Færslur: Umferðarslys

Óljóst hvenær hámarkshraði verður hækkaður á Kjalarnesi
Ekki hefur verið ákveðið hvenær hámarkshraði verður hækkaður á ný á vegkafla á Kjalarnesi þar sem banaslys varð í lok júní. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir mælingar á hemlunarviðnámi viðunandi. 
14.07.2020 - 15:41
Bílvelta á mislægum gatnamótum neðst í Ártúnsbrekku
Bíll valt á mislægum gatnamótum þar sem Sæbraut mætir Miklubraut nú á fimmta tímanum. Bílnum var ekið upp slaufuna sem leiðir upp í Ártúnsbrekku þegar hann valt.
12.07.2020 - 16:22
Einn fluttur með þyrlu eftir umferðarslys við Flúðir
Þriggja bíla árekstur varð rétt upp úr hálffjögur í dag í grennd við Flúðir. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á vettvang. Lögregla var kölluð út klukkan 15:36 og voru sjúkrabílar, lögregla og slökkvilið sent á vettvang.
Lífi 74 hefði mátt bjarga með bílbeltum
Af þeim sem dóu í bílslysum síðastliðin tuttugu ár hefðu 74, eða um fjórðungur, sennilega lifað af hefðu þeir verið í bílbeltum, samkvæmt upplýsingum rannsóknarnefndar samgönguslysa. Um tíu prósent landsmanna nota ekki bílbelti að staðaldri. Það er sorglegt að svo margir noti ekki bílbelti, segir rannsóknastjóri hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þau séu öflugt öryggistæki.
Viðtal
35 þúsund Íslendingar nota ekki bílbelti
Þrjátíu og fimm þúsund Íslendingar eða tíu prósent þjóðarinnar nota ekki bílbelti að staðaldri. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur í öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu, segir þetta áhyggjuefni einkum í ljósi þess að tveir þriðju þeirra sem létust í bílslysum í fyrra voru ekki í öryggisbelti. 
09.07.2020 - 08:29
Nöfn fólksins sem lést á Vesturlandsvegi
Fólkið sem lést í umferðarslysinu á Vesturlandsvegi á sunnudag hétu Finnur Einarsson, 54 ára, og Jóhanna Sigríður Sigurðardóttir, 53 ára.
01.07.2020 - 17:14
Nýtt malbik verður lagt yfir á Kjalarnesi
Nýtt malbik verður lagt yfir kafla á Kjalarnesi á milli Grundarhverfis og Hvalfjarðarganga. Kaflinn var mældur í morgun og reyndist mun hálli en kröfur eru gerðar um af Vegagerðinni. Banaslys varð á veginum í gær þegar bifhjól og húsbíll skullu saman. Tveir létust og einn slasaðist alvarlega.
29.06.2020 - 16:30
Vesturlandsvegi lokað vegna rannsóknar á slysstað
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun loka hluta Vesturlandsvegar klukkan eitt í dag vegna framhaldsrannsóknar á banaslysi sem varð í gær norðan Grundarhverfis.
Kastaðist út úr bíl sem valt á Hvalfjarðarvegi 
Þrír voru fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Hvalfjarðarveginum á áttunda tímanum í morgun. Slysið átti sér stað í nágrenni Hvalfjarðarganganna og valt bíllinn nokkrar veltur.
Féll af rafskútu og sló höfðinu í gangstétt
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um umferðarslys á Hverfisgötu. Þar hafði maður fallið af rafskútu og við það slegið höfðinu í gangstétt og misst meðvitund.
Óttast að umferð rafskúta verði eins og villta vestrið
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áhyggjur af aukinni notkun rafskúta bæði meðal barna og fullorðinna. Margir nota skúturnar mjög gáleysislega, eru ekki með hjálm og aka jafnvel á gangandi fólk. Nokkur slys hafa orðið í vor og yfirlögregluþjónn óttast að þau verði mun fleiri þegar líður á sumarið.
Engar athugasemdir við bilaðar bremsur fyrir banaslys
Fólksbíll sem fór út af veginum á Norðurlandsvegi í Langadal í apríl í fyrra, með þeim afleiðingum að erlendur karlmaður á sjötugsaldri lést, var með bilaðar bremsur og líkur á að hemlun afturhjóla hafi verið takmörkuð í nokkurn tíma. Bíllinn fór athugasemdalaust í gegnum skoðun þremur mánuðum fyrir slysið.
11.05.2020 - 10:13
Báðir ökumenn reyndust ölvaðir í umferðarslysi
Lögregla handtók mann og konu á höfuðborgarsvæðinu klukkan ellefu í gærkvöld vegna gruns um fíkniefna- og lyfjasölu. Konan er jafnframt grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna. Lögregla lagði hald á ýmis efni og peninga en þau voru bæði látin laus að skýrslutöku lokinni.
Umferðarslys á Kjalarnesi - einn fluttur á slysadeild
Umferðarslys varð á Kjalarnesi á níunda tímanum í morgun og var veginum lokað um tíma vegna þess. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var bíl ekið aftan á annan bíl. Einn var fluttur á slysadeild en ekki fást upplýsingar um hvort hann sé alvarlega slasaður.
05.04.2020 - 09:44
„Við viljum ekki að neinn gangi þarna yfir“
Nú stendur yfir fundur um umferðaröryggi við Hörgárbraut á Akureyri. Fulltrúar Vegagerðarinnar, skipulagsráðs Akureyrarbæjar og íbúa við Hörgárbraut sitja fundinn. Þar hafa orðið nokkur slys á undanförnum árum þar sem keyrt er á gangandi vegfarendur, nú síðast í byrjun febrúar.
24.02.2020 - 14:55
4 fluttir á slysadeild—búið að opna veginn um Kjalarnes
Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir árekstur upp á Kjalarnesi, tveir með sjúkrabíl og björgunarsveitin Kjölur flytur tvo. Vesturlandsvegi um Kjalarnes var lokað vegna slyssins í tæpa klukkustund en var opnaður aftur klukkan sjö. Lögreglan segir á Facebook-síðu sinni að veðrið á Kjalaranesi sé slæmt, blint og snarpar vinhviður.
19.02.2020 - 17:46
Ítrekað ekið á fólk við Hörgárbraut á Akureyri
Íbúar við Hörgárbraut á Akureyri hafa fengið sig fullsadda af tíðum slysum við götuna. Kona sem slasaðist alvarlega og missti hundinn sinn vill að bæjaryfirvöld grípi inn í áður en fleiri slys verða.
11.02.2020 - 23:05
Stúlkan sem varð fyrir bíl á Akureyri úr lífshættu
Stúlkan sem varð fyrir bíl á móts við Stórholt á Akureyri á laugardaginn er úr lífshættu og á batavegi. Tildrög slyssins voru þau að bíll ók gegn rauðu ljósi við gangbraut og hafnaði á stúlkunni.
10.02.2020 - 14:30
Erfiður dagur á Landspítalanum
Fjórir einstaklingar, þar af þrjú börn, liggja á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir harðan árekstur á Skeiðarársandi í gær. Forstöðumaður bráðalækninga á Landspítalanum segir gærdaginn hafa verið erfiðan og mikið álag sé á gjörgæsludeildinni.
Fluttu rútuna af slysstað
Rútan sem valt nærri bænum Öxl suður af Blönduósi á föstudag náðist upp í dag og var flutt af vettvangi. Lögreglan á Norðurlandi vestra tilkynnti upp úr hádegi að það kynni að koma til umferðartafa á Þjóðvegi 1 meðan unnið væri að því að ná rútunni upp. Það skotgekk hins vegar. Aðstæður voru góðar meðan rútunni var lyft upp á pall flutningabíls og fáir á ferð, að sögn lögreglu.
12.01.2020 - 15:41
Áverkar hjólreiðarmannsins minniháttar
Meiðsli hjólreiðarmanns, sem ekið var á laust eftir klukkan tvö í gær á Miðhúsabraut við Þórunnarstræti á Akureyri, eru ekki alvarleg og áverkar minniháttar. Greint var frá því í gær að maðurinn hefði verið fluttur til aðhlynningar á Sjúkrahúsið á Akureyri í kjölfar slyssins. Þá var ekki hægt að gefa upp upplýsingar um ástand og líðan mannsins.
23.11.2019 - 08:44
Ekið á hjólreiðamann á Akureyri
Ekið var á hjólreiðamann á Akureyri laust eftir klukkan tvö í dag. Slysið varð á Miðhúsabraut við Þórunnarstræti. Hjólreiðamaðurinn var fluttur til aðhlynningar á Sjúkrahúsið á Akureyri en ekki er vitað um ástand hans.
22.11.2019 - 14:52
 · Innlent · Akureyri · Slys · Umferðarslys · hjólreiðar
Vöruflutningabíll valt á Fjarðarheiði
Ökumaður slapp ómeiddur þegar vöruflutningabíll valt á Fjarðarheiði í dag. Bíllinn skemmdist lítið en vinna við að koma honum aftur upp á veginn stendur nú yfir.
22.10.2019 - 13:49
Nokkur umferðaróhöpp á Akureyri vegna hálku
Sjö minniháttar umferðaróhöpp hafa orðið innanbæjar á Akureyri í dag. Mikið snjóaði á Akureyri í nótt og hálka er á götum bæjarins. Að sögn lögreglunnar hafa engin meiðsl orðið á fólki en talsvert tjón á bílum.
22.10.2019 - 12:33
Bíll valt er hann rann út af veginum í hálku
Bíll valt á Hlíðarfjallsvegi við Hlíðarfjall, ofan Akureyrar á áttunda tímanum í dag. Tvennt var í bílnum, ökumaður og farþegi, og var það flutt á sjúkradeild til skoðunar með minniháttar áverka.
12.10.2019 - 09:34