Færslur: Umboðsmaður barna

Viðtal
Skortur á starfsfólki á ekki að koma niður á börnum
Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir skrítið að umræða um rýmri atvinnuheimild til barna skapist vegna skorts á starfsfólki í ákveðnum atvinnugreinum. Mannréttindum barna sé ekki fórnað vegna skorts á starfsfólki og aðstæðum í atvinnulífinu.
25.05.2022 - 10:05
Óska eftir fundi vegna afskipta af saklausum dreng
Embætti Umboðsmanns barna hefur sent bréf til ríkislögreglustjóra og óskað eftir fundi vegna afskipta lögreglu í tvígang af saklausum sextán ára dreng.
Biðlistar barna óásættanlegir
Umboðsmaður barna segir stöðu á biðlistum eftir ýmsum greiningum barna vera óásættanlega. Embætti umboðsmanns barna hafi bent á þetta lengi eins og fjölmargir aðrir.
31.03.2022 - 18:25
Efast um að rétt sé að nota svokölluð píp-test í skólum
Umboðsmaður barna hefur beðið mennta- og barnamálaráðherra að beina þeim fyrirmælum til skóla að hætta að nota svokölluð píp-test til að meta þol barnanna. Íþróttafræðingur segir að börn fái ekki nægan undirbúning innan skólans fyrir slík þolpróf.
Landinn
Betri mat, meira jafnrétti og gagnkvæma virðingu
Þetta eru dæmi um áherslur barna á barnaþingi sem haldið var nú fyrir helgi. Mihai Catalin Hagiu úr Oddeyrarskóla og Hildigunnur Sigrún Eiríksdóttir úr Reykhólaskóla voru meðal barna sem valin voru með slembivali úr þjóðskrá til að taka þátt. 300 börnum á aldrinum 11-15 var boðið og 120 mættu eftir að hafa tekið þátt í undirbúningi í gegnum netið frá því í ágúst. Landinn fékk að fylgja þeim Mihai og Hildigunni eftir.
06.03.2022 - 20:19
Segir Strætó verði ódýrari fyrir flest heimili
Nokkuð hefur borið á gagnrýni vegna verðhækkana á árskortum Strætó fyrir ungmenni og aldraða. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir þó vel hafa gengið að innleiða nýja gjaldskrá hjá fyrirtækinu. Hann segir verðlagið hérlendis almennt lægra en fyrir sambærilega þjónustu á Norðurlöndunum.
Hækkun Strætó bitni mest á börnum sem búi við fátækt
Salvör Nordal, Umboðsmaður barna hefur sent bréf á Strætó BS. vegna nýtilkominna breytingar á verðskrá fyrirtæksins. Með þeirri breytingu hækkaði verðið á árskorti fyrir ungmenni 12-17 ára úr 25.000 í 40.000 krónur, eða um 60%. Umboðsmaður segir ljóst að hækkunin muni hafa mest áhrif á börn sem búa við fátækt og erfðar félagslegar aðstæður.
06.12.2021 - 19:02
Spegillinn
Börn og foreldrar þurfa að ræða um bólusetningu
Foreldrar og börn verða að ræða hvort þau ætla að þiggja bólusetningu við COVID-19, segir umboðsmaður barna. Hún segir að langflest tólf ára börn ættu að vera nægilega þroskuð til að ræða málið af skynsemi og taka verði tillit til þeirra skoðana. Séu foreldrar og börn ósammála megi hugsanlega bíða með bólusetningu og séu foreldrar innbyrðis ósammála sé hægt að leita ráðgjafar heilbrigðisstarfsfólks.
Vill betri úrlausn eineltismála í grunnskólum
Umboðsmaður barna telur þörf á aðgerðum hins opinbera til að styðja meðferð eineltismála í grunnskólum. Í bréfi sem umboðsmaður sendi mennta- og menningarmálaráðuneytinu fyrr í mánuðinum, ásamt fulltrúum nokkurra félaga, segir að embættinu hafi borist fjöldi ábendinga og fyrirspurna um einelti í grunnskólum og erfið samskiptamál sem upp hafi komið í kjölfarið.
25.06.2021 - 17:29
Vanlíðan, óöryggi, einelti og áreitni í sundkennslu
Umboðsmaður barna mælist til þess í bréfi til menntamálaráðherra að fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum landsins verði tekið til skoðunar með tilliti til skoðana grunnskólanema á því málefni. Í frétt á vef umboðsmanns segir að fjölbreyttur hópur barna um allt land hafi kallað eftir því að gerð verði breyting á fyrirkomulagi sundkennslu í efstu bekkjum grunnskóla, kröfur minnkaðar og kennslan gerð valkvæð að einhverju leyti.
Morgunútvarpið
Börnum líður verr í síðari bylgjum faraldursins
Líðan grunnskólabarna hér á landi hefur farið versnandi, eftir því sem liðið hefur á faraldurinn. Salvör Nordal Umboðmaður barna segir frásagnir þeirra sem safnað var á síðasta ári sýna að þau hafa áhyggjur af mörgu og að mikilvægt sé að ræða við þau um það sem vekur þeim ugg.
Viðtal
Telur ástæðu til að hafa miklar áhyggjur
„Ég held að við þurfum að hafa miklar áhyggjur og hugsa um það hvernig við ætlum að grípa inn í málefni barna og stöðu barna,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna, þegar hún er spurð að breyttri stöðu í íslensku samfélagi í heimsfaraldri og efnahagsþrengingum. Hún segir að það sé jafnan til bóta þegar rætt sé við börn og þeirra álit fengið áður en ákvarðanir eru teknar sem varða þau.
Ráðherrar fá skýrslu barnaþings
Ráðherrar fá afhenta skýrslu barnaþings 2019 fyrir utan Ráðherrabústaðinn klukkan hálftólf í dag að loknum ríkisstjórnarfundi. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, afhendir ráðherrum skýrsluna ásamt ungmennum úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna og börnum sem tóku þátt í barnaþingi.
08.05.2020 - 07:56
Umboðsmaður barna segist ekki taka afstöðu í deilunni
Starf umboðsmanns barna felst í því að koma á framfæri sjónarmiðum barna. Með því er embætti umboðsmanns ekki að taka afstöðu til deilunnar heldur koma sjónarmiðum barnanna sjálfra á framfæri.
30.04.2020 - 09:17
Undrast afskipti umboðsmanns barna
Salvör Nordal, umboðsmaður barna, sendi Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, bréf í gær vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða Eflingar. Í bréfi til Salvarar sem hún birtir á Facebook segir Sólveig Anna að Salvör stilli rétti barna upp gegn verkfallsrétti félagsmanna Eflingar.
29.04.2020 - 22:17
Fréttabörn segja vel hafa tekist til
Börn ganga í hlutverk fréttafólks á barnaþingi sem haldið er í Hörpu í dag. Unga fréttafólkið sér um að miðla upplýsingum til almennings af þinginu. Þau taka myndir, viðtöl við þátttakendur þingsins, og halda umræðunni lifandi á samfélagsmiðlum. Eiður Axelsson, einn þeirra sem sinnir hlutverkinu, segir mikla ábyrgð fylgja fjölmiðlahlutverkinu. Þingið hafi verið frábært í alla staði.
22.11.2019 - 18:08
Myndskeið
Barnaþing skrifar nýjan kafla í réttindamálum barna
Barnaþing var sett í dag og er nú haldið í fyrsta sinn, en því er ætlað að efla börn til þátttöku í lýðræðislegri umræðu. Þar geta börn og ungmenni komið sjónarmiðum sínum á framfæri, greint frá því hvernig þau upplifa áhrif sín eða áhrifaleysi og hvað þeim finnst mikilvægast að stjórnvöld fjalli um. 
21.11.2019 - 19:43
Útivistartími barna breytist í dag
Útivistartími barna tekur breytingum í dag. Börn, tólf ára og yngri, mega vera úti til klukkan átta. Þrettán til sextán ára unglingar mega vera úti til klukkan tíu. Aldur miðast við fæðingarár. Útivistarreglurnar eru samkvæmt barnaverndarlögum og þeim er meðal annars ætlað að tryggja nægan svefn barna og unglinga.
01.09.2019 - 11:25
Mega ekki birta fermingarmyndir í óþökk barna
Færst hefur í aukana að ósátt börn leiti til umboðsmanns barna vegna mynda sem foreldrar þeirra hafa birt af þeim á samfélagsmiðlum. Persónuvernd hefur úrskurðað í einu slíku máli.
Börn kvarta undan myndbirtingum foreldra
Börn hafa kvartað til umboðsmanns barna undan því að foreldrar þeirra birti myndir af þeim á samfélagsmiðlum. Umboðsmaður barna hefur gefið út leiðbeiningar til foreldra um birtingu efnis á samfélagsmiðlum.
08.07.2019 - 09:03