Færslur: Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

Sjónvarpsfrétt
Reyna að útvega raforku til íbúa á köldum svæðum
Umhverfis- og auðlindaráðherra segir mikilvægt að vernda heimili og lítil fyrirtæki og tryggja að þau geti tekið þátt í orkuskiptum. Stjórnvöld reyna nú að koma í veg fyrir að samfélög á köldum svæðum þurfi að grípa til olíukyndingar vegna skorts á raforku.  
Veit ekki hvað réttlætir fleiri fundi um rjúpnaveiðar
Formaður Skotveiðifélags Íslands segist ekki vita hvað réttlæti fleiri fundi til að ákveða fyrirkomulag rjúpnaveiða í ár. Fulltrúar félagsins hafa verið boðaðir á fund í Umhverfisráðuneytinu á morgun. Hann segir að Umhverfisstofnun hafi lagt til óbreytt fyrirkomulag veiða frá síðasta ári og Náttúrufræðistofnun ekki sett sig upp á móti því.
Plastmengun ein alvarlegasta ógnin við lífríki sjávar
Plastmengun er meðal alvarlegustu ógna sem steðja að lífríki sjávar við Íslandsstrendur, er fram kemur í nýrri skýrslu umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Í skýrsluni segir að margt hafi áunnist á undanförnum áratugum í baráttunni gegn mengun hafsins, en áríðandi sé að bregðast við þessari ógn sem fyrst.