Færslur: umferðaróhapp

Kviknaði í bíl á Borgarfjarðarbrú
Eldur kviknaði í bíl um fjögur leytið í dag á syðri enda Borgarfjarðarbrúar. Bílinn var á miðjum veginum og þurfti að loka brúnni í báðar áttir. Miklar umferðartafir eru vegna þessa.
12.06.2022 - 17:10
Hvalfjarðargöng opnuð að nýju
Hvalfjarðargöng hafa verið opnuð fyrir umferð að nýju en þeim var lokað fyrr í kvöld vegna umferðaróhapps að því er fram kom í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. Að sögn vegfaranda myndaðist löng bílaröð beggja vegna ganganna.
22.05.2022 - 22:59
Mótorhjólaslys á Snæfellsnesi
Mótorhjólaslys varð á Snæfellsnesi við Grundarfjörð í kringum klukkan fimm í dag.
14.05.2022 - 17:30
Keyrði á sjúkrabíl á Miklubraut
Sjúkrabíll lenti í árekstri á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar skömmu eftir hádegi í dag.
Einn fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir árekstur
Einn var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri fyrr í dag eftir tveggja bíla árekstur á Ólafsfjarðarvegi.
19.02.2022 - 13:16
Þriggja bíla árekstur á Snæfellsnesi
Þriggja bíla árekstur varð á Snæfellsnesi um klukkan tólf í dag, við afleggjarann að Rifi.
19.02.2022 - 12:57
Brutu sóttvarnarreglur skömmu fyrir afléttingu
Lögregla þurfti að hafa afskipti af veitingastað í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi vegna brota á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu eins og það er orðað í dagbók lögreglunnar. Stjórnvöld boðuðu til afléttingar sóttvarnaaðgerða í gær sem tóku þó ekki gildi fyrr en á miðnætti.
Flutningabíll utanvegar eftir árekstur í Mosfellsbæ
Flutningabíll valt út af þjóðveginum norðan við Mosfellsbæ í kvöld. Að sögn lögreglufulltrúa í umferðardeild rakst fólksbíll utan í bílinn, en nokkur hálka er á veginum.
Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Reykjavík
Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir umferðaróhapp í Reykjavík nú skömmu fyrir klukkan sjö. Þá skullu saman tveir fólksbílar nærri gatnamótum Suðurgötu og Hjarðarhaga.
Lögregla varar við sviksamlegum símtölum
Lögreglan á Norðurlandi eystra varar símtölum úr erlendu númeri þar sem reynt er að telja fólki trú um að það eigi hlut að umferðaróhappi. Jafnvel er uppi grunur að smáforrit eða app sé notað til að hrella fólk með þessum hætti.
Ölvaður átti bágt með að komast inn í eigið hús
Talsverðar annir voru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og í nótt. Þrettán manns gista fangageymslur eftir nóttina. Hnífamaður gekk um borgina og ofurölvi maður átti í vandræðum með að komast inn í eigið hús.
Rúta festist í Akstaðaá
Björgunarsveitir voru kallaðar út fyrr í dag þegar rúta festist í Akstaðaá á Þórsmerkurleið. Í rútunni voru 32 farþegar og gekk vel að koma þeim í land að sögn upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Rútunni hefur einnig verið komið í land til þess að koma í veg fyrir mögulegt mengunarslys.
Bílvelta á Suðurstrandarvegi
Fólksbíll valt út af Suðurstrandarvegi um klukkan sex í kvöld. Lögreglan á Suðurnesjum gat ekki gefið nánari upplýsingari um slysið að svo stöddu en meiðsl á fólki eru talin vera minniháttar.
05.09.2021 - 20:36
Fólksbíll eyðilagðist í bruna á Kleifaheiði
Lítill fólksbíll er ónýtur eftir að eldur kviknaði í honum á þjóðveginum á Kleifaheiði nærri Patreksfirði í kvöld. Slökkvilið Patreksfjarðar fékk tilkynningu um eldinn á tólfta tímanum og sendi einn slökkvibíll á vettvang.
Hvalfjarðargöngin opin að nýju öðru sinni í kvöld
Umferð hefur verið hleypt um Hvalfjarðargöng að nýju eftir umferðaróhapp sem varð þar á tólfta tímanum.Tvisvar þurfti að loka göngunum í kvöld vegna umferðaróhappa og varðstjóri hjá slökkviliði hvetur ökumenn til aðgátar.
Hvalfjarðargöng lokuð öðru sinni í kvöld
Hvalfjarðargöng eru lokuð vegna áreksturs tveggja bíla í göngunum. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru tveir sjúkrabílar á leið á staðinn en hann segir allt útlit fyrir að óhappið sé minniháttar. 
Hvalfjarðargöng opin að nýju eftir umferðaróhapp
Hvalfjarðargöng eru opin fyrir umferð að nýju eftir að þrír bílar skullu þar saman í kvöld. Varðstjóri slökkviliðs hvetur til varkárni á vegum úti enda umferð tekin að þyngjast.
Flest á hreinu hjá veitingastöðum í borginni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti sóttvarnaeftirliti með veitingahúsum í gærkvöldi. Í dagbók kemur fram að nánast alls staðar hafi allt verið á hreinu.
Hreindýr hlaupa fyrir bíla á Norðfjarðarvegi
Óhöpp hafa hlotist af því að hreindýr hlaupa í veg fyrir bíla sem fara um Norðfjarðarveg við álverið í Reyðarfirði. Allstór hreindýrahjörð hefur haldið sig á þessum slóðum um nokkra hríð. Lögreglan á Austurlandi hvetur því ökumenn sem þarna eiga leið um til árverkni sérstakrar árverkni. 
Ónæði af flugeldum um allt höfuðborgarsvæðið
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst fjöldi tilkynninga um hávaða og ónæði af völdum sprengiglaðra í öllum hverfum borgarinnar í gærkvöld og nótt.
Minnst 16 fórust í rútuslysi í Brasilíu
Minnst 16 eru látin og 27 slösuð eftir að langferðabíl var ekið fram af brú nærri bænum Joao Monlevade í Brasilíu í dag.
05.12.2020 - 00:26
Myndskeið
Umferðarslysum hefur fækkað um 30%
Umferðarslysum á Suðurlandi hefur fækkað um þrjátíu prósent síðan faraldurinn braust út. Lögreglan hefur haft meira svigrúm til þess að sinna hvers konar sóttvarnaeftirliti í staðinn.
Algengt að eldur kvikni í eldri bílum
Bíll sem kviknaði í á Höfðabakka í gær er að öllum líkindum af gerðinni Volvo XC90 og er með fimm strokka dísilvél. Hann er af árgerð fyrir 2014 og því ekki á lista Brimborgar, umboðs Volvo á Íslandi, yfir Volvo bíla sem umboðið innkallar vegna galla í kælikerfi. Þetta staðfestir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, við fréttastofu.
Bílabruni á Höfða
Eldur kviknað í Volvo jepplingi á ljósunum á Höfðabakka í morgun. Slökkviðlinu barst tilkynning um brunann tuttugu mínútum fyrir níu og var störfum lokið á vettvangi um hálftíma síðar. Mikill eldur logaði í vélarhúsi bílsins.
Bíll valt á Möðrudalsöræfum og hafnaði á hvolfi
Bíll með aftanívagn fauk út af veginum á Möðrudalsöræfum fyrir stuttu. Aftanívagninn er töluvert skemmdur og bíllinn hafnaði á hvolfi á miðjum veginum. Engin slys urðu á fólki. Lögreglan á Egilsstöðum er komin á staðinn.