Færslur: UFC

Gunnar Nelson snýr aftur í búrið í september
Gunnar Nelson snýr aftur í búrið í UFC bardagakeppninni í haust. Hann mætir hinum brasilíska Thiago Alves í Kaupmannahöfn þann 28. september.
26.06.2019 - 16:40
Gunnar tapaði í Lundúnum
Gunnar Nelson tapaði í kvöld gegn Englendingnum Leon Edwards í UFC keppninni í blönduðum bardagalistum. Gunnar átti við ramman reip að draga lengst af í bardaganum, en náði yfirhöndinni þegar innan við mínúta var eftir. Sá tími dugði honum þó ekki til þess að ná almennilegum tökum á Edwards sem hafði að lokum sigur á stigum. Tveir dómarar af þremur dæmdu Edwards í hag en sá þriðji Gunnari.
16.03.2019 - 22:50
Frækinn sigur Gunnars í endurkomunni
Gunnar Nelson fagnaði frækilegum sigri í sínum fyrsta bardaga í blönduðum bardagalistum í nærri eitt og hálft ár. Gunnar att kappi við Brasilíumanninn Alex Oliveira og hafði hann undir í annarri lotu. Gunnar komst í sína eftirlætisstöðu, niður í gólfið. Hann lét þétt högg dynja á Oliveira áður en hann tók hann hálstaki. Brasilíumaðurinn gafst þá upp.
09.12.2018 - 04:38
Viðtal
„Þetta er ekki hættulaust sport“
Gunnar Nelson tók ákvörðun þegar hann var í menntaskóla að leggja fyrir sig feril í blönduðum bardagalistum. Hann segir að viðbrögð fólks við því hafi verið misjöfn. Þá segir hann margar íþróttir hættilegri en bardagaíþróttirnar sem hann leggur fyrir sig.
08.12.2018 - 10:10
Myndskeið
Hópslagsmál er Khabib lagði McGregor
Rússinn Khabib Nurmagomedov lagði írska vélbyssukjaftinn Conor McGregor í UFC 229 sem fram fór í Las Vegas í nótt en það sem gerðist eftir að sigur Khabib var ljós mun eflaust draga dilk á eftir sér.
07.10.2018 - 09:43
Íþróttir · MMA · UFC
Myndskeið
Conor McGregor handtekinn
Írski bardagakappinn hefur verið kærður fyrir líkamsárás af lögreglunni í New York í Bandaríkjunum eftir atvik sem átti sér stað í gær. McGregor ku hafa gefið sig sjálfur fram við lögreglu.
06.04.2018 - 16:12
Ice Cube truflar McGregor og Mayweather
Tónlistarmanninum og leikaranum Ice Cube er alveg sama þó boxarinn Floyd Mayweather og UFC bardagakappinn Conor McGregor ætli að mætast í því sem er talið vera tekjuhæsti bardagi allra tíma í T-Mobile höllinni í Las Vegas þann 26 ágúst næstkomandi. Ice Cube er nefnilega búinn að bóka T-Mobile höllina á þeim degi.
17.06.2017 - 14:40
Íþróttir · Box · UFC
Mayweather og McGregor mætast 26. ágúst
Það kom í ljós í kvöld að boxarinn Floyd Mayweather og UFC bardagakappinn Conor McGregor munu mætast 26. ágúst í líklega umtalaðasta bardaga síðari ára. Keppt verður í hnefaleikum en Mayweather hefur ekki tapað neinum af þeim 49 bardögum sem hann hefur háð á ferlinum.
14.06.2017 - 21:28
Íþróttir · Box · UFC · -