Færslur: Turn this around

„Búnar að prófa á tónleikum og fólk er að missa sig“
Rappsveitin Reykjavíkurdætur lenti í öðru sæti Söngvakeppninnar með lagið Tökum af stað, sem á ensku nefnist Turn this around og hefur vakið mikla lukku. Nú hafa þær haldið nokkra tónleika og sent frá sér nýja útgáfu af bæði laginu og tónlistarmyndbandinu þar sem þær hafa bætt við erindum og allar fá að skína.