Færslur: Úígúrar

Hvetja ríki til að sniðganga fund Sameinuðu þjóðanna
Kínverjar hvetja aðildarríki Sameinuðu þjóðanna til að sniðganga fund sem ríki á borð við Þýskaland, Bandaríkin og Bretland hafa boðað til í næstu viku. Á fundinum verður fjallað um kúgun Kínverja á Úígúrum og öðrum minnihlutahópum í Xinjiang héraði.
08.05.2021 - 02:13
Bandaríkjamenn og Kanadamaður beitt viðskiptaþvingunum
Kínversk stjórnvöld bættu í gær tveimur Bandaríkjamönnum, Kanadamanni og kanadískri þingnefnd við þá sem þegar eru beittir viðskiptaþvingunum. AFP fréttastofan greinir frá. Þvinganirnar eru í hefndarskyni vegna viðskiptaþvingana sem Bandaríkin og Kanada lögðu á einstaklinga og stofnanir í Kína vegna framkomu stjórnvalda í garð Úígúra. 
28.03.2021 - 03:16
Kínverjar beita Breta viðskiptaþvingunum
Kínversk stjórnvöld tilkynntu fyrir skömmu að níu breskir einstaklingar og fjögur fyrirtæki verði beitt viðskiptaþvingunum fyrir útbreiðslu lyga og misvísandi upplýsinga um meðferð stjórnvalda á Úígúrum. AFP fréttastofan greinir frá.
26.03.2021 - 03:08
Erlent · Asía · Kína · Bretland · Úígúrar
Lyfjastofnun vísar á vinnueftirlitið í Kína
Lyfjastofnun getur ekki staðfest hvort grímur frá sænska heildasalanum OneMed séu seldar á Íslandi. Grunur leikur á um að andlitsgrímur sem dönsk yfirvöld keyptu til notkunar á heilsugæslustöðvum og spítölum hafi verið framleiddar af kúguðum Úígúrum í Kína.
16.12.2020 - 19:37