Færslur: Umbrot á Reykjanesskaga

Karl og kona flutt með sjúkrabíl af gosstöðvunum
Maður og kona voru flutt með sjúkrabíl á sjúkrahús frá gosstöðvunum í Geldingadölum í kvöld. Mbl.is hefur þetta eftir Davíð Má Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar.
Myndskeið
Getur komið skyndilegur og mjög hraður hraunstraumur
Stórhættulegt getur verið að standa við hraunjaðarinn í Geldingadölum. Rof getur myndast þannig að skyndilega fari að flæða mikið af glóandi hrauni. Hraðinn getur verið slíkur að fólk nær ekki að hlaupa undan því, segir eldfjallafræðingur.
Hraungígarnir virðast vera að sameinast
Fyrir hádegi tóku gígarnir tveir í eldstöðinni í Geldingadölum að breytast þó nokkuð. Gígarnir hafa fengið gælunöfn og er sá hærri kallaður Suðri og sá lægri Norðri. Flæðið úr honum um skarð sem snýr gegn suðvestri hefur sameinast rennslinu sem er í rennunni frá Suðra og út í megin hraunána. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Eldfjallafræði- og náttúruvárhóp Háskóla Íslands. Þá segir að þetta gæti verið fyrsta skrefið í sameiningu gíganna.
Viðtal
Geldingadalagosið gæti staðið árum saman
Eldgosið í Geldingadölum hefur alla burði til að geta staðið í langan tíma, jafnvel árum saman eða heila mannsævi. Þetta er mat eldfjallafræðings. Fólk ætti ekki að fara að hraunjaðri því skyndileg hraunflóð geta komið frá eldstöðinni
Hættuleg gasmengun við eldstöðina í Geldingadölum
Framan af degi geta aðstæður við eldstöðina verið hættulegar og gas safnast fyrir í dældum. Rétt er að hafa í huga að gasmengun kemur ekki bara frá gígnum heldur líka frá hrauninu sjálfu. Fólk ætti að standa á hæðum og hólum og reyna að hafa vindinn í bakið.
Myndskeið
Fór á stuttbuxum að gosi í rúmum 20 m/s og frosti
Tuttugu metrar á sekúndu upp í þrjátíu í hviðum stoppuðu ekki gosþyrsta göngugarpa í Geldingadölum í dag. Lögregla vísaði nokkrum erlendum ferðamönnum frá sem voru nýkomnir til landsins og áttu að vera í sóttkví. Svæðinu var lokað klukkan eitt. Björgunarsveitarmaður á vettvangi segir að nokkrir hafi gengið á gallabuxum og einn hafi komið niður af gosstöðvum í stuttbuxum.
Fimm kílómetra bílaröð við Suðurstrandaveg
Fjöldi fólks er við gosstöðvarnar í Geldingadölum á Reykjanesskaga þessa stundina að virða fyrir sér náttúruöflin. Mikill straumur hefur verið af fólki í allan dag og fram á kvöld. Bílaröðin við vegkantinn á Suðurstrandavegi var um fimm kílómetra löng þegar mest lét að sögn Lögreglunnar á Suðurnesjum.
Myndskeið
Hlýða ekki Þórólfi heldur ganga inn í Geldingadali
Upp úr klukkan fjögur í dag tók að þyngjast mjög bílaumferð um Suðurstrandaveg þar sem fólk lagði bílum sínum til að ganga að eldgosinu í Geldingadölum. Ljóst að gönguleiðin lengist til muna hjá þeim sem lögðu af stað um eða eftir kvöldmat því leggja varð nokkur frá þeim stað á Suðurstrandavegi þar sem lagt er af stað eftir hraunbreiðunni í átt að Geldingadölum. Það er því ljóst að fólk hyggst ekki fara að tilmælum sóttvarnalæknis sem óttast að fólk geti smitast af kórónuveirunni.
Myndskeið
Getur ekki lofað því að áfram gjósi næstu vikurnar
Ekki er hægt að segja til um það hvort eldgosið í Geldingadölum vari í nokkrar vikur eða skemur, segir Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur. Þó sé heldur meiri kraftur í gosinu í dag en í gær.
Smit utan sóttkvíar tengist gosstöðvum á Reykjanesskaga
Smit greindist í gær í manneskju utan sóttkvíar sem hefur starfað við ferðaþjónustu við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga. Sóttvarnalæknir ræður fólki frá því að leggja leið sína að gosinu. Þar séu sameiginlegir snertifletir eins og kaðall í brekku. Þá segir hann að enn sé hætta á að smitum fjölgi.
Ekki hægt að útiloka sprengigos í sjó
Kvikugangurinn á milli Keilis og Fagradalsfjalls heldur áfram að brjóta sér leið til suðurs og teygir sig nú að Borgarfjalli. Ný veðurratsjá tryggir að hægt verði að greina eldgos um leið og það hefst. Gjóskulagafræðingur segir líkön af hugsanlegum gosstöðvum og hraunflæði gefa mikilvægar upplýsingar, en það geti samt allt gerst. Ekki sé hægt að útiloka sprengigos í sjó.