Færslur: umferð

Hálka farin að myndast á höfuðborgarsvæðinu
Hálkublettir eru nú á flestum leiðum á höfuðborgarsvæðinu og hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum. Það eru hálkublettir víðast hvar á Suðvesturlandi, meðal annars á Kjalarnesi og Reykjanesbraut.
26.11.2022 - 17:56
Engir nýir bensín- og dísilbílar í ESB frá og með 2035
Leiðtogar Evrópusambandsins komust í gær að samkomulagi sem miðar að því að banna sölu og skráningu á nýjum bensín- og dísilknúnum bifreiðum innan vébanda þess ekki síðar en árið 2035.
Keyrði á umferðarljós og valt á Suðurlandsbraut
Bílslys varð á Suðurlandsbraut í Reykjavík á öðrum tímanum í dag. Fólksbíll ók upp á vegkant og á götuljós með þeim afleiðingum að hann valt á hliðina. Þetta staðfesta upplýsingar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
04.10.2022 - 13:18
200 milljónir í aukið umferðaröryggi á 18 stöðum
Borgarráð Reykjavíkur hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar að bjóða út framkvæmdir vegna átján verkefna sem ætlað er að auka umferðaröryggi. Í tilkynningu á vef borgarinnar kemur fram að áætlaður kostnaður nemi 200 milljónum króna.
20.09.2022 - 11:06
Segir börn á leið úr Vogabyggð oft í hættu á Sæbraut
Íbúi í Vogabyggð er orðinn langþreyttur á aðgerðaleysi Reykjavíkurborgar í tengslum við framkvæmdir á Sæbraut. Börn sem sækja skóla hinumegin við Sæbraut þurfa á hverjum degi að fara yfir umferðarþunga götuna og oft skapast þar hætta.
Búast við að fjöldametið í gær verði slegið í dag
Nokkur erill hefur verið við gosstöðvarnar í Meradölum í dag. Mikill fjölda bíla er á svæðinu. Umferð tepptist lítillega áðan en greiðlega gekk að koma henni í eðlilegt horf. 
FÍB: Kílómetragjald sanngjarnast og skynsamlegast
Framkvæmdastjóri FÍB segir kílómetragjald sanngjörnustu og skynsamlegustu leiðina til að innheimta gjald af bílum og umferð til lengdar. Hann bendir á að eigendum farartækja fjölgi sem ekki greiða fyrir notkun vegakerfisins með sama hætti og á við um bensín- og dísilbíla.
11.08.2022 - 06:30
Stoppuðu hundrað bíla við Heiðmörk
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stoppaði ríflega hundrað bíla á Vesturlandsvegi við Heiðmörk í nótt til þess að athuga með réttindi og ástand ökumanna.
Umferðarteppa hjá IKEA vegna malbikunarframkvæmda
Beygjurampurinn við Kauptún niður á Reykjanesbraut er lokaður vegna malbikunarframkvæmda. Búið er að lækka hámarkshraða fram hjá framkvæmdasvæðinu en þung umferð hefur verið á svæðinu í morgun. Fólk hefur beðið í bílaröð í allt að 45 mínútur að sögn vegfaranda sem fréttastofa ræddi við.
04.07.2022 - 12:44
Blómvendir lagðir við vegi til að minnast látinna
Blómvendir voru lagðir við vegbrúnir um allar Færeyjar í dag til að minnast þeirra sem farist hafa í umferðarslysum. Allt frá árinu 2000 hefur fyrsti sunnudagur í júlí verið helgaður minningu þeirra.
04.07.2022 - 00:35
Hvalfjarðargöng opnuð að nýju
Hvalfjarðargöng hafa verið opnuð fyrir umferð að nýju en þeim var lokað fyrr í kvöld vegna umferðaróhapps að því er fram kom í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. Að sögn vegfaranda myndaðist löng bílaröð beggja vegna ganganna.
22.05.2022 - 22:59
Hvalfjarðargöngin lokuð vegna bilaðs bíls
Hvalfjarðargögn eru lokuð vegna bilaðs bíls í göngunum.
15.05.2022 - 15:57
Sjónvarpsfrétt
Dálæti á einkabílnum vex með fjarlægð frá miðborginni
Dálæti Reykvíkinga á einkabílnum er mismikil eftir búsetu. Þannig eru flestir aðdáendur hans hlutfallslega í Grafarvogi en flestir unnendur almenningssamgangna eru í miðborginni. Þetta leiða niðurstöður rannsóknar Rúnars Vilhjálmssonar félagsfræðiprófessors í ljós. „Það er svona meira að íbúar hallist að einkabílnum þegar fjær kemur vesturbæ og miðbæ,“ segir Rúnar.
Sæbraut og Kalkofnsvegi lokað vegna kvikmyndatöku
Sæbraut var lokað klukkan sjö í morgun vegna kvikmyndatöku, milli Snorrabrautar og Hörpu og einnig verður Kalkofnsvegur lokaður að Geirsgötu. Unnið er að gerð njósnamyndarinnar Heart of Stone.
Hellisheiðin lokuð og bílaröð við Hveradali
Vegagerðin hefur lokað aftur fyrir umferð um Hellisheiði, en heiðin var fær í morgun. Þrengslin eru opin en þar er snjóþekja og hálka. Fjöldi fólks bíður nú í bílum sínum við Hveradali, þar sem hefur skafið í skafla.
23.02.2022 - 09:00
Úrhellisrigning og mannskaðaflóð í Ástralíu
Einn fórst og tíu er saknað eftir að úrhellisrigning olli miklum flóðum í austurhluta Ástralíu. Hinn látni var sextugur ökumaður sem drukknaði þegar flóðbylgja hreif bílinn hans með sér.
23.02.2022 - 04:55
Nagladekkin dugðu skammt gegn aðstæðum á vegum
Yfir þrjátíu árekstrar hafa orðið í borginni í morgun. Lúmsk hálka var á vegum sem virðist hafa komið mörgum ökumönnum í opna skjöldu. Minnst tíu bílar eru ónýtir en engin slys hafa orðið á fólki.
03.02.2022 - 13:25
Hálka, tafir og fjöldi árekstra
Að minnsta kosti tíu árekstrar hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu núna í morgun, en víða er mikil hálka. Vegagerðin getur ekki saltað götur vegna frosts, en stefnt er að því að strá sandi á þær. Ekki er vitað um slys á fólki.
Segja Súðavíkurhlíðina stórhættulega
Íbúi í Súðavík segir ástandið á Súðavíkurhlíð vera óásættanlegt. Nokkur flóð hafi fallið á veginn meðan fólk var enn á ferðinni. Veginum hefur verið lokað.
Varað við fljúgandi hálku
Fljúgandi hálka er víða á höfuðborgarsvæðinu og frá klukkan átta í morgun hafa að minnsta kosti ellefu manns leitað á bráðamóttöku Landspítalans vegna hálkuslysa og segir Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku að viðbúið sé að fleiri leiti þangað þegar líður á daginn.
Vinna að bættu umferðaröryggi smáfarartækja
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp til þess að smíða tillögur að úrbótum á stöðu smáfarartækja, til dæmis rafhlaupahjóla og léttra bifhjóla, í umferðinni. Þetta segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.
10.01.2022 - 11:40
Muna ekki eftir rólegri umferð á Þorláksmessu
Umferð er jafnan mikil á höfuðborgarsvæðinu á Þorláksmessu. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, man vart eftir rólegri umferð á Þorláksmessu en þetta árið, hún hefur verið með rólegasta móti á höfuðborgarsvæðinu í dag.
Fréttaskýring
Borgin býst við einu andláti á ári, þau eru orðin þrjú
Á árinu hafa fjórir gangandi eða hjólandi vegfarendur látist í umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu, þar af þrír í Reykjavík og langtum fleiri en undanfarin ár. Reykjavíkurborg stefnir að því að fækka slysum um fjórðung fyrir árið 2023. Sérfræðingur segir að nú þurfi meira til en áður til að fækka slysum. Spegillinn fjallar um stöðu og þróun umferðaröryggis í Reykjavík.
Umferðarslys undir Hafnarfjalli
Þjóðveginum undir Hafnarfjalli hefur verið lokað vegna umferðarslyss. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Töluverðar umferðartafir eru á veginum en opnuð hefur verið hjáleið um Geldingadraga.
17.12.2021 - 16:39
Sjónvarpsfrétt
154 þúsund fyrir fjögurra ára lokun
Lokun hluta Lækjargötu vegna hótelframkvæmda mun vara í fjögur ár áður en umferð kemst í eðlilegt horf á ný. Fyrir ómakið hefur borgin fengið í sinn hlut rúmlega 150 þúsund krónur.
08.12.2021 - 14:35

Mest lesið