Færslur: UMFÍ

Sjötíu nemendur þurftu fyrr heim úr ungmennabúðum
Sjötíu nemendur í níunda bekk voru sendir heim úr ungmennabúðum Ungmennafélags Íslands í gær eftir að kórónuveirusmit greindist hjá einum þeirra. Nemendurnir komu í búðirnar á mánudag og hefðu að óbreyttu farið heim um hádegisbil í dag. Unnið er að ítarlegri sótthreinsun húsnæðis ungmennabúðanna, segir í tilkynningu frá Ungmennafélaginu. Þá fer allt starfsfólk í smitgát og PCR-próf.
22.10.2021 - 09:09
 · Innlent · Menntamál · UMFÍ · COVID-19
Kyndilberar ungmennafélagsandans sæmdir gullmerki
Hjónin Gunnhildur Hinriksdóttir og Sigurbjörn Árni Arngrímsson ásamt Jóhönnu S. Kristjánsdóttur voru sæmd gullmerki Ungmennafélags Íslands á sambandsþingi UMFÍ í gær.
17.10.2021 - 13:14
„Verðum að tryggja reglu í lífi barna og ungmenna‟
Fulltrúar Ungmennafélags Íslands, UMFÍ, funduðu með ráðherrum ríkisstjórnarinnar í gær um næstu skref í baráttunni við kórónuveiruna. Var þetta níundi fundur ráðherra og hagsmunaaðila í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Á fundinum voru jafnframt fulltrúar úr stjórn Íþrótta- og Ólýmpiusambands Íslands auk fulltrúa listalífsins.
05.08.2021 - 10:29
Unglingalandsmóti UMFÍ aflýst
Unglingalandsmóti UMFÍ, sem halda átti á Selfossi um verslunarmannahelgina, hefur verið aflýst. Þetta er annað árið í röð sem mótið fellur niður.
23.07.2021 - 21:42
Myndskeið
Þrjú þúsund ungmenni flosna upp úr íþróttum eftir COVID
Þátttaka barna 10 ára og eldri í skipulögðu íþróttastarfi hér á landi hefur ekki verið minni í þrjú ár. Börnum og unglingum í skipulögðu íþróttastarfi fækkaði um þrjú þúsund milli ára og segir Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri UMFÍ að æfingabann vegna faraldursins sé líklegasta skýringin.  
12.01.2021 - 19:58
Nokkrar vikur að fá upplýsingar um sakavottorð þjálfara
Það getur tekið nokkrar vikur fyrir forráðamenn ungmennafélaga að komast að því hvort sá sem vill vinna með börnum hafi hreint sakavottorð. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands,  fagnar því að dómsmálaráðherra ætli að gera sakavottorð rafræn á fyrri hluta næsta árs. Með því verði öryggi barna í íþróttum aukið.
28.12.2019 - 18:07
Dreifa eyðublaði fyrir sakavottorð foreldra
Foreldrar þurfa að framvísa sakavottorði ef þeir ætla að fara sem sjálfboðaliðar í íþróttaferðir fyrir börn. Um þá gilda sömu reglur og starfsfólk íþróttafélaganna.
07.11.2019 - 12:21
Pönnukökur, pútt og partý á Sauðárkróki
Það verður nóg um að vera á Sauðárkróki um helgina þar sem að landsmót UMFÍ verður haldið. Hvort sem að þig langar að keppa í pútti eða pönnukökubakstri þá muntu finna eitthvað sem að hentar þér.
12.07.2018 - 14:50
Gleði og gaman í Hveragerði um helgina
Landsmót UMFÍ 50+ var haldið í Hveragerði um helgina. Keppninni var slitið í dag á landsfrægri keppni í stígvélakasti. Ætla má að rúmlega 1000 manns hafi komið til Hveragerðis um helgina í tengslum við mótið.
25.06.2017 - 20:44
Íþróttir · Landsmót · UMFÍ · 50+
UMFÍ vill lýðháskóla á Laugarvatn
Ungmennafélag Íslands vill stofna lýðháskóla á Laugarvatni með aðkomu yfirvalda menntamála og Bláskógabyggðar. Slíkur skóli gæti hafið störf eftir tvö ár.
03.08.2016 - 16:41
„Tökum nýja stefnu“
„Nýrrar stjórnar bíður að ljúka stefnumótun sem er langt komin. Hún felur í sér að fara vandlega ofaní verkefni Ungmennafélags Íslands, leggja af þau sem ekki ganga lengur og setja af stað önnur ný“, segir Haukur Valtýsson, sem kjörinn var formaður UMFÍ á sambandsþingi í Vík í Mýrdal um helgina.
20.10.2015 - 19:19