Færslur: Umferðartafir

Eldur slökktur í fólksbíl við mynni Hvalfjarðarganga
Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar gekk vel að slökkva eld í litlum fólksbíl sem kviknaði í skammt frá mynni Hvalfjarðarganga Akranesmegin. Óhappið varð nú á öðrum tímanum.
Umferð gengur hægt fyrir sig við Selfoss
Umferð hefur gengið hægt fyrir sig við Selfoss og hefur lögreglan á suðurlandi bent vegfarendum á að keyra Þrengslaveg sé förinni heitið í bæinn.
10.07.2021 - 16:57
Hellisheiði opin í dag en stefnt að lokun á morgun
Ekkert verður af lokun Hellisheiðar í dag. Vegagerðin var búin að gefa út leyfi til að malbika akreinar í báðar áttir neðst í Kömbunum í dag.
07.06.2021 - 08:55
Hafnarfjarðarvegi lokað til suðurs - umferð um hjáleið
Hafnarfjarðarvegur verður lokaður til suðurs í dag, laugardaginn 10. október milli klukkan 8 og 18 vegna vinnu við vegamót Hafnarfjarðarvegar og Vífilsstaðavegar í Garðabæ.
10.10.2020 - 08:45
Af vegaframkvæmdum næstu daga
Næstu þrjú kvöld má búast við töfum á Þjóðvegi 1 milli Borgarness og Hafnarfjalls vegna malbiksviðgerða. Þá stendur til að malbika Austurveg á Selfossi og fræsa og malbika gatnamót og beygjuramp við Miklubraut. Gatnamót Miklubrautar og Lönguhlíðar verða lokuð annað kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.
28.07.2020 - 13:45
Tafir á Miklubraut og Vesturlandsvegi í kvöld
Stefnt er að því að malbika tvo kafla á Miklubraut í kvöld og fræsa hluta af Vesturlandsvegi.
22.07.2020 - 15:18