Færslur: Ulf Kristersson

Heimsglugginn
Heimsglugginn: Kristersson reynir stjórnarmyndun
Magdalena Anderson, forsætisráðherra Svíþjóðar, baðst lausnar í morgun. Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, fól henni að sitja áfram uns ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Ulf Kristersson, formaður hægri flokksins Moderaterna, fær nú tækifæri til að mynda stjórn sem nýtur stuðnings meirihluta sænska þingsins. Fylking hægri flokka fékk 176 þingsæti í kosningunum á sunnudag en vinstri flokkar 173.
Heimskviður
Mjótt á munum fyrir kosningar í Svíþjóð á morgun
Gengið verður til kosninga í Svíþjóð á morgun. Afar mjótt verður á mununum ef marka má skoðanakannanir. Kosið er um þrjú stjórnsýslustig í einu; þing, sveitarstjórnir og héraðsstjórnir.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Lula með meira fylgi en Bolsonaro
Jair Bolsonaro og Luiz Inacio Lula da Silva, alltaf kallaður Lula, takast á um forsetaembættið í Brasilíu. Fyrri umferð forestakosninganna þar verður í byrjun næsta mánaðar. Frambjóðendurnir eru afar ólíkir, kannski má líkja þeim við Donald Trump og Bernie Sanders í bandarískum stjórnmálum. Bolsonaro heitir hvorki meira né minna en Messias að millinafni en Lula er með meira fylgi samkvæmt könnunum og munar meir en tíu prósentustigum.
Andersson segir skotárásina atlögu að samfélaginu öllu
Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir brýnt að því taumlausa og grimmilega ofbeldi sem skekur samfélagið linni. Hún lét þessi orð falla eftir að kona og ungt barn urðu fyrir skotum á leikvelli í borginni Eskilstuna.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Spennandi kosningar í Svíþjóð
Svíar kjósa 11. september og kannanir benda til þess að mjótt sé á mununum milli fylkinga hægri- og vinstrimanna. Nýjasta könnun Novus, sem birt var í sænska ríkissjónvarpinu í dag, bendir til þess að hægri flokkar hafi nauma forystu og fengju 179 þingmenn en flokkar til vinstri fengju 170. Í könnun Demoskop fyrir Aftonbladet frá því í fyrradag hafa vinstri flokkarnir hins vegar nauma forystu. Stjórnmálaskýrendur segja að munurinn sé svo lítill að erfitt sé að spá fyrir um úrslitin.
Heimsglugginn
Fangar berjast fyrir Rússa í Úkraínu
Rússar bjóða föngum sakaruppgjöf ef þeir eru reiðubúnir til að berjast í Úkraínu að því er samtök sem hjálpa föngum segja. Fangarnir ganga til liðs við ,,Wagner-hópinn" sem eru samtök málaliða, að sögn tengd rússneskum stjórnvöldum. Talið er að allt að 3000 fangar hafi þegar gengið í Wagner-hópinn til að berjast í Úkraínu og tugir þúsunda bætist við á næstu mánuðum.
Löfven fær umboð til stjórnarmyndunar í Svíþjóð
Stefan Löfvén sitjandi forsætisráðherra Svíþjóðar fær umboð til stjórnarmyndunar eftir að Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, skilaði stjórnarmyndunarumboði sínu í morgun.
Heimsglugginn
Vopnaskak Breta og Rússa á Svartahafi
Breska tundurspillinum HMS Defender var í gær siglt vísvitandi í gegnum hafsvæði sem Rússar telja sína lögsögu. Vestræn ríki viðurkenna ekki rússneska lögsögu því hafsvæðið er undan ströndum Krímskaga sem Rússar innlimuðu í trássi við alþjóðalög og -samninga 2014. Auk þess var fjallað um stöðu mála á Norður-Írlandi þar sem hart er deilt um framkvæmd viðauka við Brexit-samninginn. Stjórnarkreppan í Svíþjóð var einnig rædd, þingið lýsti vantrausti á stjórn Stefans Lofvens á mánudag.
Stjórnarkreppa í Svíþjóð frestast
Vinstriflokkurinn í Svíþjóð hefur frestað að leggja fram vantrauststillögu á stjórnina. Engu að síður er yfirvofandi hætta á stjórnarkreppu og nýjum kosningum vegna deilna um breytingar á vinnumarkaðslöggjöfinni. Vinstri-flokkurinn er algerlega andvígur hugmyndum um að slaka á reglum um ráðningarsamband og stjórnarandstöðuflokkar á hægri vængnum hyggjast styðja tillögu um vantraust á stjórn Jafnaðarmanna og Umhverfisflokksins.
12.10.2020 - 12:22
Fréttaskýring
Löfven eða nýjar kosningar
Fáir kostir virðast til stjórnarmyndunar í Svíþjóð tæpum þremur mánuðum eftir að nýtt þing var kjörið. Fréttaskýrendur segja margir að kostirnir séu minnihlutastjórn Jafnaðarmanna undir stjórn Stefans Löfvens eða nýjar kosningar.
Fréttaskýring
Hugsanlega þurfa Svíar að kjósa að nýju
Forseti sænska þingsins segir að ógerlegt verði að mynda stjórn nema flokksleiðtogar breyti afstöðu sinni til samvinnu. Hugsanlegt er að kjósa verði að nýju, en tveir mánuðir eru frá síðustu þingkosningum. Hvorki gengur né rekur í tilraunum til að mynda ríkisstjórn í Svíþjóð. Meira en tveir mánuðir eru frá þingkosningum en pattstaða er á þingi, hvorki fylkingar hægri- né vinstrimanna hafa nægan þingstyrk til að mynda meirihlutastjórn.
17.11.2018 - 11:43
Fréttaskýring
Erfið stjórnarmyndun í Svíþjóð
Staðan í stjórnarmyndunarviðræðum í Svíþjóð er erfið og fréttaskýrendur segja vandséð hvernig hægt verði að mynda ríkisstjórn sem njóti stuðnings meirihluta þingsins. Margir telja að einungis tvennt komi til greina; að Stefan Löfven sitji áfram sem forsætisráðherra minnihlutastjórnar eða kosið verði að nýju. Andreas Norlén, forseti þingsins, lét í morgun greiða atkvæði um hvort Ulf Kristersson, leiðtogi hægri flokksins Moderaterna, nyti stuðnings til að mynda stjórn.
14.11.2018 - 18:26