Færslur: Úkraínudeilan

Höfnuðu tillögu Merkels og Macrons um fundi með Pútín
Leiðtogaráð Evrópusambandsins hafnaði í gærkvöld óvæntri tillögu Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, og Emmanuels Macron, forseta Frakklands, um að taka aftur upp beina fundi leiðtoganna með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Leiðtogar Póllands og Eystrasaltsríkjanna fóru fyrir andstöðunni við tillöguna og sögðu slíka eftirgjöf senda röng skilaboð til Evrópubúa og umheimsins.
Bátarnir komnir til Úkraínu
Dráttarbátur og tveir varðbátar sem Rússar tóku á Kerch-sundi milli Rússlands og Krímskaga í nóvember í fyrra, komu til hafnar í úkraínsku flotastöðinni í Ochakiv í gærkvöld.
21.11.2019 - 09:49
Rússar skila þremur bátum
Rússar hafa skilað Úkraínumönnum dráttarbáti og tveimur varðbátum sem teknir voru á Kerch-sundi milli Rússlands og Krímskaga í nóvember í fyrra.
18.11.2019 - 12:01
Rússar og Úkraínumenn skiptust á föngum
Rússnesk og úkraínsk stjórnvöld skiptust í morgun á sjötíu föngum sem þau hafa haldið vegna átakanna í austurhluta Úkraínu. Forseti Úkraínu fagnaði fangaskiptunum sem fyrsta skrefinu í átt að lausn á deilu ríkjanna. Hollensk stjórnvöld gagnrýna hins vegar að Úkraínumenn hafi sleppt manni sem er álitinn lykilvitni vegna malasísku farþegaþotunnar sem var skotin niður árið 2014.
07.09.2019 - 13:45
Úkraínumenn kyrrsettu rússneskt olíuskip
Úkraínumenn hafa kyrrsett rússneska olíuskipið Neyma. Það var gert þegar það kom til hafnar í Izmail í Odessahéraði í dag, að því er kemur fram í tilkynningu úkraínskra öryggisyfirvalda. Djúpstætt ósætti er milli Rússa og Úkraínumanna, einkum eftir að Rússar lögðu undir sig Krímskaga árið 2014.
25.07.2019 - 12:19
Úkraínuforseti vill hitta Vladimír Pútín
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, vill hitta Vladimír Pútín, forseta Rússlands að máli og ræða deilumál þjóðanna. Forsetarnir hafa ekkert ræðst við frá því að Zelensky var kjörinn forseti í apríl.
08.07.2019 - 15:49
Zelensky vill herða aðgerðir gegn Rússum
Volodymyr Zelensky, nýkjörinn forseti Úkraínu, hvetur þjóðir heims til að herða refsiaðgerðir gegn Rússum. Fyrr í dag var tilkynnt í Moskvu að íbúum í austurhéruðum Úkraínu væri heimilt að sækja um rússneskt vegabréf. Aðskilnaðarsinnar eru þar við stjórnvölinn.
24.04.2019 - 17:52
Vopnahlé í Úkraínu
Stríðandi fylkingar í Úkraínu hafa komið sér saman um vopnahlé, sem ganga átti í gildi á miðnætti að staðartíma. Átök úkraínska hersins og aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu hörðnuðu frekar en hitt eftir að Rússar stöðvuðu þrjá úkraínska strandgæslubáta og handtóku áhafnir þeirra, samtals 24 menn, í lok nóvember. Ítrekað hefur komið til vopnaviðskipta í Austur-Úkraínu síðan.
29.12.2018 - 02:33
Hvetur Úkraínumenn til að halda ró sinni
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hvatti í morgun stjórnvöld í Úkraínu til að sýna skynsemi og sagði að deilur þeirra við Rússa yrðu ekki leystar með hernaði heldur með viðræðum.
29.11.2018 - 11:21
Fimm úkraínskir hermenn féllu í Luhansk
Varnarmálaráðuneyti Úkraínu segir að fjórir hermenn hafi fallið þegar þeir vörðust árás aðskilnaðarsinna í Luhansk-héraði. Fimmti úkraínski hermaðurinn lést er hann varð fyrir stórskotahríð aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins.
23.08.2018 - 13:40
Innflutningsbann Rússa framlengt um 17 mánuði
Innflutningsbann Rússa á ýmsar vörur frá Vesturlöndum hefur verið framlengt til loka ársins 2019. Innflutningsbannið er svar rússneskra stjórnvalda við refsiaðgerðum Vestrænna ríkja við innlimun Krímskaga árið 2014. Skaginn tilheyrði Úkraínu áður.
12.07.2018 - 16:30
Fangaskipti í Úkraínu
 Í dag fóru fram umfangsmestu fangaskipti stríðandi fylkinga í Úkraínu síðan átök blossuðu þar upp fyrir vorið 2014. Skipst var þó á færri föngum en gert hafði verið ráð fyrir.
27.12.2017 - 16:24
Macron viðurkennir ekki innlimun Krímskaga
Frakkar viðurkenna ekki innlimun Krímskaga í Rússland. Þetta sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, að loknum viðræðum við Petro Porosjenko, forseta Úkraínu, í París í morgun. 
26.06.2017 - 12:24
Árás á heimasíðu Úkraínuforseta
Opinber vefsíða úkraínska forsetaembættisins var skotmark rússneskra tölvuþrjóta, að sögn stjórnvalda í Kænugarði, sem fullyrða að árás tölvuþrjótanna hafi verið vandlega skipulögð. Í tilkynningu stjórnvalda segir að árásin hafi að öllum líkindum verið svar við tilskipun Porosjenkos, sem kveður á um bann við dreifingu og notkun margra stærstu og vinsælustu rússnesku samfélagsmiðlanna í Úkraínu.
17.05.2017 - 03:35
Fjórir féllu í sprengjuárás í Úkraínu
Aðeins nokkrum klukkustundum áður en Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva byrjaði í Kænugarði féllu fjórir óbreyttir borgarar þegar sprengja lenti á íbúðarhúsi í bænum Avdiivka, skammt norður af borginni Donetsk, sem er höfuðvígi aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins. Héraðsstjóri Donetsk og aðliggjandi svæðis, fyrir stjórnvöld í Kænugarði, sakaði „rússneska hernámsliðið“ um að bera ábyrgð á sprengjuárásinni.
13.05.2017 - 22:54
Tillerson þrýstir á NATO-ríki
Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ítrekaði í morgun að aðildarríki Atlantshafsbandalagsins yrðu að standa við samninga um fjárframlög til bandalagsins og yrðu að leggja fram áætlanir þess efnis fyrir árslok.
31.03.2017 - 10:14
Mannskæðar árásir í Austur-Úkraínu
Tveir almennir borgarar og þrír úkraínskir hermenn féllu í stórskotahríð aðskilnaðarsinna norður af Donetsk í Austur-Úkraínu í dag. Hermennirnir féllu þegar sprengikúlum rigndi yfir Avdiivka-herstöðina, um 12 kílómetra frá Donetsk, höfuðvígi aðskilnaðarsinna, segir í tilkynningu frá hernum. Fyrr í dag greindi talsmaður Úkraínuhers frá því að tveir óbreyttir borgarar, karl og kona, hafi dáið í flugskeytaárás aðskilnaðarsinna á íbúðahverfi í bænum Zaytseve, um 40 kílómetra norðaustur af Donetsk.
26.03.2017 - 23:50
Rússar flugu 9 metrum frá njósnaflugvél USA
Rússnesk stjórnvöld greindu frá því að orrustuflugvél rússneska hersins hefði verið flogið í veg fyrir bandaríska Posedon-njósnaflugvél yfir Svartahafi nálægt rússnesku landamærum í dag. Í yfirlýsingu frá Rússum segir að orrustuflugvélin hefði flogið tvisvar í veg fyrir þá bandarísku þar sem slökkt væri á fjarskiptabúnaði þeirra. Í samræmi við alþjóðalög þá gerði rússneska vélin sig sýnilega og í kjölfarið sneri bandaríska njósnaflugvélin af leið.
07.09.2016 - 20:17
Rússi leitar hælis í Úkraínu
Stjórnvöld í Úkraínu segja að rússneskur stjórnarandstæðingur hafi sótt um hæli í Úkraínu. Roman Roslovtsev hefur vakið athygli fyrir að mótmæla stjórn Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands með andlitsgrímu í líki Pútíns. Hann kom til Úkraínu frá Hvíta-Rússlandi og segist ofsóttur af öryggisþjónustu Rússa. 
22.08.2016 - 13:21
Mannfall í úkraínska hernum
Sjö hermenn féllu og fjórtán særðust í bardögum við herskáa aðskilnaðarsinna í austurhéruðum Úkraínu síðastliðinn sólarhring. Þetta eru mannskæðustu bardagarnir sem háðir hafa verið á svæðinu síðastliðna tvo mánuði, að sögn herstjórnarinnar í Kænugarði.
19.07.2016 - 12:41
Spenna í samskiptum NATO og Rússlands
Spenna í samskiptum Atlantshafsbandalagsins og Rússa fer vaxandi. Atlantshafsbandalagið ætlar að flytja fjögur herfylki með 4.000 hermönnum að landamærum Póllands og Eystrasaltsríkjanna að Rússlandi. Ákvörðunin verður borin undir leiðtoga aðildarríkjanna í Varsjá á föstudag.
06.07.2016 - 16:38
Refsiaðgerðir gegn Rússum framlengdar
Erindrekar Evrópusambandsins samþykktu í morgun að framlengja refsiaðgerðir gegn Rússum vegna Úkraínudeilunnar um hálft ár til viðbótar.
21.06.2016 - 10:37
Úkraínskir hermenn féllu í austurhéruðunum
Þrír úkraínskir hermenn hafa fallið í austurhéruðum Úkraínu síðastliðinn sólarhring. Bardagar milli hermanna og herskárra aðskilnaðarsinna blossa upp öðru hverju, þótt vopnahlé sé að mestu virt.
19.06.2016 - 15:48
Innflutningsbann Rússa í gildi út 2017
Stjórnvöld í Rússlandi áforma að framlengja innflutningsbann á matvælum frá Vesturlöndum um hálft annað ár. Bannið er svar Rússa við refsiaðgerðum vegna Úkraínu.
28.05.2016 - 15:02
Refsiaðgerðum verði haldið áfram
Samstaðan um að beita Rússa áfram refsiaðgerðum vegna Úkraínudeilunnar er mikilvægasta niðurstaða leiðtogafundar Bandaríkjanna og Norðurlandanna, að mati Heather Conley, sérfræðings í alþjóðamálum. Hún á ekki von á að deilan leysist í bráð heldur fari spennan vaxandi.
17.05.2016 - 20:07