Færslur: umferðaróhapp

Flest á hreinu hjá veitingastöðum í borginni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti sóttvarnaeftirliti með veitingahúsum í gærkvöldi. Í dagbók kemur fram að nánast alls staðar hafi allt verið á hreinu.
Hreindýr hlaupa fyrir bíla á Norðfjarðarvegi
Óhöpp hafa hlotist af því að hreindýr hlaupa í veg fyrir bíla sem fara um Norðfjarðarveg við álverið í Reyðarfirði. Allstór hreindýrahjörð hefur haldið sig á þessum slóðum um nokkra hríð. Lögreglan á Austurlandi hvetur því ökumenn sem þarna eiga leið um til árverkni sérstakrar árverkni. 
Ónæði af flugeldum um allt höfuðborgarsvæðið
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst fjöldi tilkynninga um hávaða og ónæði af völdum sprengiglaðra í öllum hverfum borgarinnar í gærkvöld og nótt.
Minnst 16 fórust í rútuslysi í Brasilíu
Minnst 16 eru látin og 27 slösuð eftir að langferðabíl var ekið fram af brú nærri bænum Joao Monlevade í Brasilíu í dag.
05.12.2020 - 00:26
Myndskeið
Umferðarslysum hefur fækkað um 30%
Umferðarslysum á Suðurlandi hefur fækkað um þrjátíu prósent síðan faraldurinn braust út. Lögreglan hefur haft meira svigrúm til þess að sinna hvers konar sóttvarnaeftirliti í staðinn.
Algengt að eldur kvikni í eldri bílum
Bíll sem kviknaði í á Höfðabakka í gær er að öllum líkindum af gerðinni Volvo XC90 og er með fimm strokka dísilvél. Hann er af árgerð fyrir 2014 og því ekki á lista Brimborgar, umboðs Volvo á Íslandi, yfir Volvo bíla sem umboðið innkallar vegna galla í kælikerfi. Þetta staðfestir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, við fréttastofu.
Bílabruni á Höfða
Eldur kviknað í Volvo jepplingi á ljósunum á Höfðabakka í morgun. Slökkviðlinu barst tilkynning um brunann tuttugu mínútum fyrir níu og var störfum lokið á vettvangi um hálftíma síðar. Mikill eldur logaði í vélarhúsi bílsins.
Bíll valt á Möðrudalsöræfum og hafnaði á hvolfi
Bíll með aftanívagn fauk út af veginum á Möðrudalsöræfum fyrir stuttu. Aftanívagninn er töluvert skemmdur og bíllinn hafnaði á hvolfi á miðjum veginum. Engin slys urðu á fólki. Lögreglan á Egilsstöðum er komin á staðinn.
Ók upp á vegrið og festist
Bíl var ekið upp á vegrið, sem skilur á milli akreina á Reykjanesbraut til móts við golfvöll Keilis, um hádegisleytið í dag og festist hann þar.
26.07.2020 - 13:51
„Þarna sluppu menn með skrekkinn“
Reiðhjólafestingar á bíla falla undir reglugerð um frágang á farmi og refsivert er að ganga ekki tryggilega frá reiðhjólum sem fest eru á bíla. Þetta segir Guðbrandur Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann segist sleginn eftir að hafa séð myndband á ruv.is sem sýnir þrjú reiðhjól losna af þaki bíls á ferð, litlu hefði mátt muna að slys hefði orðið.
Myndskeið
Hársbreidd frá slysi þegar hjól losnuðu af þaki bíls
„Þetta gerðist á augnabliki. Ég hafði sekúndubrot til að bregðast við og til allrar hamingju urðu engin slys á fólki.“ Þetta segir Ómar Örn Sæmundsson sem í gær var á ferð á Vesturlandsvegi um Kollafjörð ásamt fjölskyldu sinni, þegar þrjú reiðhjól og festingar, sem voru á þaki bíls sem ók á móti honum, losnuðu og komu fljúgandi í átt að bíl Ómars.
25.07.2020 - 13:47
Mikill glaumur á höfuðborgarsvæðinu í nótt
Hávær gleðskapur var víða í heimahúsum á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Rúta með 45 manns út af veginum en engin slys á fólki
Rúta með 45 manns fór út af veginum við Bolöldu á Hellisheiði á áttunda tímanum í kvöld. Óttast var að hún gæti farið á hliðina þar sem hún stóð í halla og voru tveir sjúkrabílar og einn slökkvibíll sendur á staðinn úr Reykjavík.
26.01.2020 - 20:14
Ökumaður grunaður um ölvun stakk af eftir umferðaróhapp
Lögreglu barst tilkynning um umferðaróhapp í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld. Ökumaðurinn, sem stakk af eftir óhappið, var handtekinn skömmu síðar. Hann er grunaður um ölvun við akstur og akstur mót einstefnu. Þá fór hann ekki að fyrirmælum lögreglu. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins.
Áverkar hjólreiðarmannsins minniháttar
Meiðsli hjólreiðarmanns, sem ekið var á laust eftir klukkan tvö í gær á Miðhúsabraut við Þórunnarstræti á Akureyri, eru ekki alvarleg og áverkar minniháttar. Greint var frá því í gær að maðurinn hefði verið fluttur til aðhlynningar á Sjúkrahúsið á Akureyri í kjölfar slyssins. Þá var ekki hægt að gefa upp upplýsingar um ástand og líðan mannsins.
23.11.2019 - 08:44
Bíll valt er hann rann út af veginum í hálku
Bíll valt á Hlíðarfjallsvegi við Hlíðarfjall, ofan Akureyrar á áttunda tímanum í dag. Tvennt var í bílnum, ökumaður og farþegi, og var það flutt á sjúkradeild til skoðunar með minniháttar áverka.
12.10.2019 - 09:34
Útkall vegna árekstrar og olíuleka
Fimm bíla árekstur varð á Reykjanesbraut í dag. Einn var fluttur á slysadeild með minniháttar áverka. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út og þurfti meðal annars að hreinsa olíu sem lak á veginn.
Lögreglubifreið í hörðum árekstri
Lögreglubifreið og fólksbifreið lentu í árekstri á gatnamótum Háaleitisbrautar og Miklubrautar í Reykjavík eftir hádegi í dag.
04.09.2019 - 14:46
Hellisheiði opin á ný
Lokað var fyrir umferð í vesturátt um Hellisheiði nú um klukkan 17:00 og var vegurinn opnaður á ný um klukkan 18:00. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi varð árekstur tveggja til þriggja bíla við afleggjarann að Skíðaskálanum í Hveradölum. Ekki er vitað til þess að neinn hafi hlotið teljandi meiðsli.
25.01.2019 - 17:35
Bílvelta í Kömbunum
Lítil rúta valt á Suðurlandsvegi, í Kömbunum, nú eftir hádegi. Tveir voru í bílnum og er allt útlit fyirr að þeir hafi sloppið án teljandi meiðsla, samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Árnessýslu. Þeir voru fastir í öryggisbeltum eftir veltuna og fengu hjálp frá sjúkraflutningamönnum sem losuðu þá. Ökumaðurinn og farþeginn voru fluttir á sjúkrahús til frekari skoðunar.
14.01.2019 - 14:51
Fleiri stinga af en áður
Það virðist færast í aukana að fólk sem ekur fyrir slysni á aðra bíla láti sig hverfa af vettvangi án þess að tilkynna um óhappið. Það sem af er ári hefur lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu verið tilkynnt um tæplega 100 tilvik þar sem fólk hefur stungið af. 
16.02.2018 - 12:19
Bakkaði á rútu og stakk af
Lögreglu barst tilkynning upp úr klukkan fimm í dag um bifreið við BSÍ umferðarmiðstöð í Reykjavík sem hafði bakkað á rútu og stungið af. Ökumaður var handtekinn nokkru síðar og vistaður í fangaklefa. Í dagbók lögreglu kemur fram að maðurinn var ölvaður.
10.07.2017 - 23:27
Búið að opna Hvalfjarðargöngin
Hvalfjarðargöngin hafa verið opnuð á ný eftir umferðarslys sem varð þar rétt upp úr klukkan fimm í morgun. Þar missti ungur maður stjórn á bíl sínum og ók utan í gangavegginn. Maðurinn slapp nokkuð vel úr óhappinu en var þó fluttur til aðhlynningar á Landspítalan í Fossvogi. Bíllinn skemmdist hins vegar mikið og var fjarlægður af dráttarbíl. Slökkvilið sendi dælubíl á staðinn til að þrífa upp olíu.
30.06.2017 - 06:54
Á þriðja tug látnir í rútuslysi í Tyrkland
Að minnsta kosti tuttugu og þrír létust og ellefu eru alvarlega særðir eftir rútuslys í suðurhluta Tyrklands í dag, nálægt strandbænum Marmaris. Rútan fór út af vegi sem liggur um bratta fjallshlíð og féll um fimmtán metra á veginn fyrir neðan, þar sem hún skall á bíl með þremur farþegum. Þeir komust ekki lifandi af. Tyrkneskir fjölmiðlar segja að í rútunni hafi verið konur og dætur þeirra sem voru ferðalagi í tilefni af mæðradeginum sem er á morgun.
13.05.2017 - 18:25