Færslur: Umhverfis- og auðlindaráðherra

Telur ekki bannað að koma sér á veiðislóð fyrir hádegi
Formaður Skotfélags Akureyrar segir að ekki sé hægt að banna rjúpnaskyttum að ganga á veiðislóð fyrir hádegi þótt sjálf rjúpnaveiðin megi ekki hefjast fyrr en klukkan tólf. Fyrsti dagur rjúpnaveiða er í dag og þar sem hann ber upp á mánudag fara væntanlega færri til veiða en væri fyrsti veiðidagur á laugardegi.
Nautgripabú bætast við loftslagsvænan landbúnað
Um þessar mundir auglýsa Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Skógræktin og Landgræðslan eftir fimmtán nautgripabúum til að taka þátt í verkefninu „Loftslagsvænum landbúnaði“.
Undirritun skilmála fyrir nýjum þjóðgarði frestast
Orkubú Vestfjarða hefur áhyggjur af því að fyrirhugaður þjóðgarður á Vestfjörðum muni standa í vegi fyrir nauðsynlegri uppbyggingu raforkuinnviða í landshlutanum. Skilmálar verða ekki undirritaðir 17. júní eins og upphaflega stóð til.
Skýrar flokkslínur í afstöðu til hálendisþjóðgarðs
Mikill munur er á afstöðu fólks til hálendisþjóðgarðs eftir stjórnmálaskoðunum. Mestur stuðningur við þjóðgarð er á meðal kjósenda Vinstri grænna og stjórnarandstöðuflokkanna en andstaðan er mest á meðal þeirra sem kjósa Miðflokk, Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk.
Myndskeið
„Eitt af stóru viðfangsefnunum sem blasa við okkur“
Það er alvarlegt mál hversu víða örplast er að finna, og nauðsynlegt að herða enn róðurinn í baráttunni gegn plastmengun. Þetta segir umhverfisráðherra. Hann vill að gerðir verði alþjóðlegir samningar til að berjast gegn því að plast berist í heimshöfin.
Myndskeið
Skoða að koma Snæfellsnesi á lista hjá UNESCO
Kanna á kosti þess að koma Snæfellsnesi á lista hjá UNESCO yfir svokölluð mann- og lífhvolfssvæði. Þetta yrði fyrsta slíka svæðið hér á landi. Man and biosphere, eða maður og lífhvolf er heiti áætlunar á vegum UNESCO með það að markmiði að efla samband íbúa og umhverfis. 714 slík svæði eru þegar til í 129 löndum.
Spegillinn
Lög og reglur settar um vindmylluver
Umhverfisráðherra hefur kynnt tillögur um reglur sem eiga að gilda um uppbyggingu vindorku á Íslandi. Samkvæmt þeim er landinu skipt í þrjú svæði; svæði þar sem alfarið verður bannað að reisa vindorkuver, svæði þar sem ákveðnar hömlur verða settar á leyfi fyrir vindmyllur og loks svæði þar sem heimilt verður að virkja vindorku með samþykki viðkomandi sveitarfélags. Samorka segir að tillögurnar séu skref í rétta átt en það þurfi þó að breyta þeim. Framkvæmdastjóri vindmyllufyrirtækis segir að ums
Segir mikilvægt að læra af hamförunum á Seyðisfirði
Umhverfisráðherra segir að nýta verði reynslu og þekkingu af hamförunum á Seyðisfirði til að koma koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur. Í dag hófst vinna við gerð varnarmannvirkja ofan byggðarinnar á Seyðisfirði.
Viðtal
Tillögur að ofanflóðavörnum á Seyðisfirði kynntar í vor
Næsta vor eiga að liggja fyrir tillögur um ofanflóðavarnir á Seyðisfirði, segir umhverfisráðherra. Ekki sé verið að draga lappirnar. Til standi að finna leið til að drena vatn úr jarðlögum
Deildar meiningar um hálendisþjóðgarð
Umhverfisráðherra segir hálendisþjóðgarð vera ómetanlegustu náttúru sem finnist í heiminum og hann verði stærsti þjóðgarður Evrópu. Formaður Framsóknarflokksins kallar eftir miklu meira samráði því samtalið hafi mistekist við það fólk sem búi næst þjóðgarðinum. 
60 ótímabær dauðsföll á ári af völdum svifryksmengunar
Umhverfisstofnun Evrópu áætlar að sextíu ótímabær dauðsföll á Íslandi megi rekja til útblástursmengunar. Þau séu öll vegna fíns svifryks en áhrif köfnunarefnisdíoxíðs og osóns á jörðu niðri séu hverfandi.
24.11.2020 - 04:39
Telur of margar stórar „smávirkjanir“ á teikniborðinu
Umhverfisráðherra telur að verið sé að undirbúa of margar virkjanir í flokki svokallaðra smávirkjana sem hafi umtalsverð neikvæð umhverfisáhrif. Nauðsynlegt sé að endurskoða lög um smávirkjanir og meta áhrifin af þeim frekar er uppsett afl.
Myndskeið
Raunhæft að minnka matarsóun um helming á tíu árum
Að minnka matarsóun hér á landi um helming á næstu tíu árum er mjög raunhæft verkefni. Þetta segir Gréta María Grétarsdóttir, formaður Matvælasjóðs, sem jafnframt situr í starfshópi um aðgerðaáætlun gegn matarsóun. Hún segir samstarf smásala og framleiðenda um framboð og eftirspurn afar mikilvægt.