Færslur: Úlfar Lúðvíksson

Myndband
Myndband á TikTok sýnir aðgerðir lögreglu í Leifsstöð
Farþeginn sem stóð á bak við sprengjuhótun á salerni flugvélar sem snúið var til Keflavíkurflugvallar á mánudag, er enn ófundinn. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, staðfestir í samtali við fréttastofu að enginn hafi verið handtekinn vegna málsins. Hann vill að öðru leyti lítið segja um gang rannsóknarinnar.
Sjónvarpsfrétt
Enn óvíst hver stóð að baki sprengjuhótuninni
Enn hefur ekki tekist að hafa uppi á farþega sem talinn er hafa skilið eftir sprengjuhótun á salerni flugvélar sem snúið var til Keflavíkurflugvelli síðdegis. Sprengjusérfræðingar hafa leitað af sér allan grun, eftir rúmlega fimm klukkustunda vinnu sem lauk á tíunda tímanum. Öllum farþegum vélarinnar hefur verið boðin áfallahjálp.
Lögreglufólki í sóttkví meinað um yfirvinnugreiðslur
Lögreglumenn sem þurft hafa að fara í sóttkví vegna gruns um Covid-19 smit fá ekki greidda yfirvinnu á meðan. BSRB segir óviðunandi að starfsfólk í framlínustörfum sem gæti smitast af lífshættulegum sjúkdómi, fái ekki borgað fyrir þann tíma sem verja þarf í sóttkví.