Færslur: Tunglið

Skutu á loft sínu fyrsta tunglfari
Suðurkóreska geimvísindastofnunin skaut sínu fyrsta tunglfari á loft frá Bandaríkjunum í kvöld. Farið Danuri mun beita sex mælitækjum til þess að rannsaka tunglið næstu tólf mánuði. Meðal annars háþróaða myndavél sem bandaríska geimvísindastofnunin NASA útvegaði.
05.08.2022 - 00:39
Kínverjar gagnrýndir fyrir stjórnlaust hrap eldflaugar
Kínversk eldflaug sem notuð var til að skjóta ómönnuðu geimfari á loft síðastliðinn sunnudag féll stjórnlaust í átt að Indlandshafi í gær. Kínverjar liggja undir þungu ámæli fyrir að veita ekki upplýsingar um braut flaugarinnar og eru hvattir til að hafa betri stjórn á hvar á jörðu notaðir eldflaugahlutar lenda.
Hlakkar til að senda Evrópumann til tunglsins
Geimvísindastofnanir Bandaríkjanna og Evrópu áttu í viðræðum í dag um frekara samstarf við rannsóknir á tunglinu. Stefnt er að því að senda fyrsta Evrópumanninn til tunglsins.
15.06.2022 - 15:51
Jarðarberjatungl í kvöld
Fólk er hvatt til að horfa til himins í kvöld eftir jarðarberjatungli. Sævar Helgi Bragason jarðfræðingur segir að hugtakið jarðarberjatungl eigi við þegar tunglið er fullt og eins nálægt jörðu og kostur er.
14.06.2022 - 13:37
Telja ekki útilokað að líf leynist á Evrópu
Vísindamenn við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum telja Evrópu, eitt 79 tungla reikistjörnunnar Júpíters, líklegasta allra himinhnatta sólkerfisins utan jarðarinnar til að vista einhvers konar lífsform.
23.04.2022 - 00:40
Áríðandi að flokka og skrá geimrusl á sporbaug um jörðu
Sérfræðingur í geimrannsóknum segir að sér hafi orðið á í messunni þegar hann fullyrti að hluti eldflaugar, sem ætlað er að skelli á tunglinu í mars, hafi verið framleiddur af SpaceX. Á daginn hefur komið að flaugin er kínversk. Stjörnufræðingur segir brýnt að skrá allt ruslið sem er á sporbaug um jörðu.
15.02.2022 - 02:55
Musk vongóður um að ferðir Stjörnufarsins hefjist í ár
Auðkýfingurinn Elon Musk forstjóri SpaceX geimferðafyrirtækisins greindi í gærkvöld frá nýjustu framþróun Starship-eldflaugarinnar sem ætlað er að flytja menn milli reikistjarna sólkerfisins. Hann kveðst bjartsýnn á að fyrsta geimskotið verði í ár.
Nýr gígur eftir árekstur gæti aukið þekkingu á tunglinu
Bandaríska geimferðastofnunin NASA hyggst kortleggja og rannsaka gíginn sem myndast þegar hluti eldflaugar skellur á yfirborði tunglsins snemma í mars.
28.01.2022 - 01:10
Búist við að hluti eldflaugar skelli á tunglinu í mars
Hluti úr eldflaug sem SpaceX, fyrirtæki Elons Musk, skaut á loft fyrir sjö árum skellur innan skamms á yfirborði tunglsins. Eldflaugin var notuð til að koma á loft gervihnetti á vegum Geimferðastofnunar Bandaríkjanna, NASA.
27.01.2022 - 00:47
Myndskeið
Japanskur geimferðalangur heimsækir geimstöðina
Japanski milljarðamæringurinn Yusaku Maezawa heldur af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á miðvikudaginn kemur. Það eru Rússar sem eiga veg og vanda að geimferð Japanans sem borgar brúsann.
NASA semur við einkafyrirtæki um smíði geimstöðva
Bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur samið við þrjú fyrirtæki sem ætlað er að hanna geimstöðvar sem taka muni við hlutverki Alþjóðlegu geimstöðvarinnar undir lok áratugarins.
Deildarmyrkvinn nær hámarki kl.9:03
Nú klukkan 9:03 að föstudagsmorgni nær tunglmyrkvi hámarki. Myrkvinn í dag er svokallaður deildarmyrkvi, svipaður myndinni hér að ofan, en þegar hann nær hámarki verður 97% tunglsins myrkvað. Það þarf enginn hjálpartæki til þess að sjá myrkvann og að því gefnu það sé ekki of skýjað ættu flestir að sjá tunglið í morgun lágt á himni í vesturátt.
19.11.2021 - 08:56
Deildarmyrkvi á tungli á morgun
Deildarmyrkvi á tungli verður sjáanlegur á Íslandi í fyrramálið ef veður leyfir. Þetta kemur fram á Stjörnufræðivefnum þar sem ítarlega er fjallað um myrkvann.
18.11.2021 - 10:50
Fyrsta geimganga kínverskrar konu í nótt
Wang Yaping er fyrsta kínverska konan til að fara í geimgöngu. Hún er hluti af áhöfn kínversku geimstöðvarinnar Tiangong og varði í nótt sex klukkustundum utan stöðvarinnar við að koma upp hluta af tæknibúnaði hennar.
NASA sendir far til tunglsins í leit að vatni
Bandaríska geimferðastofnunin NASA tilkynnti í gær að könnunarjeppi verði sendur til suðurpóls tunglsins árið 2023. Vonir standa til að hægt verði að færa sönnur á að vatn leynist undir yfirborði tunglsins.
21.09.2021 - 01:22
Ekki nýtt eldgos heldur tunglið að stríða fólki
Það sem fjöldi fólks taldi vera annað eldgos austan við Fagradalsfjall reyndist vera tunglið. Þetta kemur fram á Facebook síðu Veðurstofu Íslands en töluvert af tilkynningum barst þangað og allir höfðu sömu sögu að segja af greinilegum bjarma austan við eldstöðvarnar.
Bergsýnin sem náðust á Mars eru óskemmd
Bandaríska geimferðastofnunin staðfesti í gær að tekist hefði að ná óskemmdum bergsýnum á reikistjörnunni Mars. Vísindamenn eru himinlifandi og geta ekki beðið eftir að fá að rannsaka sýnin nánar.
Bitist um tunglstöð fyrir dómi
Bandaríska geimferðafyrirtækið Blue Origin, sem er í eigu auðjöfursins Jeff Bezos, hefur höfðað mál gegn Bandaríkjastjórn fyrir að semja við samkeppnisaðila um komandi tunglferðir. AFP fréttastofan greinir frá. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA samdi við SpaceX, geimfyrirtæki milljarðamæringsins Elon Musk.
17.08.2021 - 03:54
Heimurinn
Ofurmáni reis um allan heim
Í veðurblíðunni síðustu daga hefur tunglið leikið stórt hlutverk á næturhimninum. Aðfaranótt þriðjudagsins 27. apríl var fullt tungl – svokallaður bleikur ofurmáni – og sjónarspilið í takt við það.
28.04.2021 - 12:29
NASA valdi Space X til samstarfs um mannaða tunglferð
Bandaríska geimferðastofnunin NASA stefnir að mannaðri tunglferð árið 2024 og hefur valið fyrirtæki milljarðamæringsins Elons Musks, Space X, til að byggja flaugina sem nota á í leiðangrinum.
17.04.2021 - 04:24
Tunglfar Kínverja lenti heilu og höldnu á jörðu niðri
Ómannaða kínverska tunglfarið Chang'e-1 lenti heilu og höldnu í norðurhluta Kína í dag. Þannig verða Kínverjar fyrstir til að sækja sýni frá mánanum um ríflega fjögurra áratuga skeið.
17.12.2020 - 02:07
Kínverskt tunglfar snýr aftur til jarðar
Kínverska tunglfarinu Chang'e-5 fór af stað frá Stormahafinu á tunglinu um miðjan dag í gær. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá kínversku geimferðastofnuninni.
04.12.2020 - 03:32
Ómannað kínverskt far lent á tunglinu
Kínverska tunglfarið Chang'e-5 lenti á tunglinu í gær að sögn sérfræðinga Geimferðastofnunar Kína. Tilgangur ferðarinnar er að safna um tveimur kílógrömmum af yfirborðsefnum og tunglgrjóti svo vísindamenn geti fræðst enn frekar um uppruna tunglsins.
02.12.2020 - 04:37
Kínverskt far á leið til Tunglsins
Kínverjar sendu ómannað geimfar af stað til tunglsins í morgun. Tilgangurinn ferðarinnar er að safna yfirborðssýnum, sem yrði í fyrsta skipti í fjóra áratugi. Ætlunin er að nýta sýnin til að komast á snoðir um uppruna tunglsins, hvernig það varð til og að rannsaka eldvirkni á yfirborði þess.
24.11.2020 - 05:11
Mönnuð tunglferð áætluð fyrir árið 2024
Átta ríki stefna í sameiningu á mannaða tunglferð fyrir árið 2024. Þau hafa undirritað hið svokallaða Artemis-samkomulag þar sem dregin er upp áætlun um ferðir til tunglsins og víðar um himingeiminn. Samkomulagið er runnið undan rifjum Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA.