Færslur: Umferðareftirlit

Muna ekki eftir rólegri umferð á Þorláksmessu
Umferð er jafnan mikil á höfuðborgarsvæðinu á Þorláksmessu. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, man vart eftir rólegri umferð á Þorláksmessu en þetta árið, hún hefur verið með rólegasta móti á höfuðborgarsvæðinu í dag.
Sjónvarpsfrétt
Umferð stöðvuð á Hringbraut í átaki gegn ölvunarakstri
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu setti upp vegartálma á Hringbraut í Reykjavík í kvöld, þar sem hver einasti ökumaður var prófaður með áfengismæli. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði að því miður hefðu aðeins liðið nokkrar mínútur þar fyrsti ökumaðurinn mældist ölvaður undir stýri.
Lögregla þurfi að hraðamæla rafmagnshjól
Árni Davíðsson, formaður landssamtaka hjólreiðamanna, telur ekki þörf á því að gerðir séu sérstakir hjólastígar fyrir hraðari hjólaumferð. Þá bendir hann á að það sé í verkahring lögreglunnar að taka rafmagnshjól eða létt bifhjól úr umferð sem fari of hratt á göngu- eða hjólastígum.
Hraðamyndavélar teknar í notkun við Hörgárbraut
Nýjar stafrænar hraðamyndavélar voru teknar í notkun nærri ljósastýrðri gangbraut við Hörgárbraut á Akureyri í morgun. Uppsetning þeirra er hluti af umferðaröryggisáætlun stjórnvalda og er ætlað að draga úr brotum og slysum á brautinni.
Umferð á Suðurlandi farið rólega af stað
Viðbúið er að margir verði á faraldsfæti í dag, og eins og venjulega um verslunarmannahelgi mun straumurinn að líkindum liggja til höfuðborgarsvæðisins, bæði að sunnan og norðan.
Myndskeið
Þyrla Landhelgisgæslunnar við hraðamælingar
Þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í vegaeftirliti og hraðamælingum á milli Reykjavikur og Akureyrar í samstarfi við lögregluna í gær.
Stöðvaður á 154 kílómetra hraða á Ólafsfjarðarvegi
Lögreglan á Norðurlandi eystra stöðvaði ökumann á 154 kílómetra hraða á Ólafsfjarðarvegi í dag. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar og upplýst að viðurlög við broti af þessu tagi séu ökuleyfissvipting og 210 þúsund króna sekt í ríkissjóð.
Myndskeið
Umferðarslysum hefur fækkað um 30%
Umferðarslysum á Suðurlandi hefur fækkað um þrjátíu prósent síðan faraldurinn braust út. Lögreglan hefur haft meira svigrúm til þess að sinna hvers konar sóttvarnaeftirliti í staðinn.
Myndskeið
Líkja ástandinu við villta vestrið og óttast stórslys
Íbúar í efri byggðum Kópavogs eru uggandi yfir ógætilegum akstri ungmenna á léttum bifhjólum á göngustígum í hverfinu. Foreldri lýsir ástandinu eins og villta vestrinu og að nauðsynlegt sé að bregðast við áður en illa fer.
Myndskeið
Ökumenn hunsa hraðatakmarkanir á nýmalbikuðum vegum
Hraðatakmarkanir á nýmalbikuðum vegköflum eru endurtekið virtar að vettugi. Þetta segir fræðslufulltrúi Samgöngustofu. Malbik var endurnýjað á nokkrum stöðum í grennd við höfuðborgina í kjölfar umferðarslyss á Kjalarnesi í sumar.
06.08.2020 - 22:39
13% meiri umferð í júlí en í júní
Umferðin á Hringveginum í júlí var 13% meiri en í júnímánuði og 3,4% minni en í júlí í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Vegagerðarinnar. Þar segir að yfir allt árið gæti umferðin á hringveginum verið 10% minni í ár en í fyrra. Sunnudagar eru þeir vikudagar þar sem umferð hefur dregist mest saman og frá áramótum hefur umferð dregist saman um 12,1% miðað við sama tímabil í fyrra.
04.08.2020 - 17:37
Ók upp á vegrið og festist
Bíl var ekið upp á vegrið, sem skilur á milli akreina á Reykjanesbraut til móts við golfvöll Keilis, um hádegisleytið í dag og festist hann þar.
26.07.2020 - 13:51
57 teknir fyrir of hraðan akstur
Brot 57 ökumanna voru mynduð á Vesturlandsvegi í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem ekið var Vesturlandsveg í suðurátt að Víkurvegi eftir hádegi. Einungis um 5% óku of hratt en um 1.218 ökutæki óku þessa akstursleið á þeirri klukkustund sem fylgst var með akstri. Meðalhraði þeirra sem óku of hratt var 92 kílómetrar á klukkustund en hámarkrshraði á götunni er 80.
30.05.2020 - 21:30
Þrjú fíkniefnamál komu upp á Lauf­skála­rétt
Þrjú fíkniefnamál komu á borð lögreglunnar á Norðurlandi vestra um helgina en réttað var í Lauf­skála­rétt í Hjaltadal á laugardag. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni var um talsvert magn að ræða sem talið er að hafi verið ætlað til sölu á svæðinu.
Fleiri hraðakstursbrot eftir hækkun sekta
Hraðakstursbrotum fjölgaði um tvö þúsund á höfuðborgarsvæðinu yfir sumartímann í fyrra þrátt fyrir að sektir hefðu verið hækkaðar og allt að fjórfaldaðar það ár. 
Hraðasektir fyrir tvær milljónir um helgina
Lögreglan á Suðurlandi innheimti hraðasektir við Vík og Kirkjubæjarklaustur fyrir samtals rúmlega 2,2 milljónir króna um síðustu helgi. Þessi upphæð miðast við þá sem greiddu á staðnum með korti. Ótaldir eru þeir sem ekki gátu greitt á strax og fá sendan greiðsluseðil.
125 ökumenn keyrðu of hratt á Norðvesturlandi
Það var mikið að gera hjá lögreglunni á Norðurlandi-vestra um helgina í verkefnum tengdum umferð. Margir óku of hratt og einn var tekinn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna.
25.02.2019 - 10:50
Öryggi barnanna í ólagi við leikskóla
Lögreglan á Suðurnesjum segir að niðurstöður umferðareftirlits við leikskóla í Reykjanesbæ hafi ekki verið góðar. Verið var að kanna notkun öryggisbúnaðar ökumanna og barna um borð í bílunum á leið í leikskólann. Í ljós kom að allt of margir hafi ekki verið með öryggismálin í lagi.
08.01.2019 - 21:58
Umferð um Selfoss þung og hreyfist hægt
Umferð í gegnum Selfoss og vestureftir er þung og hreyfist hægt, segir lögregla. Umferðin hafi sennilega náð hámarki núna um fimmleytið. Ökumenn hafa verið til fyrirmyndar í umferðinni þrátt fyrir að nokkrir hafi farið of snemma af stað eftir skemmtun helgarinnar, skrifar lögreglan á Suðurlandi á Facebook.
Ofsaakstur á Reykjanesbraut
Þrír ökumenn voru stöðvaðir fyrir ofsaakstur á Reykjanesbraut við Kópavog í gærkvöldi og nótt.
13.05.2018 - 08:04
Á 137 km hraða með fjögur börn í aftursætinu
Í gær stöðvaði lögreglan á Norðurlandi vestra erlendan ökumann á 137 kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Maðurinn var á bílaleigubíl, fjögur börn voru í aftursætinu og bíllinn ótryggður.
02.05.2018 - 10:05
47% tala í síma undir stýri
Þeim fækkar á milli ára sem segjast nota síma undir stýri. 47 prósent þeirra sem svöruðu könnun MMR segjast hafa talað í farsíma undir stýri án handfrjáls búnaðar á síðustu 12 mánuðum.
07.12.2017 - 17:40
Minna öryggi eftir því sem börn eru eldri
Tvö prósent barna eru laus í bílnum í dag, samkvæmt árlegri könnun Samgöngustofu. Þetta er mikill munur frá því Samgöngustofa byrjaði að kanna öryggi barna í bílum árið 1985, þá voru um 80 prósent barna voru laus í bílnum.
21.11.2017 - 11:23
Sektir fyrir farsímanotkun verði áttfaldaðar
Um 500 manns eru sektaðir árlega fyrir farsímanotkun undir stýri en varðstjóri hjá lögreglu telur sektirnar svo lágar að ökumönnum sé sama um þær. Ríkissaksóknari hefur lagt til að þær verði verði áttfaldaðar. Sekt fyrir að nota farsíma undir stýri er nú 5.000 krónur, en hún lækkar í 3.750 krónur ef hún er greidd innan mánaðar.
04.07.2017 - 22:09
Hraðakstur og sleifarlag í stærri bílum
Lögreglan á Suðurlandi tók 33 ökumenn fyrir of hraðan akstur undanfarna viku. Þar af voru 15 teknir á milli Víkur í Mýrdal og Hafnar í Hornafirði, en þar hefur mikið verið um hraðakstur síðustu vikur. Lögreglumenn á Suðurlandi og úr Umferðareftirlitsdeild lögreglunnar höfðu afskipti af allmörgum stærri bílum í vikunni, þar sem notkun bílbelta, ökurita, hvíldartíma ökumanna og fleira var ábótavant.
14.03.2016 - 14:49