Færslur: Úkraínudeilan

Fréttavaktin
Stærsta stríðsglæparannsókn í sögu dómstólsins
Innrás rússneska hersins í Úkraínu hófst aðfaranótt fimmtudagsins 24. febrúar eftir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fyrirskipaði hernum að ráðast inn í landið.
Segir brýnt að bregðast við hörmungunum í Mariupol
Jean-Yves Le Drian utanríkisráðherra Frakklands segir að þegar þurfi að bregðast við þeim gríðarlegu hörmungum sem blasa við íbúum hafnarborgarinnar Mariupol, sunnanvert í Úkraínu. Úkraínsk stjórnvöld saka Rússa um að flytja íbúa nauðungarflutningum.
Búa sig undir móttöku 100 þúsund flóttamanna
Danir búa sig undir að taka við 100 þúsund flóttamönnum frá Úkraínu. Innflytjendaráðherra Danmerkur segir að öll sveitarfélög landsins verði að taka þátt í móttöku flóttamanna. Talið er að fjórðungur Úkraínumanna, yfir 10 milljónir, hafi hrakist að heiman vegna innrásar Rússa, sem hófst fyrir rúmum mánuði.
Óttast að 300 hafi látist í árás á leikhús í Mariupol
Að minnsta kosti 300 fórust í loftárás á leikhús í borginni Mariupol 16. mars að því er yfirvöld í borginni segja nú. Mikill fjöldi almennra borgara hafði leitað skjóls í leikhúsinu eftir linnulausar árásir rússneska hersins á borgina. Hafnarborgin Mariupol hefur verið í herkví Rússa frá því á fyrstu dögum innrásar þeirra í Úkraínu fyrir mánuði.
Zelensky biður allan heiminn um að mótmæla innrásinni
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti biðlar til veraldarinnar allrar að sameinast um að mótmæla innrás Rússa á morgun fimmtudag. Þá er réttur mánuður frá því að Vladimír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði hersveitum sínum að ráðast inn í landið.
Færeyingar taka við flóttamönnum fyrsta sinni
Landsstjórnin í Færeyjum samþykkti í síðustu viku að taka við 200 flóttamönnum. Sá fjöldi er þó til bráðabirgða, að sögn utanríkisráðherra landsins .
Tilbúinn að ræða stöðu Krím og Donbas gegn vopnahléi
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti er tilbúinn að draga NATO-umsókn Úkraínu til baka og ræða framtíð Krímskaga og Donbas-héraðana við Vladimír Pútín Rússlandsforseta ef það má verða til þess að koma á friði í landinu.
Zelensky ítrekar ósk um beinar viðræður við Pútín
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti ítrekaði á mánudag að milliliðalaus fundur þeirra Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta „á hvaða formi sem er“ sé forsenda þess að einhver árangur náist í friðarviðræðum ríkjanna um leiðir til að binda enda á stríðið í Úkraínu. „Ég tel að án slíks fundar sé ómögulegt að skilja það fyllilega, hvað [Rússar] telja sig þurfa að fá í gegn til að stöðva stríðið,“ sagði Zelensky í viðtali við úkraínska fjölmiðilinn Suspilne.
Biden til Brussel og Póllands í vikunni
Joe Biden Bandaríkjaforseti fer á föstudag til Póllands, þar sem hann mun ræða innrás Rússa í Úkraínu við Andrzej Duda, Póllandsforseta. Skrifstofa forsetaembættisins sendi út tilkynningu þessa efnis í gær. „Forsetinn mun ræða hvernig Bandaríkin og bandalags- og vinaþjóðir okkar begðast við því skelfingarástandi í mannúðar- og mannréttindamálum sem óréttmætt og tilefnislaust árásarstríð Rússa í Úkraínu hefur skapað,“ segir í tilkynningunni.
Neita að gefast upp og láta Mariupol í hendur Rússum
Úkraínsk stjórnvöld hafna kröfu Rússa um að skipa herliði sínu í Mariupol að leggja niður vopn, yfirgefa borgina og láta yfirráð hennar í hendur Rússa. Iryna Verestjuk, aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu, lýsti þessu yfir í nótt, eftir að Rússar settu hermönnum í Mariupol og úkraínskum stjórnvöldum úrslitakosti. „Það er ekki á dagskránni að gefast upp,“ sagði Verestjuk, sem krafðist þess að Rússar tryggðu örugga flóttaleið út úr borginni fyrir almenning, án nokkurra skilyrða.
21.03.2022 - 01:42
Hvetur Úkraínumenn til að afvopnast og flýja Mariupol
Rússneska varnarmálaráðuneytið hvetur Úkraínumenn til að hætta að reyna að verja hafnarborgina Mariupol, leggja niður vopn og forða sér ásamt almennum borgurum á morgun, mánudag, og heitir því að tryggja öryggi allra á flóttanum. Geri þeir það ekki, verði þeir hins vegar dregnir fyrir herdómstól í Rússlandi.
20.03.2022 - 23:15
Banna flokka og loka á „rússneska áróðursmiðla“
Þjóðaröryggisráð Úkraínu hefur bannað starfsemi allra stjórnmálaflokka sem það telur hliðholla Rússum og lokað fyrir aðgang að fjölmiðlum sem dreifa rússneskum áróðri. Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti greindi frá þessu í daglegu ávarpi sínu í gærkvöld og sagði að stjórnmálaflokkum sem hallir eru undir málstað Rússa verði bannað að starfa í Úkraínu svo lengi sem herlög gilda í landinu.
1,5 milljónir barna á flótta
Um 1,5 milljónir barna hafa flúið Úkraínu frá því að Rússar réðust inn í landið hinn 24. febrúar. Þetta er mat sérfræðinga Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, sem óttast að fjölmörg úr þeirra hópi kunni að lenda í klóm glæpamanna sem stunda mansal.
Barist á götum Mariupol
Harðir bardagar milli rússneskra og úkraínskra hermanna hafa geisað á götum úkraínsku hafnarborgarinnar Mariupol í nótt. Þetta hefur breska ríkisútvarpið BBC eftir borgarstjóranum í Mariupol, Vadym Boitsjenkó, sem staðfestir að rússneskir hermenn séu komnir inn í miðborgina.
19.03.2022 - 06:22
Þrír Rússar mættir til starfa í alþjóðlegu geimstöðinni
Þrír rússneskir geimfarar komu til alþjóðlegu geimstöðvarinnar ISS í gærkvöld, eftir rúmlega þriggja tíma flug með Soyuz-geimflaug sem skotið var upp fá Baikonur-geimstöðinni í Kasakstan. Þremenningarnir leysa landa sína af, sem fljúga aftur til Jarðar 30. mars, og munu næstu mánuði deila stöðinni með þremur bandarískum geimförum og einum þýskum, sem verið hafa um borð í ISS síðan í nóvember á síðasta ári.
Zelensky kallar eftir „alvöru viðræðum“
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti ítrekaði í kvöld ósk sína um „alvöru viðræður“ um leiðir til að binda enda á stríðið í Úkraínu. Í myndskeiði sem birt var á Facebooksíðu forsetaembættisins segir Zelensky slíkar viðræður „eina möguleika Rússa til að lágmarka þann skaða sem hlotist hefur af þeirra eigin mistökum.“
Loftárás gerð á Lviv, skammt frá pólsku landamærunum
Fregnir berast nú í morgunsárið af sprengingum á flugvelli úkraínsku borgarinnar Lviv, 700.000 manna borgar í vesturhluta landsins, um 70 kílómetra frá pólsku landamærunum. Úkraínska fréttastöðin Úkraína 24 greinir frá því að minnst þrjár miklar sprengingar hafi heyrst í vesturborginni laust eftir klukkan sex í morgun að staðartíma.
18.03.2022 - 06:29
Biden og Xi ræða Úkraínustríðið í dag
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, Kínaforseti, ræðast við í síma klukkan 13 í dag að íslenskum tíma. Jean Psaki, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, greindi frá þessu. „Leiðtogarnir munu ræða hvernig halda má samkeppni stórveldanna innan skynsamlegra marka, stríð Rússlands við Úkraínu og önnur mál sem snerta hagsmuni beggja ríkja,“ sagði Psaki.
Yfir 500 farþegaþotur gerðar upptækar í Rússlandi
Fleiri hundruð farþegaþotur sem rússnesk flugfélög eru með á leigu frá erlendum flugvélaleigum, hafa verið kyrrsettar og í raun gerðar upptækar af rússneskum stjórnvöldum. Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur undirritað lög sem kveða á um að skrá megi og nota flugvélarnar í innanlandsflugi í Rússlandi.
Flugfélagið tekur ekki mark á vegabréfinu
Úkraínumenn með ungabörn sem freista þess að komast til Íslands frá Varsjá í Póllandi er neitað um leyfi að flúgja til Íslands. Ástæðan er að börnin eru ekki með vegabréf með lífkenni. Tvær fjölskyldur sem voru væntanlegar til Íslands í gærkvöldi eru enn í Póllandi.
„Kína mun aldrei ráðast á Úkraínu“
„Kína mun aldrei ráðast á Úkraínu,“ sagði sendiherra Kína í Úkraínu á fundi með úkraínskum herstjórnendum í borginni Lvív í vesturhluta landsins í gær, samkvæmt frétt úkraínska miðilsins Ukrinform, sem vitnar í blaðafulltrúa herstjórnarinnar.
17.03.2022 - 06:26
Allt að 1.200 manns í húsi sem sprengju var varpað á
Úkraínsk yfirvöld og borgaryfirvöld í Mariupol fullyrða að allt að 1.200 manns, karlar, konur og börn, hafi verið í leikhúsi í borginni þegar Rússar vörpuðu á það sprengjum. Fólkið hafði leitað skjóls í leikhúsinu fyrir sprengjuregninu sem dunið hefur a borginni síðustu vikur. Ekki er vitað hversu mörg fórust í árásinni á leikhúsið, en það er nú rústir einar.
17.03.2022 - 04:21
Facebook fjarlægði falsfréttir rússneskra sendiráða
Stjórnendur samfélagsmiðilsins Facebook létu í gær fjarlægja færslu af Facebooksíðum nokkurra rússneskra sendiráða, þar á meðal hér á landi, þar sem þær fóru í bága við reglur miðilsins um upplýsingaóreiðu og dreifingu falsfrétta.
Vilja neyðarfund í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna
Fulltrúar Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Albaníu, Noregs og Írlands hafa kallað eftir neyðarfundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, til að ræða ört versnandi aðstæður almennings í Úkraínu. „Rússland fremur stríðsglæpi og beinir árásum sínum að almennum borgurum,“ skrifar sendinefnd Breta hjá Sameinuðu þjóðunum á Twittersíðu sina. „Ólöglegt stríð Rússlands á hendur Úkraínu er ógn við okkur öll.“
Segir Rússa hafa sökkt skipi undir panömskum fána
Þrjú skip sem sigla undir fána Panama hafa orðið fyrir rússneskum flugskeytum þar sem þau sigldu um Svartahafið, frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst hinn 24. febrúar. Eitt þeirra sökk, en mannbjörg varð í öllum tilfellum. Siglingastofnun Panama greindi frá þessu á miðvikudag.
17.03.2022 - 01:42