Færslur: Tvíhöfði

Tvíhöfði
Frambjóðendur kannast flestir við að prumpa í svefni
Það er mismunandi hvað fólki finnst mikilvægast þegar kemur að því að velja flokk til að greiða atkvæði í dag. Tvíhöfði spurði frambjóðendur óvenjulegra spurninga í Vikunni með Gísla Marteini í gær til að hjálpa óákveðnum kjósendum. Þar kom til dæmis í ljós að allir prumpa en enginn reyndist eiga hænur.
25.09.2021 - 13:34
Vikan
Frambjóðendur misánægðir með nýju ABBA-lögin
„Hvað er það sem gerir okkur að þjóð? Er það ekki einmitt menningin?“ spyr Tvíhöfði. Frambjóðendurnir voru því spurðir út í nýju ABBA-lögin, uppáhalds kvikmyndir og tónlist. Þetta er ekkert Dancing queen sagði einn ráðherra og flestir þorðu ekki annað en að segja að Fóstbræður væru í uppáhaldi.
18.09.2021 - 12:30
Vikan með Gísla Marteini
Frambjóðendur ræða eiturlyfja- og blóðmörsneyslu sína
Flestir frambjóðendur kjósa lifrarpylsu fram yfir blóðmör, kaffi er í bollum þeirra á morgnana, eftirlætisnammi allra er lakkrís og þónokkrir hafa prófað eiturlyf. Enginn var þó með á hreinu hvað mjólkurlítrinn kostar.
11.09.2021 - 14:04
Vikan
Sex af tíu leiðtogum flokkanna prófað ólögleg vímuefni
Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson ræða við frambjóðendur um hvers kyns neyslu í Vikunni með Gísla Marteini.
10.09.2021 - 12:46
Tvíhöfði grillar frambjóðendur í Vikunni
Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson yfirheyra leiðtoga stjórnmálaflokkanna í Vikunni með Gísla Marteini.
07.09.2021 - 12:41
Alla leið
„Við erum að fara að senda inn lag í Söngvakeppnina“
Það vakti mikla kátínu aðdáenda þegar Jón Gnarr lýsti því yfir á Twitter, á meðan úrslit Söngvakeppninnar stóðu yfir, að Tvíhöfði hefði áhuga á að senda inn lag í keppnina. Hann staðfesti áformin í Alla leið í gær en viðurkenndi að hafa ekki borið þau undir Sigurjón.
03.05.2020 - 14:41
Tvíhöfði skemmtir á Aldrei fór ég suður
Þeir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson koma fram á kvöldskemmtun á skírdag á Aldrei fór ég suður á Ísafirði.
Tvíhöfði
Frægt fólk heilsast án þess að þekkjast
„Ég hef nú verið lítið frægðarmenni síðan við vorum í Fóstbræðrum,“ segir Sigurjón Kjrartansson við Jón Gnarr en þeir kumpánar veltu fyrir sér eðli frægðarinnar, fallvaltleika og fastmótuðum reglum hennar.
04.07.2018 - 15:06