Færslur: Tunglið

90 ár frá fæðingu Neils Armstrong
Í dag eru níutíu ár frá fæðingu Neils Armstrong. Armstrong steig fyrstur manna fæti á tunglið 20. júlí 1969. Þrátt fyrir að vera einn þekktasti geimfari í heimi leit hann fyrst og fremst á sig sem flugmann, segir Örlygur Hnefill Örlygsson, sem þekkir vel til sögu tunglfarans.
05.08.2020 - 14:49
Forstjórar og sérfræðingar stefna á tunglþorp
Samtökin Open Lunar stefna á að byggja þorp á tunglinu á næstu árum. Forstjórar tæknifyrirtækja úr Kísildalnum, verktakar, sérfræðingar og fólk með með tengsl við bandarísku geimvísindastofnunina NASA, er meðal meðlima í samtökunum.
13.09.2019 - 23:02
Vita hvar tunglfarið hrapaði
Indverska geimvísindastofnunin segist vita hvar tunglfarið Chandrayaan-2 brotlenti á tunglinu. Lending geimfarsins misheppnaðist á föstudag, auk þess sem samband við stjórnstöð á jörðu slitnaði skömmu fyrir lendinguna. Stofnunin vonast til þess að ná sambandi við hana að nýju.
08.09.2019 - 20:07
Tunglleiðangur Indverja mistókst
Tunglleiðangur Indverja virðist hafa misheppnast en geimflaugin Chandrayaan 2 átti að lenda á suðurpól tunglsins í dag. Geimfarinu var skotið á loft frá indversku geimvísindastofnuninni 22. júlí. Mánuði síðar heppnaðist að beina farinu á braut um tunglið og fyrir þremur dögum tókst aðskilnaður hinna tveggja hluta fullkomlega.
06.09.2019 - 22:46
Chandrayaan-2 býr sig undir tungllendingu
Indverska tunglfarið Chandrayaan-2 undirbýr sig nú fyrir lendingu. Al Jazeera hefur eftir indversku geimvísindastofnuninni að aðskilnaður þess hluta geimfarsins sem á að lenda á tunglinu hafi heppnast vel í gær. Reiknað er með að það lendi á suðurpól tunglsins næstu helgi. 
03.09.2019 - 06:51
Fréttaskýring
50 ár frá tungllendingunni
Í dag eru 50 ár síðan Bandaríkjamennirnir Neil Armstrong og Buzz Aldrin lentu tunglfarinu Erninum á yfirborði tunglsins klukkan 20.17 að íslenskum tíma, fyrstir manna, eftir langa ferð. Ríkisútvarpið lýsti fyrstu skrefum manns á tunglinu nóttina á eftir beint á sínum tíma.
20.07.2019 - 08:06
Viðtal
50 ár síðan skófar myndaðist á tunglinu
Í dag, 20. júní, eru 50 ár liðin frá því að Neil Armstrong tók lítið skref sem reyndist vera risastökk fyrir mannkyn eins og hann sagði sjálfur. Ný íslensk heimildarmynd segir frá þessum atburði frá óvæntu sjónarhorni.
19.07.2019 - 14:57
Indverjar aflýstu geimskoti á síðustu stundu
Indverska geimferðastofnunin aflýsti á síðustu stundu fyrirhugaðri tunglferð Chandrayaan-2 tunglflaugarinnar í kvöld. Innan við klukkustund var í geimskotið þegar það var blásið af „vegna tæknilegra vandamála.“ Indverjar hugðust verða fjórða þjóðin til að lenda geimfari á tunglinu, á eftir Bandaríkjamönnum, Rússum og Kínverjum og hafa undirbúið leiðangur Chandrayaan 2 í tíu ár.
14.07.2019 - 23:10
Tunglleiðangur kostar 2.500 - 3.750 milljarða
Bandaríska geimvísindastofnunin, NASA, áætlar að kostnaður við að senda mannað geimfar til tunglsins og lenda því þar nemi á bilinu 20 til 30 milljörðum Bandaríkjadala, eða 2.500 - 3.750 milljörðum króna. NASA hefur að undanförnu kynnt áform sín um að senda mannað geimfar til tunglsins áður en árið 2024 rennur sitt skeið.
16.06.2019 - 05:43
Trump segir tunglið tilheyra Mars
Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki par hrifinn af áætlunum bandarísku geimferðarstofnunarinnar NASA um að snúa aftur til tunglsins. Hann tísti um málið í dag og hefur það vakið athygli að á Twitter segir hann tunglið tilheyra Mars.
07.06.2019 - 20:04
Artemis áætlunin hefst á næsta ári
Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, afhjúpaði í dag nýja tunglferðaáætlun sína, kennda við Artemis. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Átta ferðir eru fyrirhugaðar til tungslins, þar á meðal ein þar sem geimstöð verður komið fyrir á braut um tunglið.
24.05.2019 - 02:07
Tunglið skreppur löturhægt saman
Tunglið okkar minnkar smám saman, og veldur því að þar krumpast yfirborðið og skelfur. Þetta kemur fram í rannsókn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA.
14.05.2019 - 02:07
Ísraelskt geimfar á leið til tungslins
Fyrsta ísraelska geimfarinu var skotið á loft í gærkvöld frá Canaveral höfða í Flórída. Falcon 9 geimflaug SpaceX kom geimfarinu á braut um jörðu, en þaðan flýgur það áfram á eigin vélarafli til tunglsins. Ferðin þangað á að taka um sjö vikur.
22.02.2019 - 06:33
Lengsti blóðmáni aldarinnar
Víða um heim gat fólk séð almyrkva á tunglinu klukkan hálfátta í kvöld, sem oft er kallaður blóðmáni vegna þess að tunglið verður rauðleitt. Almyrkvinn stendur til 21:13 og sést því ekki á Íslandi. Fullt tungl rís ekki hér fyrr en 22:37 í Reykjavík. Almyrkvi verður þegar sólin, jörðin og tunglið eru í beinni línu. Seinast sást almyrkvi á tungli frá Íslandi hinn 28. september 2015. Næst sést almyrkvi á tungli frá Íslandi hinn 21. janúar 2019. Almyrkvinn í kvöld er lengsti blóðmáni aldarinnar.
27.07.2018 - 20:44
Spegilbrot af höfundarverki Sigurðar Pálssonar
Á dögunum kom út ljóðbréf helgað minningu Sigurðar Pálssonar skálds. Bréfið hefur að geyma úrval úr höfundarverki Sigurðar, tekið saman af Degi Hjartarsyni og Ragnari Helga Ólafssyni.
06.11.2017 - 12:12
Tölvutónlist við tunglmyndir
Tónlistarmaðurinn Halldór Eldjárn hefur sett saman vefsíðu sem semur tónlist við þúsundir mynda úr Appolo leiðöngrum NASA á sínum tíma. Hægt er að skoða myndirnar og heyra tónlistina á vefsíðu sem Halldór hefur sett upp. Tónlistarmaðurinn var gestur Víðsjár á Rás 1 og hér fyrir ofan má heyra viðtal við hann.
12.04.2017 - 08:02
Elvis drepur og gömul ryk korn frá geimverum
Magnús R. Einarsson heimsótti Poppland í dag með nýjustu fréttir af Elvis og Tunglinu.