Færslur: Úlfhildur Dagsdóttir

Síðdegisútvarpið
Hryllileg huggulegheit og kósý krimmar í heimsfaraldri
Rafbókasafnið er besti staður í heimi, segir Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur. Hún mælir með að fólk nýti sér ófyrirséðu inniveruna, sem nú blasir við flestum landsmönnum, til að lesa dularfullar glæpasögur, hlusta á klassíska tónlist og fara í rafrænt ljóðaferðalag um stræti borgarinnar.
Síðdegisútvarpið
Vélmenni drekka te og horfa á sjónvarpið
Í Hafnarhúsinu hafa nú hreiðrað um sig fjórar vinkonur sem halda þar teboð, horfa á sjónvarpið og spjalla. Vinkonurnar eru mekanískar gínur og eru þær hluti af sýningunni Sæborg sem stendur þar yfir, með verkum eftir Erró. Sýningarstýra er Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur og höfundur bókarinnar Sæborg.
07.02.2020 - 15:40
Segðu mér
Eins og þverskorin ýsa eftir krabbameinsmeðferð
Bókavörðurinn og hrollvekjusérfræðingurinn Úlfhildur Dagsdóttir hefur undanfarin ár gengist undir erfiða krabbameinsmeðferð. Hún sér ýmis líkindi með því mikla inngripi sem meðferðin er í líkama hennar og þeim hryllingssögum sem hún hefur stúderað í gegnum tíðina. „Aflimun, eitrun og bruni, svipað eins og með nornir,“ segir Úlfhildur sem var gestur Viðars Eggertssonar í Segðu mér.
19.01.2020 - 10:54
Lovecraft gengur aftur í poppmenningunni
„Hann var höfundur sem skapaði heilan heim, eins og bara Tolkien gerði, þó hann sé allt öðruvísi. Það er þessi heimur sem hefur orðið mjög mörgum höfundum uppspretta nýrra verka og/eða vísa í þessa tilfinningu sem að finna má í þessari mjög myrku veröld Lovecrafts,“ segir Úlfhildur Dagsdóttir, en hún skrifar grein í nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar þar sem hún rekur áhrif hryllingssagnahöfundarins H.P. Lovecraft á ólík menningarfyrirbæri, frá íslenskum furðusögum til Stranger Things.