Færslur: Úlfur úlfur

Úlfur Úlfur með Hraði
Hljómsveitin Úlfur Úlfur gaf í dag út lagið Hraði og voru gestir Gísla Marteins í Vikunni af því tilefni.
15.03.2019 - 23:31
Hélt að hann þyrfti að vaxa upp úr rappi
Arnar Freyr Frostason eða Arnar Úlfur eins og hann er líklega betur þekktur hefur haft nóg fyrir stafni undanfarið en nú í ágúst er von á nýrri sólóplötu frá honum.
Tommi Tomm - Grammy og Sindri Mid Atlantic
Rokkland fjallar um Tómas M. Tómasson Stuðmann sem lést í vikunni í seinni hluta þáttarins en í þeim fyrri skoðum við aðeins Grammy verlaunin sem verða afhent í New York í kvöld og spjöllum við Sindra Ástmarsson hjá Mid Atlantic Entertainment.
Úlfur Úlfur á Eurosonic
Rokkland var á Eurosonc Festival í Groningen í vikunni sem leið.
23.01.2018 - 14:23
Bjargar rappið íslenskunni?
Stundum heyrist það viðhorf að íslenskt rapp sé óskiljanlegt, framburður orða afkáralegur og mál- og hljóðfræðireglur allar virtar að vettugi. Raunin er hins vegar sú að rappið er mögulega bjargvættur íslenskrar tungu.
10.09.2017 - 08:31
Tónaflóð 2016 aftur!
Í Konsert í kvöld bjóðum við upp á brot af því besta sem fram fór á Tónaflóði Rásar 2 á Arnarhóli á Menningarnótt í fyrra.
Úlfur Úlfur rappar á Esjunni
Rappdúettinn Úlfur Úlfur kemur fram á tónleikunum Upprapp sem haldnir verða í Esjuhlíðum annað kvöld, nánar til tekið hjá Steini. Þetta er metnaðarfull framkvæmd, en notast verður við þyrlu til að flytja tónlistarfólk og búnað upp fjallið.
08.06.2017 - 16:29
Gagnrýni
Bræður tveir í hefndarhug
Hefnið okkar er þriðja plata Úlfs Úlfs og kemur í kjölfar hinnar vinsælu Tvær plánetur. Hefnið okkar er um margt straumlínulagaðra og dekkra verk og þeir félagar, Arnar og Helgi, deila hljóðnemanum bróðurlega á milli sín. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.
Úlfur Úlfur - Hefnið okkar
Plata vikunnar á Rás 2 er önnur breiðskífa rapp dúetsins Úlfs Úlfs, Hefnið okkar. Við heyrum lög af plötunni alla vikuna frá og plötuna í heild sinni með kynningum meðlima í kvöld klukkan 22:05
29.05.2017 - 10:05
Viðtal
Úlfur Úlfur er „grínið og myrkrið“
Rappdúettinn Úlfur Úlfur vaknaði skyndilega úr nokkuð löngum dvala í vikunni og gaf óvænt út þrjú myndbönd og svo breiðskífuna Hefnið okkar.
29.04.2017 - 12:50
Mynd með færslu
Úlfur Úlfur með þrjú myndbönd á einu bretti
Hip-hop dúettinn Úlfur Úlfur sendi óvænt frá sér þrjú ný lög og tónlistarmyndbönd með í gær, 25. apríl. Sveitin tilkynnti á sama tíma að ný plata sé væntanleg næstkomandi föstudag, 28. apríl.
26.04.2017 - 12:09
Rappfár í Skagafirði og The XX
Í fyrri hluta þáttarins er enska hljómsveitin The XX í aðalhlutverki – en sveitin var að senda frá sér plötu fyrir tveimur vikum.
08.02.2017 - 10:29
Glimrandi Tónaflóð á Menningarnótt
Í Rokklandi vikunnar er boðið upp á brot af því besta sem var spilað og sungið á Tónaflóði Rásar 2 á Arnarhóli á Menningarnótt.
Andri og Sóli misþyrma Úlfi Úlfi
Andri Freyr og Sóli Hólm eiga það til að flytja fregnir af færð og ástandi í búningi þekktra dægurlaga. Í dag tóku þeir stórsmellinn Brennum allt sem hljómsveitin Úlfur Úlfur sendi frá sér á síðasta ári í félagi við rapparann norðlenska, Kött Grá Pjé.
06.01.2016 - 14:27
Tarantúlur í beinni — myndskeið
Arnar Freyr úr hljómsveitinni Úlfur Úlfur heimsótti Sumarmorgna og sagði frá útgáfutónleikum hljómsveitarinnar sem fram fara í Gamla bíói á fimmtudaginn. Helgi Sæmundur, hinn meðlimur Úlfsins, komst ekki með og greip þá annar umsjónarmaður Sumarmorgna, Steiney Skúladóttir, í hljóðnemann.
22.07.2015 - 15:39