Færslur: Túnis

Dóu úr þorsta og hungri á flótta yfir Miðjarðarhaf
Þorsti, hungur og alvarleg brunasár urðu sex sýrlenskum flóttamönnum um borð í bát á Miðjarðarhafi að bana. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna greinir frá þessu.
13.09.2022 - 13:01
Bandaríkjamenn ávíttir fyrir „óásættanleg ummæli“
Utanríkisráðuneyti Túnis kallaði sendifulltrúa Bandaríkjanna á teppið í dag. Tilgangurinn var að fordæma það sem þeir nefna óásættanlegar yfirlýsingar bandarískra embættis- og stjórnmálamanna vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá og stjórnmálaþróun í landinu.
Forseti Túnis fær nær alræðisvald í nýrri stjórnarskrá
Forseti Túnis fær nær alræðisvald, samkvæmt ákvæðum nýrrar stjórnarskrár sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu á mánudag. Afar dræm þátttaka var í atkvæðagreiðslunni en andstæðingar forsetans hvöttu til sniðgöngu.
Sjónvarpsfrétt
Umdeild þjóðaratkvæðagreiðsla í Túnis
Afar umdeild þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fór fram í Túnis í dag. Landið hefur fikrað sig áfram á braut lýðræðis frá 2010 en nú óttast margir að með nýju stjórnarskránni verði það aftur að einræðisríki. Yfir 90 prósent samþykktu breytingarnar í atkvæðagreiðslunni samkvæmt útgönguspám.
25.07.2022 - 22:40
Fyrrverandi dómsmálaráðherra Túnis í haldi stjórnvalda
Stjórnvöld í Norður-Afríkuríkinu Túnis eru krafin svara um hvar Noureddine Bhiri fyrrverandi dómsmálaráðherra er niðurkominn. Ekkert hefur spurst til hans síðan á föstudaginn.
01.01.2022 - 23:35
Omíkron setti mark sitt á áramótagleði heimsins
Nýtt ár er gengið í garð en ný bylgja drifin áfram af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar setti svip sinn á hátíðahöld víða um heim. Mikið fjölmenni var þó á Skólavörðuholti þegar árið 2021 var kvatt og árið 2022 boðið velkomið.
Vatnavextir í Túnis hafa kostað þrjú mannslíf
Þrennt fórst í flóðum í Norður-Afríkuríkinu Túnis eftir úrhellisrigningu. Árstíðabundin flóð eru afar algeng í landinu.
24.10.2021 - 20:15
Átta drukknuðu undan Afríkuströndum og 19 er saknað
Minnst átta manns af tveimur bátum drukknuðu undan Afríkuströndum á sunnudag þegar þau freistuðu þess að komast sjóleiðina til Evrópu. AFP-fréttastofan hefur eftir heimildarmanni úr túníska dómskerfinu að minnst fjórir hefðu drukknað þegar litlum bát með 30 Túnisa, aðallega unga karlmenn, hvolfdi skammt undan austurströnd Túnis. Sjö var bjargað en 19 er enn saknað og vonir um að finna þau á lífi eru taldar hverfandi litlar.
17.10.2021 - 23:56
Spenna milli Frakka og Alsír í kjölfar ummæla Macrons
Sendiherra Norður-Afríkuríkisins Alsír var kallaður heim frá Frakklandi í dag í kjölfar ummæla Emmanuels Macron Frakklandsforseta um stjórnmál og stjórnarhætti Alsírs sem lýst er sem ólíðandi afskiptum af innanríkismálum.
02.10.2021 - 22:49
Ætlar að stjórna Túnis með tilskipunum
Kais Saied, forseti Túnis, lýsti því yfir í gær að hann ætli hér eftir að stjórna landinu samkvæmt tilskipunum. Fyrsta verk hans þar að lútandi var að gefa út forsetatilskipun um áframhaldandi hlé á völdum þingsins í landinu. Þá verða þingmenn ekki lengur friðhelgir frá lögum, samkvæmt yfirlýsingu forsetans. 
23.09.2021 - 04:53
Túnisforseti heldur þinginu enn frá völdum
Kais Saied, forseti Túnis, hefur framlengt hlé það á störfum þingsins, sem hann fyrirskipaði fyrir réttum mánuði síðan. Þá gaf hann út tilskipun um mánaðarlangt hlé en að þessu sinni mælir hann fyrir um ótímabundið hlé á þingstörfum. Um leið framlengir hann niðurfellingu á þinghelgi sitjandi þingmanna.
24.08.2021 - 02:26
Þjóðarsorg í Alsír þar sem 65 eru látin í skógareldum
Forseti Alsír lýsir yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu til að minnast þeirra sextíu og fimm sem látið hafa lífið í gríðarlegum skógareldum. Stjórnvöld grunar sterklega að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum.
11.08.2021 - 15:47
Túnisforseti hvattur til að virða leikreglur lýðræðis
Bandaríkjastjórn hvetur Túnisforseta til að mynda starfhæfa ríkisstjórn svo hægt verði að takast á við erfiðleika í landinu. Hann þurfi að hafa lýðræði að leiðarljósi.
Saied Túnisforseti tilnefnir nýjan innanríkisráðherra
Kais Saied, forseti Túnis, tilnefndi í gær innanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn sinni. Ridha Gharsallaoui sem áður var öryggisráðgjafi ríkisins tekur nú við sem innanríkisráðherra en enn liggur ekki fyrir hver verði nýr forsætisráðherra.
30.07.2021 - 05:17
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Spenna í Túnis
Mikil spenna ríkir í Túnis eftir að Kais Saied, forseti, rak forsætisráðherrann og sendi þingið í leyfi. Andstæðingar forsetans saka hann um valdarán og einræðistilburði. Forsetinn, sem var prófessor í stjórnlagarétti, vísar því á bug að hann hafi rænt völdum og segir þá sem haldi því fram þurfa að læra lögfræði sína betur.
Pólítísk óvissa ríkir enn í Túnis
Pólítísk óvissa eykst enn í Túnis en Kais Saied forseti landsins rak fleiri embættismenn í gær, nokkrum dögum eftir að hann rak Hichem Mechichi forsætisráðherra landsins og skipaði þingmönnum í þrjátíu daga leyfi.
Túnis
Forsetinn rak forsætisráðherrann og tók sér öll völd
Kais Saied, forseti Túnis, rak í kvöld forsætisráðherra landsins og skikkaði þingið í leyfi, eftir mikil og fjölmenn mótmæli gegn forsætisráðherranum og flokki hans um land allt. Saied tilkynnti þessa ákvörðun sína að loknum neyðarfundi í forsetahöllinni, við mikinn fögnuð mótmælenda. Talsmenn stjórnarflokksins Ennahdha, fordæmdu hins vegar ákvörðun forsetans og saka hann um valdarán.
25.07.2021 - 23:37
Styðja við þingkosningar í Líbíu
Egyptar og Túnisar hyggjast veita nágrannaríkinu Líbíu nauðsynlegan stuðning svo halda megi þar þingkosningar í desember. Þetta kom fram á sameiginlegum blaðamannafundi Abdel Fattah Al-Sisi , forseta Egyptalands og Kais Saied forseta Túnis í Kaíró í dag. Forseti Túnis lýsti einnig yfir stuðningi við Egypta í deilum við Eþíópíu vegna virkjana.
10.04.2021 - 16:33
Erlent · Afríka · Stjórnmál · Egyptaland · Túnis · Líbía · Súdan
38 gervitunglum skotið út í geim
Rússneskri Soyuz-eldflaug var skotið á loft frá Baikonur í Kasakstan í morgun. Um borð eru þrjátíu og átta gervitungl sem senda verða á braut um hverfis jörðu. Gervitunglin eru frá átján löndum, en þar á meðal er fyrsta gervitunglið sem framleitt er fyrir stjórnvöld í Túnis.
22.03.2021 - 09:07
Hundruð handtekin í Túnis um helgina
Yfir 600 voru handteknir í Túnis á sunnudagskvöld, þar sem mótmæli og óeirðir hafa staðið yfir frá því á föstudag. Mótmælin eru víða um landið, þar sem fólki finnst pólitískar umbætur ekki nægar þann áratug sem liðinn er frá arabíska vorinu, auk þess sem megn óánægja er með útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins.
19.01.2021 - 03:18
19 konur og einn karl drukknuðu undan ströndum Túnis
19 konur, þar af fjórar þungaðar, drukknuðu þegar bát þeirra hvolfdi undan ströndum Túnis í gær. Einn karlmaður fórst með bátnum en þrettán manns er enn saknað og er þeirra leitað. Alls voru 37 um borð í yfirfullu og afar lélegu manndrápsfleyinu þegar það fórst, en fjórum var bjargað.
26.12.2020 - 07:09
225 flótta- og förumenn fá að fara í land á Ítalíu
Spænska björgunarskipið Open Arms sigldi upp að ströndum Sikileyjar í dag með 225 föru- og flóttamenn innanborðs, sem færðir voru í umsjá ítalskra yfirvalda. Þetta kemur fram í tilkynningu spænsku hjálparsamtakanna sem gera skipið út. 184 fullorðnir og 71 barn frá 20 Afríkuríkjum voru flutt frá borði yfir í tvö ítölsk skip, þar sem þau munu dvelja í sóttkví á meðan gengið er úr skugga um að enginn í hópnum sé smitaður af COVID-19.
15.11.2020 - 01:13
Flóttamanna saknað eftir að bátur sökk á Miðjarðarhafi
Um tuttugu er saknað eftir að bátur sökk undan ströndum Túnis í gær. Fréttastofa Reuters hefur þetta eftir yfirvöldum í Túnis. Um þrjátíu flóttamenn voru um borð í bátnum, sem stefndi norður yfir Miðjarðarhafið að ítölsku eyjunni Lampedusa. Að minnsta kosti ellefu drukknuðu, átta konur og þrjú börn, að sögn strandgæslunnar í Túnis. Leit stendur yfir.
12.10.2020 - 03:58
24 dóu í rútuslysi í Túnis
24 létu lífið og nítján slösuðust þegar rúta hrapaði niður í klettagjá í norðvestanverðu Túnis í dag. Rútan var á leið frá Túnisborg til fjallabæjarins Ain Draham, nærri alsírsku landamærunum, þegar slysið varð. Í tilkynningu frá yfirvöldum segir að fórnarlömbin hafi flest verið á þrítugsaldri.
02.12.2019 - 00:10
Erlent · Afríka · Túnis
Nýr forseti tekinn við í Túnis
Kais Saied, nýkjörinn forseti Túnis, sór embættiseið í morgun. Saied, sem var lagaprófessor með enga reynslu af stjórnmálum, sigraði með yfirburðum í seinni umferð forsetakosninga í Túnis fyrir í þessum mánuði. Hann hlaut 77 prósent atkvæða.
23.10.2019 - 10:54
Erlent · Afríka · Túnis