjarstjórnum Hafnarfjarðar og Grindavíkur.
Kynna mat á umhverfisáhrifum Einbúavirkjunar
Einbúavirkjun ehf. hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna Einbúavirkjunar í Skjálfandafljóti. Um er að ræða rennslisvirkjun í landi Kálfborgarár og Einbúa í Bárðardal.
14.08.2019 - 14:27
Fimm ferðamannastaðir í verulegri hættu
Fimm náttúruperlur eru á rauðum lista Umhverfisstofnunnar, og því í verulegri hættu — þar af eru þrjár ófriðlýstar. Grípa þarf til aðgerða á fleiri svæðum segir Ólafur A. Jónsson, sviðstjóri hjá Umhverfisstofnun. „Þetta eru svæði sem umhverfisstofnun er að sinna og er að benda á að þarna eru brotalamir og þarna þarf að huga að uppbyggingu og skipulagi,“ segir Ólafur.
28.02.2019 - 12:02
Óljóst hvort hæð bygginga hafi áhrif á mengun
Óljóst er hvort hæð bygginga kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík hafi haft áhrif á dreifingu mengunar. Þegar mengunarspá var unnin voru áætlanir um lægri og færri byggingar. Umhverfismatið var svo byggt á spánni.
30.09.2017 - 12:34
Umhverfismat endurskoðað að hluta
Skipulagsstofnun telur að endurskoða skuli áhrif á landslag og ásýnd lands, ferðaþjónustu og útivist í umhverfismati Hvammsvirkjunar. Í úrskurði stofnunarinnar sem birtur var í dag eru ekki taldar forsendur að öðru leyti til endurskoðunar matsskýrslu um Hvammsvirkjun frá árinu 2003.
Ákvörðun um umhverfismat í næstu viku
„Þetta viðfangsefni hefur reynst tímafrekara en við töldum. Við höfum látið vita um það að ákvörðun okkar verði birt í næstu viku“, segir Rut Kristinsdóttir sviðsstjóri Umhverfissviðs Skipulagsstofnunar. Ákvörðunin snýst um hvort endurtaka þurfi umhverfismat fyrir Hvammsvirkjun í heild eða að hluta.