Færslur: umferð

Bílvelta á mislægum gatnamótum neðst í Ártúnsbrekku
Bíll valt á mislægum gatnamótum þar sem Sæbraut mætir Miklubraut nú á fimmta tímanum. Bílnum var ekið upp slaufuna sem leiðir upp í Ártúnsbrekku þegar hann valt.
12.07.2020 - 16:22
Umferðartafir í uppsveitum Árnessýslu á morgun
Búast má við töfum á umferð í uppsveitum Árnessýslu á morgun á meðan hjólreiðakeppnin Kia Gullhringurinn fer fram. Vegagerðin varar við umferðartöfum á Laugarvatnsvegi, Biskupstungnavegi, Þingvallavegi og Lyngdalsheiði frá klukkan 18:00.
10.07.2020 - 16:07
Þung umferð er nú til Reykjavíkur
Þung umferð er inn í Reykjavík. Hún gengur hægt í gegnum Hvalfjarðargöngin, Kjalarnes og inn í Mosfellsbæ. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni
05.07.2020 - 18:23
„Allar helgar eru stórar ferðahelgar“
Þétt umferð er á öllum leiðum út úr borginni. Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að umferð sé sérstaklega þung frá Ártúnsbrekku að nyrðri mörkum Mosfellsbæjar.
Þung umferð út úr bænum
Þung umferð er bæði á Suður- og Vesturlandsvegi út úr borginni í dag. „Langar bílaraðir ná nánast niður í Ártúnsbrekku,“segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
19.06.2020 - 16:58
Rafrænu ökuskírteinin væntanleg innan skamms
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur undirritað reglugerð sem heimilar útgáfu stafrænna ökuskírteina. Gangi áætlanir eftir verður hægt að sækja þau í símann síðar í mánuðinum í gegnum vefinn ísland.is. Ökuskírteini eru almennt viðurkennd gagnkvæmt milli EES-ríkja, en nýju skírteinin munu aðeins gilda hér á landi þar sem þau uppfylla ekki kröfur Evróputilskipunar.
12.06.2020 - 17:46
Umferð um hringveginn að aukast samhliða afléttingum
Mælingar Vegagerðarinnar gefa vísbendingar um umferðarþunga og ferðalög um landið. Samanburður á milli sjómannadagshelga í ár og í fyrra leiðir í ljós að umferð austur fyrir fjall um Hellisheiði var minni í ár, en sunnudagsumferðin til borgarinnar meiri en á Sjómannadaginn árið 2019.
08.06.2020 - 12:31
Myndskeið
Slysum vegna rafhlaupahjóla fer fjölgandi
Yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir slysum vegna rafhlaupahjóla fara fjölgandi, stundum séu þau jafnvel nokkur á dag. Hann segir mikilvægt að umgangast þau eins og farartæki, nota hjálm og virða umferðarreglur. Hjálmur kom í veg fyrir að níu ára strákur í Kópavogi slsaðist illa þegar hann ók á ljósastaur.
06.06.2020 - 18:36
Myndskeið
Umferðin streymir um göngugötur
Töluverður misbrestur er á því að ökumenn virði skilti um göngugötur í miðborg Reykjavíkur og hefur lítið dregið úr umferð. Borgarfulltrúi segist hafa trú á að þetta séu byrjunarörðugleikar og að fólk þurfi tíma til að venjast þessum breytingum.
01.06.2020 - 19:22
Þung umferð á höfuðborgarsvæðinu
Umferð hefur verið þung síðdegis á höfuðborgarsvæðinu og þá sérstaklega á Vesturlandsvegi. Gera má ráð fyrir að straumurinn liggi að einhverju leyti norður í land þar sem spáð er allt að 20 stiga hita núna um Hvítasunnuhelgina, sem er fyrsta stóra ferðahelgi ársins.
29.05.2020 - 18:37
Umferð að færast í eðlilegt horf
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu er tekin að líkjast því sem var áður en samkomubann var sett á þann þrettánda mars síðastliðinn. Ökumenn á svæðinu hafa án efa ekki farið varhluta af því.
18.05.2020 - 14:32
28% minni umferð á höfuðborgarsvæðinu
Umferð á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um 28 prósent í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Aldrei hefur mælst svo mikill samdráttur í umferð á höfuðborgarsvæðinu, að því er segir á vef Vegagerðarinnar.
06.05.2020 - 09:19
Umferð um hringveginn minnkaði um þriðjung í mars
Umferð á hringveginum minnkaði um þriðjung í mars samanborið við sama mánuð í fyrra, að því er fram kemur í skammtímahagvísum ferðaþjónustu á vef Hagstofunnar. Samkvæmt umferðarteljurum Vegagerðarinnar dróst umferð saman um 31 prósent á Suðurlandi og Vesturlandi, um 33 prósent á Austurlandi og 36 prósent á Norðurlandi.
24.04.2020 - 10:05
Umferð á höfuðborgarsvæðinu dregst saman um 21%
Umferð á höfuðborgarsvæðinu hefur dregist saman um 21% í mars, sé miðað við sama mánuð í fyrra. Það jafngildir rúmlega 35 þúsund ökutækum á dag. Það er því augljóst að samkomubann og kórónuveirufaraldurinn hefur mikil áhrif á umferð.
31.03.2020 - 08:39
10% minni umferð á höfuðborgarsvæðinu vegna COVID-19
Hratt hefur dregið úr umferð á höfuðborgarsvæðinu eftir að COVID-19 faraldurinn fór að breiðast út. Umferð dróst þar saman um 10,1 prósent fyrstu þrjár vikurnar í mars, sé miðað við sama tíma í fyrra, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Þar segir að þessi samdráttur sé fáséður á höfuðborgarsvæðinu.
21.03.2020 - 21:32
Mesti hvellur vetrarins í árekstrum
Mikil vetrarfærð á höfuðborgarsvæðinu hefur valdið mörgum umferðaróhöppum í dag. „Þetta er klárlega búinn að vera mesti hvellur vetrarins,“ segir Kristján Kristjánsson, framkvæmdastjóri Áreksturs.is. „Við erum komnir í á annan tug árekstra og í nokkrum eru fleiri en tveir bílar, þannig að það er búið að vera mjög mikið að gera.“
27.02.2020 - 12:18
Tugir flutningabíla milli Reykjavíkur og Akureyrar
Það losnaði um mikla stíflu hjá flutningafyrirtækjum þegar loksins tókst að opna landleiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar í gærkvöld. Tugir bíla fóru af stað að norðan og annað eins frá Reykjavík. Margir hafa verið strandaglópar í Varmahlíð síðustu daga.
10.01.2020 - 10:39
Eitt af hverjum hundrað börnum laust í bíl
Eitt af hverjum hundrað börnum á leikskólaaldri, eða um eitt prósent, er laust í bílum, og því í mikilli hættu. Árið 1985 voru 80 prósent barna laus í bílum. Mikill árangur hefur náðst í að tryggja öryggi barna í bílum.
Viðtal
Álögur eiga ekki að þurfa að breytast
Álögur eiga ekki að þurfa að breytast þótt leiðir til fjármögnunar nýs samgöngukerfis breytist, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Málið snúist einnig um forgangsröðun í ríkisfjármálum.
27.09.2019 - 09:22
Fleiri hraðakstursbrot eftir hækkun sekta
Hraðakstursbrotum fjölgaði um tvö þúsund á höfuðborgarsvæðinu yfir sumartímann í fyrra þrátt fyrir að sektir hefðu verið hækkaðar og allt að fjórfaldaðar það ár. 
Þriðjungur bílstjóra ekki búinn að átta sig
Hámarskhraði á Hringbraut var nýlega lækkaður úr 50 niður í 40 en þriðjungur bílstjóra lætur sem ekkert sé. Samgöngustjóri Reykjavíkurborgar vonar að hraðaglaðir ökumenn sjái að sér og aðhald lögreglu hafi áhrif. Hann boðar þó jafnframt frekari aðgerðir til að halda þeim við efnið. 
24.07.2019 - 18:35
Myndskeið
Viðmót græna kallsins veldur gremju
Reykjavíkurborg hefur síðastliðið ár unnið að því að bregðast við ábendingum gangandi og hjólandi vegfarenda sem eru gramir vegna græna kallsins og frammistöðu hans víða um borgina. Ólík sjónarmið eru um hvort gangandi og hjólandi sé gert jafnhátt undir höfði og akandi. 
Myndskeið
Rafmagnshlaupahjól í auknum mæli í Reykjavík
Rafhlaupahjól sjást í auknum mæli í Reykjavík og nú stendur til að fara að leigja þau út, en nokkrir hafa sótt um að reka rafmagnshlaupahjólaleigu eða reiðhjólaleigu í Reykjavík. Mikið hefur selst af rafhlaupahjólum undanfarið. Reynslan af þessum hjólum er misjöfn í borgum Evrópu.
17.07.2019 - 21:25
Met slegið í umferð á höfuðborgarsvæðinu í maí
Um fimm prósent aukning var á umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í maí síðastliðinn miðað við maí í fyrra. Samkvæmt frétt af vef Vegagerðarinnar er það nýtt met og mun meiri aukning en varð á síðasta ári í sama mánuði þegar umferðin jókst um 2,6 prósent miðað við árið þar á undan, 2017.
07.06.2019 - 07:58
Ný tegund veggjalda rædd í Noregi
Tafagjöld af bílum er innheimt í fimm borgum í Noregi. Umferðin á álagstímum minnkaði um 13% í Björgvin á tveimur árum eftir að gjöldin voru lögð á. Á norska þinginu er nú meirihluti fyrir því að taka upp nýtt innheimtukerfi sem miðast við að bíleigendur verði rukkaðir um þá vegalengd sem þeir aka á gjaldskyldum svæðum.
04.06.2019 - 11:58
 · Erlent · Noregur · umferð