Færslur: Umhverfis- og auðlindaráðherra
Skoða að koma Snæfellsnesi á lista hjá UNESCO
Kanna á kosti þess að koma Snæfellsnesi á lista hjá UNESCO yfir svokölluð mann- og lífhvolfssvæði. Þetta yrði fyrsta slíka svæðið hér á landi. Man and biosphere, eða maður og lífhvolf er heiti áætlunar á vegum UNESCO með það að markmiði að efla samband íbúa og umhverfis. 714 slík svæði eru þegar til í 129 löndum.
25.02.2021 - 19:14
Lög og reglur settar um vindmylluver
Umhverfisráðherra hefur kynnt tillögur um reglur sem eiga að gilda um uppbyggingu vindorku á Íslandi. Samkvæmt þeim er landinu skipt í þrjú svæði; svæði þar sem alfarið verður bannað að reisa vindorkuver, svæði þar sem ákveðnar hömlur verða settar á leyfi fyrir vindmyllur og loks svæði þar sem heimilt verður að virkja vindorku með samþykki viðkomandi sveitarfélags. Samorka segir að tillögurnar séu skref í rétta átt en það þurfi þó að breyta þeim. Framkvæmdastjóri vindmyllufyrirtækis segir að ums
28.01.2021 - 10:00
Segir mikilvægt að læra af hamförunum á Seyðisfirði
Umhverfisráðherra segir að nýta verði reynslu og þekkingu af hamförunum á Seyðisfirði til að koma koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur. Í dag hófst vinna við gerð varnarmannvirkja ofan byggðarinnar á Seyðisfirði.
15.01.2021 - 21:14
Tillögur að ofanflóðavörnum á Seyðisfirði kynntar í vor
Næsta vor eiga að liggja fyrir tillögur um ofanflóðavarnir á Seyðisfirði, segir umhverfisráðherra. Ekki sé verið að draga lappirnar. Til standi að finna leið til að drena vatn úr jarðlögum
20.12.2020 - 19:52
Deildar meiningar um hálendisþjóðgarð
Umhverfisráðherra segir hálendisþjóðgarð vera ómetanlegustu náttúru sem finnist í heiminum og hann verði stærsti þjóðgarður Evrópu. Formaður Framsóknarflokksins kallar eftir miklu meira samráði því samtalið hafi mistekist við það fólk sem búi næst þjóðgarðinum.
01.12.2020 - 22:17
60 ótímabær dauðsföll á ári af völdum svifryksmengunar
Umhverfisstofnun Evrópu áætlar að sextíu ótímabær dauðsföll á Íslandi megi rekja til útblástursmengunar. Þau séu öll vegna fíns svifryks en áhrif köfnunarefnisdíoxíðs og osóns á jörðu niðri séu hverfandi.
24.11.2020 - 04:39
Telur of margar stórar „smávirkjanir“ á teikniborðinu
Umhverfisráðherra telur að verið sé að undirbúa of margar virkjanir í flokki svokallaðra smávirkjana sem hafi umtalsverð neikvæð umhverfisáhrif. Nauðsynlegt sé að endurskoða lög um smávirkjanir og meta áhrifin af þeim frekar er uppsett afl.
28.08.2020 - 14:55
Raunhæft að minnka matarsóun um helming á tíu árum
Að minnka matarsóun hér á landi um helming á næstu tíu árum er mjög raunhæft verkefni. Þetta segir Gréta María Grétarsdóttir, formaður Matvælasjóðs, sem jafnframt situr í starfshópi um aðgerðaáætlun gegn matarsóun. Hún segir samstarf smásala og framleiðenda um framboð og eftirspurn afar mikilvægt.
12.07.2020 - 20:30