Færslur: umferð

Eitt af hverjum hundrað börnum laust í bíl
Eitt af hverjum hundrað börnum á leikskólaaldri, eða um eitt prósent, er laust í bílum, og því í mikilli hættu. Árið 1985 voru 80 prósent barna laus í bílum. Mikill árangur hefur náðst í að tryggja öryggi barna í bílum.
Viðtal
Álögur eiga ekki að þurfa að breytast
Álögur eiga ekki að þurfa að breytast þótt leiðir til fjármögnunar nýs samgöngukerfis breytist, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Málið snúist einnig um forgangsröðun í ríkisfjármálum.
27.09.2019 - 09:22
Fleiri hraðakstursbrot eftir hækkun sekta
Hraðakstursbrotum fjölgaði um tvö þúsund á höfuðborgarsvæðinu yfir sumartímann í fyrra þrátt fyrir að sektir hefðu verið hækkaðar og allt að fjórfaldaðar það ár. 
Þriðjungur bílstjóra ekki búinn að átta sig
Hámarskhraði á Hringbraut var nýlega lækkaður úr 50 niður í 40 en þriðjungur bílstjóra lætur sem ekkert sé. Samgöngustjóri Reykjavíkurborgar vonar að hraðaglaðir ökumenn sjái að sér og aðhald lögreglu hafi áhrif. Hann boðar þó jafnframt frekari aðgerðir til að halda þeim við efnið. 
24.07.2019 - 18:35
Myndskeið
Viðmót græna kallsins veldur gremju
Reykjavíkurborg hefur síðastliðið ár unnið að því að bregðast við ábendingum gangandi og hjólandi vegfarenda sem eru gramir vegna græna kallsins og frammistöðu hans víða um borgina. Ólík sjónarmið eru um hvort gangandi og hjólandi sé gert jafnhátt undir höfði og akandi. 
Myndskeið
Rafmagnshlaupahjól í auknum mæli í Reykjavík
Rafhlaupahjól sjást í auknum mæli í Reykjavík og nú stendur til að fara að leigja þau út, en nokkrir hafa sótt um að reka rafmagnshlaupahjólaleigu eða reiðhjólaleigu í Reykjavík. Mikið hefur selst af rafhlaupahjólum undanfarið. Reynslan af þessum hjólum er misjöfn í borgum Evrópu.
17.07.2019 - 21:25
Met slegið í umferð á höfuðborgarsvæðinu í maí
Um fimm prósent aukning var á umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í maí síðastliðinn miðað við maí í fyrra. Samkvæmt frétt af vef Vegagerðarinnar er það nýtt met og mun meiri aukning en varð á síðasta ári í sama mánuði þegar umferðin jókst um 2,6 prósent miðað við árið þar á undan, 2017.
07.06.2019 - 07:58
Ný tegund veggjalda rædd í Noregi
Tafagjöld af bílum er innheimt í fimm borgum í Noregi. Umferðin á álagstímum minnkaði um 13% í Björgvin á tveimur árum eftir að gjöldin voru lögð á. Á norska þinginu er nú meirihluti fyrir því að taka upp nýtt innheimtukerfi sem miðast við að bíleigendur verði rukkaðir um þá vegalengd sem þeir aka á gjaldskyldum svæðum.
04.06.2019 - 11:58
 · Erlent · Noregur · umferð
Hvetja til þolinmæði vegna tafa í umferðinni
Áfram verður unnið við gatnagerð á höfuðborgarsvæðinu í dag og lögregla hvetur vegfarendur til þess að sýna þolinmæði og tillitssemi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fjallar um lokanir og þrengingar á götum vegna framkvæmdanna á Facebook-síðu sinni í dag. Þar kemur fram að margir hafi haft samband við embættið í gær og lýst óánægju sinni með framkvæmdir og töfum á umferð.
23.05.2019 - 10:31
Hraðasektir fyrir tvær milljónir um helgina
Lögreglan á Suðurlandi innheimti hraðasektir við Vík og Kirkjubæjarklaustur fyrir samtals rúmlega 2,2 milljónir króna um síðustu helgi. Þessi upphæð miðast við þá sem greiddu á staðnum með korti. Ótaldir eru þeir sem ekki gátu greitt á strax og fá sendan greiðsluseðil.
Akstursstefnu Laugavegar snúið síðar í maí
Akstursstefnu á hluta Laugavegar verður breytt síðar í mánuðinum. Ökumönnum sem aka upp Klapparstíg verður beint til vinstri, austur Laugaveg, en ekki til hægri eins og verið hefur þegar breytingarnar verða gerðar síðar í mánuðinum. Breytingarnar eru gerðar til þess að draga úr neikvæðum áhrifum bílaumferðar á Laugavegi og verður fyrirkomulagið svona til 1. október. Nokkrum götum í miðbæ Reykjavíkur verður breytt í göngugötur í dag.
01.05.2019 - 09:19
Viðtal
Rafbílar helmingur bílaflotans árið 2030
Rafbílar verða um helmingur allra bíla hér á landi árið 2030 ef spá Orkuveitu Reykjavíkur gengur eftir. Þá verða þeir orðnir um 100.000 talsins. Á heimsvísu eru rafbílarnir flestir í Noregi, sé miðað við höfðatölu en næst flestir hér á landi.
16.04.2019 - 15:43
Akstursstefnu snúið á Laugavegi
Akstursstefnu á hluta Laugavegar verður breytt um næstu mánaðamót. Ökumönnum sem aka upp Klapparstíg verður beint til vinstri, austur Laugaveg, en ekki til hægri. Þetta er gert til þess að draga úr neikvæðum áhrifum bílaumferðar á Laugaveginum.
14.04.2019 - 20:10
Umferðarmetið féll í janúar
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei verið meiri í janúarmánuði en í ár. Meðalumferð á dag mældist 155.523 ökutæki í janúar við þrjár mælistöðvar Vegagerðarinnar.
12.02.2019 - 17:43
Hálka víða um land
Hálka er nú víðast hvar á landinu, samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Talsverð snjókoma er á höfuðborgarsvæðinu og hálka á stofnbrautum. Sömuleiðis er talsverð snjókoma á Suðvesturlandi og hálka eða snjóþekja á nær öllum vegum.
21.01.2019 - 23:27
Innlent · Vegagerðin · umferð · færð · veður
Umferðartafir á Holtavörðuheiði
Tafir eru á umferð um Holtavörðuheiði í kvöld um óákveðinn tíma. Þar er unnið að því að ná flutningabíl sem valt í morgun. Á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir að reynt sé að hleypa umferð þar um eins og hægt sé. Vegfarendur eru beðnir um að sýna þolinmæði.
21.01.2019 - 22:47
Bílvelta í Kömbunum
Lítil rúta valt á Suðurlandsvegi, í Kömbunum, nú eftir hádegi. Tveir voru í bílnum og er allt útlit fyirr að þeir hafi sloppið án teljandi meiðsla, samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Árnessýslu. Þeir voru fastir í öryggisbeltum eftir veltuna og fengu hjálp frá sjúkraflutningamönnum sem losuðu þá. Ökumaðurinn og farþeginn voru fluttir á sjúkrahús til frekari skoðunar.
14.01.2019 - 14:51
Lækka hámarkshraða á einbreiðum brúm
Hámarkshraði á einbreiðum brúm, á þjóðvegum þar sem yfir 300 bílum er ekið á dag, verður lækkaður í 50 kílómetra á klukkustund, samkvæmt ákvörðun Vegagerðarinnar. Hingað til hefur verið miðað við hámarkshraða á vegum þar sem brýrnar liggja en þá reglu að aka skuli eftir aðstæðum.
11.01.2019 - 16:03
Ólöglegt að veita meiri afslátt í göngunum
Lögum samkvæmt mega Vaðlaheiðargöng hf. ekki veita meiri afslátt af veggjaldi fyrir stærri bíla en þrettán prósent. Stjórnarformaður félagsins segir bíleigendur muni fljótt finna fyrir sparnaðinum við að fara göngin í stað Víkurskarðs.
08.01.2019 - 14:16
Helmingi færri banaslys með akstursbanni
Helmingi færri látast í umferðinni á ári hverju nú en fyrir rúmum tíu árum síðan, en þrettán hafa látið lífið í umferðinni það sem af er ári. Lög um akstursbann hafa mikið að segja um fækkun slysa, en slík lög eru til skoðunar hjá nágrannalöndunum að íslenskri fyrirmynd.
18.11.2018 - 12:30
Vill lækka leyfilegt magn vínanda í ökumönnum
Mörk leyfilegs magns vínanda í blóði ökumanns verða lækkuð úr 0,5 í 0,2 prómill, verði frumvarp samgönguráðherra til nýrra umferðarlaga að lögum. Hann mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í dag. Lagt er til að frumvarpið taki gildi 1. janúar 2020.
23.10.2018 - 18:29
Viðtal
Alvarleg slys þegar ökumenn sofna undir stýri
Bílslys sem verða með þeim hætti að ökumaður sofnar undir stýri er fjóra algengasta orsök banaslysa í umferðinni hér á landi, að sögn Sigrúnar A. Þorsteinsdóttur, sérfræðings í forvörnum hjá VÍS. Hún segir að staðan sé sú sama erlendis.
18.09.2018 - 18:49
Umferð hefur aukist minna en í fyrra
Umferð á höfuðborgarsvæðinu jókst um 2,4 prósent í ágúst, sé miðað við umferð í ágúst í fyrra. Á vef Vegagerðarinnar segir að þessi aukning sé nokkuð undir meðaltali í ágúst síðan mælingar hófust árið 2005. Þar segir að frá áramótum hafi umferð á höfuðborgarsvæðinu aukist um 2,9 prósent sem sé þrefalt minni aukning en í fyrra.
05.09.2018 - 16:30
Umferð um Selfoss þung og hreyfist hægt
Umferð í gegnum Selfoss og vestureftir er þung og hreyfist hægt, segir lögregla. Umferðin hafi sennilega náð hámarki núna um fimmleytið. Ökumenn hafa verið til fyrirmyndar í umferðinni þrátt fyrir að nokkrir hafi farið of snemma af stað eftir skemmtun helgarinnar, skrifar lögreglan á Suðurlandi á Facebook.
Ferðamenn í hættu á veginum fyrir Vatnsnes
Það er fyrir löngu orðið tímabært að endurbyggja veginn fyrir Vatnsnes í Húnaþingi vestra að mati heimamanna þar. Á Vatnsnesi er Hvítserkur, einn vinsælasti ferðamannastaður landsins, en margir þora ekki að aka holóttan malarveginn og snúa því frá.  
04.08.2018 - 19:50