Færslur: tungumál

Fundað vestra um stafræna framtíð íslenskunnar
Íslensk sendinefnd er komin til Bandaríkjanna til fundar við forsvarsmenn stórra tæknifyrirtækja um mikilvægi þess unnt verði að taka íslensku við tölvur og tæki. Guðni Th. Jóhannesson, forseti og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra fara þar fremst í flokki.
Helmingur Breta talinn eiga uppruna í Frakklandi
Miklir búferlaflutningar fyrir um þrjú þúsund árum, til Bretlandseyja frá meginlandinu, gætu skýrt ólíkan uppruna íbúa sunnan- og norðanvert í landinu. Tungumálið keltneska gæti hafa borist þangað um svipað leyti.
26.12.2021 - 11:31
Orð af orði
Langflest tungumál heims eru ekki með ritmál
Hvað eru mörg tungumál töluð í heiminum í dag? Yfirleitt er sagt að mál eða mállýskur séu 6-7000. Það mætti kannski halda að svar við spurningunni væri einfalt en í þessum efnum eru mörg grá svæði. Í fyrsta lagi kunna að vera til tungumál sem við vitum ekki af enn þá og í öðru lagi hangir yfir þessu eilífðarspurningin: hvenær verður mállýska sjálfstætt tungumál? Um þetta er stundum sagt að tungumál sé mállýska með landher og sjóher.
11.11.2021 - 16:02
Leyfðum tungumálum á bólusetningarvottorði ekki fjölgað
Fullbólusettur Íslendingur, sem búsettur er á Spáni og ætlar að koma til Íslands 3. júní, kveðst ekki sáttur við þær tungumálareglur sem gilda um bólusetningarvottorð sem sýnd eru við komuna hingað til lands. Hann vill að bæta megi við fleiri tungumálum en embætti landlæknis segir ekki í bígerð að gera það.
Katti Frederiksen hlýtur Vigdísarverðlaunin í ár
Alþjóðlegu menningarverðlaunin sem kennd eru við Vigdísi Finnbogadóttur féllu grænlenska ljóðskáldinu og málvísindakonunni Katti Frederiksen í skaut í gær. Hún er 38 ára og núverandi  núverandi mennta- og menningarmálaráðherra Grænlands. Verðlaunin hlýtur hún fyrir lofsvert framlag í þágu tungumála. 
Nú eru töluð 109 tungumál í leik- og grunnskólum
Börn í íslenskum leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi tala 109 tungumál. Þetta er niðurstaða tungumálaleitar í tilefni Alþjóðadags móðurmálsins 21. febrúar 2021. Þegar tungumálafjöldinn var fyrst skráður árið 2014 nam fjöldinn 91 máli.
Landinn
Spenna fyrir valinu á tákni ársins
„Íslenska táknmálið er alveg sérstakt tungumál,“ segir Júlía Guðný Hreinsdóttir, fagstjóri táknmálskennslu hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Hún segir að það sé misskilningur að táknmál sé alþjóðlegt og alls staðar eins.
08.02.2021 - 11:17
Hálf milljón raddsýna á fimm dögum
Börn og ungmenni í grunnskólum landsins hafa heldur betur lagt sitt af mörkum í að safna raddsýnum í raddsýnagagnagrunninn Samróm. Á tæpri viku hefur fjöldi sýna farið úr um 320.000 sýnum í um 847.000 sýni. Sýnunum hefur fjölgað um hálfa milljón á fimm dögum.
23.01.2021 - 12:29
Spegillinn
Höfum það í hendi okkar að íslenskan haldi velli
Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus í íslenskri málfræði fékk Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir tveimur árum. Hann skrifar mikið um tungumálið og birti pistil á Degi íslenskrar tungu á netinu í tilefni dagsins um lífvænleika íslenskunnar.
17.11.2020 - 11:00
Gera íslenskar raddir ódauðlegar með raddgervli
Mál- og raddtæknistofa HR vinnur hörðum höndum að því að þróa forrit sem skilur og talar íslensku. Dósent við skólann segir að hlúa verði að tungumálinu og því sé mikilvægt að tæknin sé aðgengileg á íslensku.
11.07.2020 - 13:26
Skoskir þingmenn vilja vernda gelísku
Þingmenn skoska þingsins kalla eftir því að gelískumælandi svæðum verði gefinn meiri gaumur til að koma í veg fyrir að tungumálið deyi út. Skipa verði málinu stærri sess bæði opinberlega og meðal almennings.
06.07.2020 - 06:55
Pólskukennsla ekki til að troða á tám íslenskunnar
Kennurum og öðru starfsfólki skóla á Suðurnesjum býðst að sækja námskeið í pólsku til að skilja nemendur og foreldra frá Póllandi. Verkefnastjóri miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum segir það ekki gert til að draga úr íslenskukennslu, heldur til að bæta skilning.
06.02.2020 - 17:45
Hægt að fylgjast með virkni eldfjalla í rauntíma
Íslensk eldfjallavefsjá er gagnvirk vefsíða og opinbert uppflettirit um allar 32 virku eldstöðvar Íslands. Vefsjáin er öllum aðgengileg, bæði á íslensku og ensku og geta viðbragðsaðilar nálgast miklar og mikilvægar upplýsingar um virkni íslenskra eldstöðva í rauntíma.
26.12.2019 - 21:54
Myndband
Mikilvægt að vera ekki bara þekkt sem kona einhvers
„Ég er ekki endilega eins og taska sem hann getur bara dregið með sér þegar hann er að fara eitthvert til að sýna,“ segir Eliza Jean Reid forsetafrú. Hún vill leggja sitt af mörkum til að endurskoða viðhorf til maka þjóðarleiðtoga. Oftar en ekki séu það konur og litið á þær sem fylgihluti eiginmannanna. Því þurfi að breyta. Það sé mikilvægt að vera ekki bara þekkt sem kona einhvers.
Myndband
Safna íslenskum röddum
Í dag hófst söfnun íslenskra raddsýna á vefnum Samrómur, en söfnunin er liður í því að gera kleift að tala íslensku við tölvur og tæki. Forseti Íslands sagði í erindi sínu að nú, með íslenskum talgervlum, sé í raun verið að bjarga íslenskri tungu í annað sinn. Fyrst hafi henni verið bjargað á miðöldum þegar ákveðið var að þýða Biblíuna yfir á íslensku.
16.10.2019 - 23:20
Mikilvægt að heyra íslenskt mál sem mest
Börnum af erlendum uppruna fjölgar stöðugt í grunnskólum borgarinnar og í fyrra voru töluð 63 tungumál í skólunum. Börn sem fæðast hér á landi, en hafa annað móðurmál en íslensku, koma ekki nægilega vel út úr prófi sem mælir færni þeirra í íslensku, segir áheyrnarfulltrúi frá Flokki fólksins. „Það er sláandi hvað mörg börn sem fædd eru á Íslandi og hafa alist upp í leik- og grunnskólakerfinu séu engu að síður svo illa stödd í íslensku.“
Tungumálatöfrar í þriðja sinn í Edinborgarhúsi
Tungumálatöfrar er árlegt tungumálanámskeið þar sem lagt er upp úr listsköpun og leik á námskeiðinu með töfra sem þema. Námskeiðið er sérstaklega ætlað fjöltyngdum börnum sem hafa fæðst, búið erlendis eða eru af erlendum uppruna.
06.08.2019 - 15:25
Taktu prófið
„Síðan var borðað kökuna“ sýnir kynslóðabil
Síðan var borðað kökuna, er dæmi um setningu sem stórum hluta ungs fólks þykir eðlileg en fæstum þeim sem náð hafa þrítugsaldri. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar á íslensku máli. Íslenskuprófessor segir það eðlilegt að tungumál taki breytingum.
08.04.2019 - 19:35
Myndskeið
Lesbækurnar að jafnaði 39 ára gamlar
Kennarar hafa þungar áhyggjur af því að nemendur eru hættir að lesa. Þetta eru niðurstöður rannsóknar á stöðu íslenskukennslu á öllum skólastigum. Menntamálaráðuneytið stóð fyrir vitundarvakningu um stöðu og framtíð íslenskunnar í Hörpu í dag.
03.04.2019 - 20:17
Pistill
Að tala við geimverur
Ólíkir menningarheimar þýða bækur og texta á víxl eins og þurfa þykir en hvað gerist þegar samtal þarf að fara fram milli eiginlegra heima eða hnatta? Ragnheiður Gyða Jónsdóttir velti þessu fyrir sér í síðasta pistli sínum í Víðsjá um töfraheima tungumálanna og tók meðal annars dæmi úr kvikmyndinni Arrival.
Viðtal
Það þarf tvö þorp til að ala upp tvítyngt barn
„Það þarf þorp til að ala upp barn, en það þarf tvö þorp til að ala upp tvítyngt barn,“ þetta segir brúarsmiður hjá Miðju máls og læsis og filippseyskur móðurmálskennari. Sjálf á hún son sem talar fjögur tungumál. Tæplega fimmtungur barna í leikskólum Reykjavíkur er af erlendum uppruna og talar tvö eða fleiri tungumál. Brúarsmiðir veita kennurum og foreldrum þessara barna ráðgjöf.
Sumir skræla kartöflur, meðan aðrir skralla
Í fimmta pistli sínum um töfraheima tungumála fór Ragnheiður Gyða Jónsdóttir með hlustendur í ferðalag til Englands á tímum Ríkharðs ljónshjarta, Rómarborgar og Nílarbakka, svo einhver dæmi séu nefnd. Hér má hlusta á pistilinn úr Víðsjá á Rás 1.
Óstöðugleiki tungumála
Eðli tungumála er að vera lifandi og síkvik. Lifandi tungur breytast eftir þörfum samfélaganna sem þær þjóna, tungan speglar breytingarnar sem á þeim verða. Á síðustu öld hefur orðaforði íslenskunnar gjörbreyst og ljósvakamiðlar hanna samræmdan framburð nýjan. Ragnheiður Gyða Jónsdóttir með sinn fjórða pistil í Víðsjá um töfra tungumálanna.
Að tala hægt og skýrt
Töluðu menn á Sturlungaöld hægt og skýrt, líka þegar þeir rifust, börðust, spjölluðu, tuðuðu, hjöluðu, rökræddu og þrösuðu? Ragnheiður Gyða Jónsdóttir velti fyrir gullaldatungumálum hingað og þangað um veröldina. Við sögu koma Snorri Sturluson, Egill Skallagrímsson, Caesar, Cicero, Dante, Arndís Björk Ásgeirsdóttir og Bogi Ágústsson.
Pistill
Málið skiptir sköpum
„Ekkert tungumál er öðru meira eða betra, öll gera þau okkur kleift að túlka okkar mannlegu reynslu, fortíðina, nútíðina, framtíðina, hugmyndir, hugsjónir, með því getum við hvatt menn til dáða, dregið úr þeim allan mátt, sannfært, svikið, logið.“ Ragnheiður Gyða Jónsdóttir flytur pistil um tungumál.