Færslur: Turner verðlaunin

Arkitektar sem rannsaka stríðsglæpi
Meðal þeirra sem tilnefndir voru til hinna þekktu bresku Turner-myndlistarverðlauna í lok apríl var hin einstaka rannsóknarmiðstöð Forensic Architecture. Líkt og þegar læknar og réttarmeinafræðingar taka þátt í rannsókn glæpa með því að leita að vísbendingum á líkum eða löskuðum líkömum stundar Forensic Architecture réttar-arkitektúr og kynnir niðurstöður sínar ýmist fyrir dómstólum eða í listasöfnum.